Gengi Norwegian féll um rúmlega helming á tíu mínútum Stefán Ó. Jónsson skrifar 14. apríl 2020 09:09 Það er óskandi að lending þessarar vélar Norwegian Air hafi ekki verið í líkingu við skellinn sem félagið fékk í kauphöllinni í morgun. Getty/Simon Dawson Aðeins örfáum mínútum eftir opnun markaða í morgun hafði hlutabréfaverð í flugfélaginu Norwegian Air fallið um rúmlega 60 prósent. Síðan þá hafa bréfin þó rétt úr kútnum og nemur fallið ríflega þriðjungi sem stendur. Hrunið kom greinendum lítið á óvart því stjórnendur flugfélagsins höfðu tilkynnt um björgunaraðgerðir fyrir páska sem taldar voru ólíklegar til vinsælda. Það sem helst stendur í hluthöfum eru hugmyndir um að breyta rúmlega 600 milljarða króna skuldum Norwegian Air í hlutafé - og fyrir vikið þynna hressilega út hlut núverandi hluthafa. Eftir áhlaup morgunsins stendur virði flugfélagsins í ríflega 7 milljörðum króna. Til samanburðar má nefna að virði Icelandair er nú um 18 milljarðar króna. Meðal þeirra sem hafa losað sig við stóra hluti í Norwegian Air á síðustu vikum eru Bjørn Kjos, stofnandi og fyrrverandi forstjóri félagsins, auk Bjørn Kise sem er fyrrverandi stjórnarformaður flugfélagsins. Norwegian Air hefur þurft, eins og mörg önnur flugfélög, að grípa til ýmissa blóðugra ráðstafana til að halda flugi í gegnum kórónuveirufaraldurinn. Til að mynda tilkynntu stjórnendur félagsins fyrir rétt tæpum mánuði að 7300 starfsmönnum yrði sagt upp tímabundið, eða í kringum 90 prósent alls starfsmannahópsins. Norwegian Air hafði þó átt í erfiðleikum fyrir útbreiðslu veirunnar. Þannig hafði hlutabréfaverð í félaginu fallið um 78% frá áramótum fyrir daginn í dag, en fall annarra stórra evrópskra flugfélaga nemur á bilinu 30 til 60 prósent. Hlutabréfaverð hefur til að mynda lækkað um 55 prósent í Icelandair frá upphafi árs. Fréttir af flugi Noregur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Aðeins örfáum mínútum eftir opnun markaða í morgun hafði hlutabréfaverð í flugfélaginu Norwegian Air fallið um rúmlega 60 prósent. Síðan þá hafa bréfin þó rétt úr kútnum og nemur fallið ríflega þriðjungi sem stendur. Hrunið kom greinendum lítið á óvart því stjórnendur flugfélagsins höfðu tilkynnt um björgunaraðgerðir fyrir páska sem taldar voru ólíklegar til vinsælda. Það sem helst stendur í hluthöfum eru hugmyndir um að breyta rúmlega 600 milljarða króna skuldum Norwegian Air í hlutafé - og fyrir vikið þynna hressilega út hlut núverandi hluthafa. Eftir áhlaup morgunsins stendur virði flugfélagsins í ríflega 7 milljörðum króna. Til samanburðar má nefna að virði Icelandair er nú um 18 milljarðar króna. Meðal þeirra sem hafa losað sig við stóra hluti í Norwegian Air á síðustu vikum eru Bjørn Kjos, stofnandi og fyrrverandi forstjóri félagsins, auk Bjørn Kise sem er fyrrverandi stjórnarformaður flugfélagsins. Norwegian Air hefur þurft, eins og mörg önnur flugfélög, að grípa til ýmissa blóðugra ráðstafana til að halda flugi í gegnum kórónuveirufaraldurinn. Til að mynda tilkynntu stjórnendur félagsins fyrir rétt tæpum mánuði að 7300 starfsmönnum yrði sagt upp tímabundið, eða í kringum 90 prósent alls starfsmannahópsins. Norwegian Air hafði þó átt í erfiðleikum fyrir útbreiðslu veirunnar. Þannig hafði hlutabréfaverð í félaginu fallið um 78% frá áramótum fyrir daginn í dag, en fall annarra stórra evrópskra flugfélaga nemur á bilinu 30 til 60 prósent. Hlutabréfaverð hefur til að mynda lækkað um 55 prósent í Icelandair frá upphafi árs.
Fréttir af flugi Noregur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira