Skoða útfærslur á ferðatakmörkunum og kynna tilslakanir á aðgerðum hérlendis á næstu dögum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 12. apríl 2020 15:31 Víðir Reynisson á upplýsingafundi dagsins. Lögreglan Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra, segir að verið sé að skoða útfærslur á ferðatakmörkunum vegna útbreiðslu Covid-19. Endanleg útfærsla liggi þó ekki fyrir. Þá verði tilslakanir á aðgerðum stjórnvalda hér á landi kynntar á næstu dögum, en lykilatriði sé að fara hægt í að aflétta slíkum aðgerðum. Þetta kom fram á daglegum upplýsingafundi almannavarna og landlæknis um Covid-19 hér á landi. Víðir sagði að niðurstaða kæmi til með að liggja fyrir á næstu vikum en skoða þyrfti ferðatakmarkanir í alþjóðlegu samhengi. „Það skiptir ekki bara máli hvað okkur finnst á Íslandi og hvernig við viljum hafa hlutina heldur er þetta alþjóðlegt mál. Þetta er í skoðun hjá ýmsum alþjóðlegum stofnunum og svo er hvert land fyrir sig að reyna að finna leiðirnar í þessu. Þetta mun liggja fyrir einhvern tímann á næstu vikum, hvernig þetta verður útfært.“ Sjá einnig: Svona var 43. upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar Hann sagði jafnframt að alþjóðlegt samstarf þyrfti að vera um ferðatakmarkanir milli landa og útfærsla þess samtarfs lægi ekki fyrir að svo stöddu. „Það er mikil vinna í gangi hjá mörgum stofnunum, meðal annars hérna á Íslandi, að skoða hvernig svona gæti verið útfært.“ Lykilatriði að fara hægt í að slaka á aðgerðum hérlendis Víðir sagði einnig að verið sé að leggja lokahönd á drög að afléttingu takmarkana í íslensku samfélagi, með tilliti til samkomubannsins sem verið hefur í gildi frá því um miðjan mars síðastliðinn. „Það er bara dagaspursmál í það að þessar afléttingar sem að við erum búin að boða 4. Maí verði kynntar. Það verður kynnt síðar í þessari viku,“ sagði Víðir. Þá komi í ljós hvernig starfsemi líkamsræktarstöðva, sundlauga og annarra almenningsstaða hvers starfsemi hefur verið stöðvuð vegna samkomubannsins verði háttað. Eins ítrekaði Víðir það sem Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur áður bent á, að lykilatriði sé að samfélagslegum takmörkunum vegna kórónuveirunnar sé aflétt hægt. Um það séu sérfræðingar heimsins sammála. „Það þarf að losa mjög hægt um þessar takmarkanir og sjá hvernig það kemur út áður en það er farið í næstu.“ Hann segir að þegar tölur yfir smit dag frá degi séu skoðaðar sé ljóst að smitum fækki um sjö til fjórtán dögum eftir að takmarkanir eru settar á. Það sé merki um að aðgerðirnar sem farið hefur verið í hafi borið tilætlaðan árangur. „Ef við ætlum að fara að létta þessu of hratt af þá fáum við bara aftur topp, sem þýðir aftur aukið álag á heilbrigðiskerfið sem ég held að engin okkar vilji standa frammi fyrir.“ Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Almannavarnir Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Fleiri fréttir Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Sjá meira
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra, segir að verið sé að skoða útfærslur á ferðatakmörkunum vegna útbreiðslu Covid-19. Endanleg útfærsla liggi þó ekki fyrir. Þá verði tilslakanir á aðgerðum stjórnvalda hér á landi kynntar á næstu dögum, en lykilatriði sé að fara hægt í að aflétta slíkum aðgerðum. Þetta kom fram á daglegum upplýsingafundi almannavarna og landlæknis um Covid-19 hér á landi. Víðir sagði að niðurstaða kæmi til með að liggja fyrir á næstu vikum en skoða þyrfti ferðatakmarkanir í alþjóðlegu samhengi. „Það skiptir ekki bara máli hvað okkur finnst á Íslandi og hvernig við viljum hafa hlutina heldur er þetta alþjóðlegt mál. Þetta er í skoðun hjá ýmsum alþjóðlegum stofnunum og svo er hvert land fyrir sig að reyna að finna leiðirnar í þessu. Þetta mun liggja fyrir einhvern tímann á næstu vikum, hvernig þetta verður útfært.“ Sjá einnig: Svona var 43. upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar Hann sagði jafnframt að alþjóðlegt samstarf þyrfti að vera um ferðatakmarkanir milli landa og útfærsla þess samtarfs lægi ekki fyrir að svo stöddu. „Það er mikil vinna í gangi hjá mörgum stofnunum, meðal annars hérna á Íslandi, að skoða hvernig svona gæti verið útfært.“ Lykilatriði að fara hægt í að slaka á aðgerðum hérlendis Víðir sagði einnig að verið sé að leggja lokahönd á drög að afléttingu takmarkana í íslensku samfélagi, með tilliti til samkomubannsins sem verið hefur í gildi frá því um miðjan mars síðastliðinn. „Það er bara dagaspursmál í það að þessar afléttingar sem að við erum búin að boða 4. Maí verði kynntar. Það verður kynnt síðar í þessari viku,“ sagði Víðir. Þá komi í ljós hvernig starfsemi líkamsræktarstöðva, sundlauga og annarra almenningsstaða hvers starfsemi hefur verið stöðvuð vegna samkomubannsins verði háttað. Eins ítrekaði Víðir það sem Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur áður bent á, að lykilatriði sé að samfélagslegum takmörkunum vegna kórónuveirunnar sé aflétt hægt. Um það séu sérfræðingar heimsins sammála. „Það þarf að losa mjög hægt um þessar takmarkanir og sjá hvernig það kemur út áður en það er farið í næstu.“ Hann segir að þegar tölur yfir smit dag frá degi séu skoðaðar sé ljóst að smitum fækki um sjö til fjórtán dögum eftir að takmarkanir eru settar á. Það sé merki um að aðgerðirnar sem farið hefur verið í hafi borið tilætlaðan árangur. „Ef við ætlum að fara að létta þessu of hratt af þá fáum við bara aftur topp, sem þýðir aftur aukið álag á heilbrigðiskerfið sem ég held að engin okkar vilji standa frammi fyrir.“
Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Almannavarnir Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Fleiri fréttir Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Sjá meira