Skoða útfærslur á ferðatakmörkunum og kynna tilslakanir á aðgerðum hérlendis á næstu dögum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 12. apríl 2020 15:31 Víðir Reynisson á upplýsingafundi dagsins. Lögreglan Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra, segir að verið sé að skoða útfærslur á ferðatakmörkunum vegna útbreiðslu Covid-19. Endanleg útfærsla liggi þó ekki fyrir. Þá verði tilslakanir á aðgerðum stjórnvalda hér á landi kynntar á næstu dögum, en lykilatriði sé að fara hægt í að aflétta slíkum aðgerðum. Þetta kom fram á daglegum upplýsingafundi almannavarna og landlæknis um Covid-19 hér á landi. Víðir sagði að niðurstaða kæmi til með að liggja fyrir á næstu vikum en skoða þyrfti ferðatakmarkanir í alþjóðlegu samhengi. „Það skiptir ekki bara máli hvað okkur finnst á Íslandi og hvernig við viljum hafa hlutina heldur er þetta alþjóðlegt mál. Þetta er í skoðun hjá ýmsum alþjóðlegum stofnunum og svo er hvert land fyrir sig að reyna að finna leiðirnar í þessu. Þetta mun liggja fyrir einhvern tímann á næstu vikum, hvernig þetta verður útfært.“ Sjá einnig: Svona var 43. upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar Hann sagði jafnframt að alþjóðlegt samstarf þyrfti að vera um ferðatakmarkanir milli landa og útfærsla þess samtarfs lægi ekki fyrir að svo stöddu. „Það er mikil vinna í gangi hjá mörgum stofnunum, meðal annars hérna á Íslandi, að skoða hvernig svona gæti verið útfært.“ Lykilatriði að fara hægt í að slaka á aðgerðum hérlendis Víðir sagði einnig að verið sé að leggja lokahönd á drög að afléttingu takmarkana í íslensku samfélagi, með tilliti til samkomubannsins sem verið hefur í gildi frá því um miðjan mars síðastliðinn. „Það er bara dagaspursmál í það að þessar afléttingar sem að við erum búin að boða 4. Maí verði kynntar. Það verður kynnt síðar í þessari viku,“ sagði Víðir. Þá komi í ljós hvernig starfsemi líkamsræktarstöðva, sundlauga og annarra almenningsstaða hvers starfsemi hefur verið stöðvuð vegna samkomubannsins verði háttað. Eins ítrekaði Víðir það sem Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur áður bent á, að lykilatriði sé að samfélagslegum takmörkunum vegna kórónuveirunnar sé aflétt hægt. Um það séu sérfræðingar heimsins sammála. „Það þarf að losa mjög hægt um þessar takmarkanir og sjá hvernig það kemur út áður en það er farið í næstu.“ Hann segir að þegar tölur yfir smit dag frá degi séu skoðaðar sé ljóst að smitum fækki um sjö til fjórtán dögum eftir að takmarkanir eru settar á. Það sé merki um að aðgerðirnar sem farið hefur verið í hafi borið tilætlaðan árangur. „Ef við ætlum að fara að létta þessu of hratt af þá fáum við bara aftur topp, sem þýðir aftur aukið álag á heilbrigðiskerfið sem ég held að engin okkar vilji standa frammi fyrir.“ Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Almannavarnir Mest lesið Halldór Blöndal er látinn Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Innlent Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent Fleiri fréttir Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Sjá meira
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra, segir að verið sé að skoða útfærslur á ferðatakmörkunum vegna útbreiðslu Covid-19. Endanleg útfærsla liggi þó ekki fyrir. Þá verði tilslakanir á aðgerðum stjórnvalda hér á landi kynntar á næstu dögum, en lykilatriði sé að fara hægt í að aflétta slíkum aðgerðum. Þetta kom fram á daglegum upplýsingafundi almannavarna og landlæknis um Covid-19 hér á landi. Víðir sagði að niðurstaða kæmi til með að liggja fyrir á næstu vikum en skoða þyrfti ferðatakmarkanir í alþjóðlegu samhengi. „Það skiptir ekki bara máli hvað okkur finnst á Íslandi og hvernig við viljum hafa hlutina heldur er þetta alþjóðlegt mál. Þetta er í skoðun hjá ýmsum alþjóðlegum stofnunum og svo er hvert land fyrir sig að reyna að finna leiðirnar í þessu. Þetta mun liggja fyrir einhvern tímann á næstu vikum, hvernig þetta verður útfært.“ Sjá einnig: Svona var 43. upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar Hann sagði jafnframt að alþjóðlegt samstarf þyrfti að vera um ferðatakmarkanir milli landa og útfærsla þess samtarfs lægi ekki fyrir að svo stöddu. „Það er mikil vinna í gangi hjá mörgum stofnunum, meðal annars hérna á Íslandi, að skoða hvernig svona gæti verið útfært.“ Lykilatriði að fara hægt í að slaka á aðgerðum hérlendis Víðir sagði einnig að verið sé að leggja lokahönd á drög að afléttingu takmarkana í íslensku samfélagi, með tilliti til samkomubannsins sem verið hefur í gildi frá því um miðjan mars síðastliðinn. „Það er bara dagaspursmál í það að þessar afléttingar sem að við erum búin að boða 4. Maí verði kynntar. Það verður kynnt síðar í þessari viku,“ sagði Víðir. Þá komi í ljós hvernig starfsemi líkamsræktarstöðva, sundlauga og annarra almenningsstaða hvers starfsemi hefur verið stöðvuð vegna samkomubannsins verði háttað. Eins ítrekaði Víðir það sem Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur áður bent á, að lykilatriði sé að samfélagslegum takmörkunum vegna kórónuveirunnar sé aflétt hægt. Um það séu sérfræðingar heimsins sammála. „Það þarf að losa mjög hægt um þessar takmarkanir og sjá hvernig það kemur út áður en það er farið í næstu.“ Hann segir að þegar tölur yfir smit dag frá degi séu skoðaðar sé ljóst að smitum fækki um sjö til fjórtán dögum eftir að takmarkanir eru settar á. Það sé merki um að aðgerðirnar sem farið hefur verið í hafi borið tilætlaðan árangur. „Ef við ætlum að fara að létta þessu of hratt af þá fáum við bara aftur topp, sem þýðir aftur aukið álag á heilbrigðiskerfið sem ég held að engin okkar vilji standa frammi fyrir.“
Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Almannavarnir Mest lesið Halldór Blöndal er látinn Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Innlent Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent Fleiri fréttir Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Sjá meira