Ökukappi missti starfið sitt eftir ljótt orðbragð í sýndarkappakstri Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. apríl 2020 16:00 Kyle Larson keppir í NASCAR kappakstrinum og hefur náð fínum árangri. AP/Terry Renna Margar íþróttagreinar eru að reyna að finna upp á leiðum til að keppa á tímum kórónuveirufaraldarins en íþróttafólkið verður að passa sig að halda sig innan velsæmismarka þótt að aðeins um sýndarkeppni sé að ræða. Bandaríski ökukappinn Kyle Larson fékk að kynnast því á eigin skinni um helgina þegar hann tók þótt í sýndarkappakstri fyrir lið sitt Chip Ganassi Racing. Ökukappinn var kannski bara „einn“ með sjálfum sér inn í stofu og í öllum hamaganginum þá áttaði hann sig kannski ekki alveg á því að öllu sem hann sagði var streymt út á netið. Ljótt orðbragð hans í sýndarkappastrinum mun líka kosta hann pening. Kyle Larson var fyrst settur í launalaust leyfi vegna þess sem hann lét út úr sér í keppninni en félagið hans ákvað síðan að reka hann. Breaking: Chip Ganassi Racing has fired star NASCAR driver Kyle Larson after his use of a racial slur during a virtual race. pic.twitter.com/X2Hyb65nb0— SportsCenter (@SportsCenter) April 14, 2020 „Við erum einstaklega vonsvikin með það sem Kyle sagði í útsendingunni frá iRacing Event. Orðin sem hann notaði eru móðgandi og óásættanleg,“ sagði í yfirlýsingu frá liðinu. „Frá og með þessari stundu þá höfðum við sett Kyle í launalaust leyfi á meðan við vinnum í þessu máli með viðeigandi aðilum,“ sagði í fyrstu yfirlýsingu Chip Ganassi Racing en félagið gekk síðan lengra og rak hann. Kyle Larson hafði beðist afsökunar á orðum sínum þar sem hann notaði meðal annars hið ósmekklega N-orð. Það dugði ekki. Það var öllum ljóst frá fyrstu sekúndu að hann fór þarna vel yfir strikið en einn af þeim sem hann var að keppa við benti honum meðal annars á það strax að hann væri ekki bara að keppa heima í stofu því það heyrðu allir í honum. Chip Ganassi Racing has suspended NASCAR driver Kyle Larson without pay after he used a racial slur on a livestream during a virtual race Sunday: https://t.co/OeGHpbEgdl pic.twitter.com/0qz3B1nu5K— Sporting News (@sportingnews) April 13, 2020 Kyle Larson er hálfur Japani en afi hans og amma voru saman í kyrrsetningarbúðum í Kaliforníu í Seinni heimsstyrjöldinni. Hann er sá eini af japönskum ættum sem hefur náð að vinna NASCAR kappakstur. Larson hefur unnið sex kappakstra á ferlinum og endaði tímabilið í fyrra í sjötta sæti. Hann er 27 ára gamall, giftur og á tvö ung börn. Akstursíþróttir Mest lesið Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Fótbolti Vilja banna að sýna frá barnaíþróttum á netinu Sport Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Enski boltinn Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Golf Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Fótbolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Benfica komið á skrið undir stjórn Mourinho Fótbolti Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Fótbolti Danir úr leik á HM Handbolti Fleiri fréttir Gætu breytt áfengislögunum sínum vegna HM næsta sumar Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Vilja banna að sýna frá barnaíþróttum á netinu Dagskráin í dag: Blikar og Íslendingalið í Evrópu, HM í pílu og Bónus deildin Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Benfica komið á skrið undir stjórn Mourinho Glódís Perla mátti þola svekkjandi niðurstöðu í Madríd Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Sædís og Arna upplifðu grátlegt tap í Meistaradeildinni Viktor Bjarki byrjaði í dramatískum sigri í Meistaradeildinni Tryggvi hafði hægt um sig í sigri Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Slógu tvær flugur í einu höggi og vöktu gríðarlega athygli Yfirlýsing Brann: Aðgerð á Eggerti heppnaðist vel Óttast ekki að skemma fyrir konum með tapi Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Mbappé með í kvöld og gæti bjargað starfi Alonso Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina Sjá meira
Margar íþróttagreinar eru að reyna að finna upp á leiðum til að keppa á tímum kórónuveirufaraldarins en íþróttafólkið verður að passa sig að halda sig innan velsæmismarka þótt að aðeins um sýndarkeppni sé að ræða. Bandaríski ökukappinn Kyle Larson fékk að kynnast því á eigin skinni um helgina þegar hann tók þótt í sýndarkappakstri fyrir lið sitt Chip Ganassi Racing. Ökukappinn var kannski bara „einn“ með sjálfum sér inn í stofu og í öllum hamaganginum þá áttaði hann sig kannski ekki alveg á því að öllu sem hann sagði var streymt út á netið. Ljótt orðbragð hans í sýndarkappastrinum mun líka kosta hann pening. Kyle Larson var fyrst settur í launalaust leyfi vegna þess sem hann lét út úr sér í keppninni en félagið hans ákvað síðan að reka hann. Breaking: Chip Ganassi Racing has fired star NASCAR driver Kyle Larson after his use of a racial slur during a virtual race. pic.twitter.com/X2Hyb65nb0— SportsCenter (@SportsCenter) April 14, 2020 „Við erum einstaklega vonsvikin með það sem Kyle sagði í útsendingunni frá iRacing Event. Orðin sem hann notaði eru móðgandi og óásættanleg,“ sagði í yfirlýsingu frá liðinu. „Frá og með þessari stundu þá höfðum við sett Kyle í launalaust leyfi á meðan við vinnum í þessu máli með viðeigandi aðilum,“ sagði í fyrstu yfirlýsingu Chip Ganassi Racing en félagið gekk síðan lengra og rak hann. Kyle Larson hafði beðist afsökunar á orðum sínum þar sem hann notaði meðal annars hið ósmekklega N-orð. Það dugði ekki. Það var öllum ljóst frá fyrstu sekúndu að hann fór þarna vel yfir strikið en einn af þeim sem hann var að keppa við benti honum meðal annars á það strax að hann væri ekki bara að keppa heima í stofu því það heyrðu allir í honum. Chip Ganassi Racing has suspended NASCAR driver Kyle Larson without pay after he used a racial slur on a livestream during a virtual race Sunday: https://t.co/OeGHpbEgdl pic.twitter.com/0qz3B1nu5K— Sporting News (@sportingnews) April 13, 2020 Kyle Larson er hálfur Japani en afi hans og amma voru saman í kyrrsetningarbúðum í Kaliforníu í Seinni heimsstyrjöldinni. Hann er sá eini af japönskum ættum sem hefur náð að vinna NASCAR kappakstur. Larson hefur unnið sex kappakstra á ferlinum og endaði tímabilið í fyrra í sjötta sæti. Hann er 27 ára gamall, giftur og á tvö ung börn.
Akstursíþróttir Mest lesið Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Fótbolti Vilja banna að sýna frá barnaíþróttum á netinu Sport Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Enski boltinn Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Golf Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Fótbolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Benfica komið á skrið undir stjórn Mourinho Fótbolti Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Fótbolti Danir úr leik á HM Handbolti Fleiri fréttir Gætu breytt áfengislögunum sínum vegna HM næsta sumar Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Vilja banna að sýna frá barnaíþróttum á netinu Dagskráin í dag: Blikar og Íslendingalið í Evrópu, HM í pílu og Bónus deildin Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Benfica komið á skrið undir stjórn Mourinho Glódís Perla mátti þola svekkjandi niðurstöðu í Madríd Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Sædís og Arna upplifðu grátlegt tap í Meistaradeildinni Viktor Bjarki byrjaði í dramatískum sigri í Meistaradeildinni Tryggvi hafði hægt um sig í sigri Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Slógu tvær flugur í einu höggi og vöktu gríðarlega athygli Yfirlýsing Brann: Aðgerð á Eggerti heppnaðist vel Óttast ekki að skemma fyrir konum með tapi Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Mbappé með í kvöld og gæti bjargað starfi Alonso Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina Sjá meira