Skoða útfærslur á ferðatakmörkunum og kynna tilslakanir á aðgerðum hérlendis á næstu dögum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 12. apríl 2020 15:31 Víðir Reynisson á upplýsingafundi dagsins. Lögreglan Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra, segir að verið sé að skoða útfærslur á ferðatakmörkunum vegna útbreiðslu Covid-19. Endanleg útfærsla liggi þó ekki fyrir. Þá verði tilslakanir á aðgerðum stjórnvalda hér á landi kynntar á næstu dögum, en lykilatriði sé að fara hægt í að aflétta slíkum aðgerðum. Þetta kom fram á daglegum upplýsingafundi almannavarna og landlæknis um Covid-19 hér á landi. Víðir sagði að niðurstaða kæmi til með að liggja fyrir á næstu vikum en skoða þyrfti ferðatakmarkanir í alþjóðlegu samhengi. „Það skiptir ekki bara máli hvað okkur finnst á Íslandi og hvernig við viljum hafa hlutina heldur er þetta alþjóðlegt mál. Þetta er í skoðun hjá ýmsum alþjóðlegum stofnunum og svo er hvert land fyrir sig að reyna að finna leiðirnar í þessu. Þetta mun liggja fyrir einhvern tímann á næstu vikum, hvernig þetta verður útfært.“ Sjá einnig: Svona var 43. upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar Hann sagði jafnframt að alþjóðlegt samstarf þyrfti að vera um ferðatakmarkanir milli landa og útfærsla þess samtarfs lægi ekki fyrir að svo stöddu. „Það er mikil vinna í gangi hjá mörgum stofnunum, meðal annars hérna á Íslandi, að skoða hvernig svona gæti verið útfært.“ Lykilatriði að fara hægt í að slaka á aðgerðum hérlendis Víðir sagði einnig að verið sé að leggja lokahönd á drög að afléttingu takmarkana í íslensku samfélagi, með tilliti til samkomubannsins sem verið hefur í gildi frá því um miðjan mars síðastliðinn. „Það er bara dagaspursmál í það að þessar afléttingar sem að við erum búin að boða 4. Maí verði kynntar. Það verður kynnt síðar í þessari viku,“ sagði Víðir. Þá komi í ljós hvernig starfsemi líkamsræktarstöðva, sundlauga og annarra almenningsstaða hvers starfsemi hefur verið stöðvuð vegna samkomubannsins verði háttað. Eins ítrekaði Víðir það sem Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur áður bent á, að lykilatriði sé að samfélagslegum takmörkunum vegna kórónuveirunnar sé aflétt hægt. Um það séu sérfræðingar heimsins sammála. „Það þarf að losa mjög hægt um þessar takmarkanir og sjá hvernig það kemur út áður en það er farið í næstu.“ Hann segir að þegar tölur yfir smit dag frá degi séu skoðaðar sé ljóst að smitum fækki um sjö til fjórtán dögum eftir að takmarkanir eru settar á. Það sé merki um að aðgerðirnar sem farið hefur verið í hafi borið tilætlaðan árangur. „Ef við ætlum að fara að létta þessu of hratt af þá fáum við bara aftur topp, sem þýðir aftur aukið álag á heilbrigðiskerfið sem ég held að engin okkar vilji standa frammi fyrir.“ Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Almannavarnir Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Fleiri fréttir „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Sjá meira
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra, segir að verið sé að skoða útfærslur á ferðatakmörkunum vegna útbreiðslu Covid-19. Endanleg útfærsla liggi þó ekki fyrir. Þá verði tilslakanir á aðgerðum stjórnvalda hér á landi kynntar á næstu dögum, en lykilatriði sé að fara hægt í að aflétta slíkum aðgerðum. Þetta kom fram á daglegum upplýsingafundi almannavarna og landlæknis um Covid-19 hér á landi. Víðir sagði að niðurstaða kæmi til með að liggja fyrir á næstu vikum en skoða þyrfti ferðatakmarkanir í alþjóðlegu samhengi. „Það skiptir ekki bara máli hvað okkur finnst á Íslandi og hvernig við viljum hafa hlutina heldur er þetta alþjóðlegt mál. Þetta er í skoðun hjá ýmsum alþjóðlegum stofnunum og svo er hvert land fyrir sig að reyna að finna leiðirnar í þessu. Þetta mun liggja fyrir einhvern tímann á næstu vikum, hvernig þetta verður útfært.“ Sjá einnig: Svona var 43. upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar Hann sagði jafnframt að alþjóðlegt samstarf þyrfti að vera um ferðatakmarkanir milli landa og útfærsla þess samtarfs lægi ekki fyrir að svo stöddu. „Það er mikil vinna í gangi hjá mörgum stofnunum, meðal annars hérna á Íslandi, að skoða hvernig svona gæti verið útfært.“ Lykilatriði að fara hægt í að slaka á aðgerðum hérlendis Víðir sagði einnig að verið sé að leggja lokahönd á drög að afléttingu takmarkana í íslensku samfélagi, með tilliti til samkomubannsins sem verið hefur í gildi frá því um miðjan mars síðastliðinn. „Það er bara dagaspursmál í það að þessar afléttingar sem að við erum búin að boða 4. Maí verði kynntar. Það verður kynnt síðar í þessari viku,“ sagði Víðir. Þá komi í ljós hvernig starfsemi líkamsræktarstöðva, sundlauga og annarra almenningsstaða hvers starfsemi hefur verið stöðvuð vegna samkomubannsins verði háttað. Eins ítrekaði Víðir það sem Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur áður bent á, að lykilatriði sé að samfélagslegum takmörkunum vegna kórónuveirunnar sé aflétt hægt. Um það séu sérfræðingar heimsins sammála. „Það þarf að losa mjög hægt um þessar takmarkanir og sjá hvernig það kemur út áður en það er farið í næstu.“ Hann segir að þegar tölur yfir smit dag frá degi séu skoðaðar sé ljóst að smitum fækki um sjö til fjórtán dögum eftir að takmarkanir eru settar á. Það sé merki um að aðgerðirnar sem farið hefur verið í hafi borið tilætlaðan árangur. „Ef við ætlum að fara að létta þessu of hratt af þá fáum við bara aftur topp, sem þýðir aftur aukið álag á heilbrigðiskerfið sem ég held að engin okkar vilji standa frammi fyrir.“
Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Almannavarnir Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Fleiri fréttir „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Sjá meira