Flugáætlun Icelandair næstu þrjár vikur Vésteinn Örn Pétursson skrifar 12. apríl 2020 08:22 Icelandair hefur á undanförnum vikum þurft að draga saman seglin vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Vísir/Vilhelm Flugfélagið Icelandair birti í gær flugáætlun sína til og frá Íslandi næstu þrjár vikur. Dregið hefur verulega úr flugsamgöngum víða um heim síðustu vikur vegna útbreiðslu kórónuveirunnar en félagið flýgur farþegum aðeins til og frá þremur áfangastöðum. Um er að ræða borgirnar London í Bretlandi, Boston í Bandaríkjunum og Stokkhólm í Svíþjóð. Þetta kemur fram í Facebook-færslu utanríkisráðuneytisins sem birtist í gærkvöldi. Ljóst er að Icelandair hefur, líkt og mörg önnur flugfélög, þurft að gera viðamiklar breytingar á starfsemi sinni í ljósi þeirra aðstæðna sem nú eru uppi vegna kórónuveirunnar. Hafa mörg ríki gefið út ferðaviðvaranir eða heft ferðalög inn og út fyrir landamæri sín. Samkvæmt vefsíðu Icelandair byggir leiðakerfi félagsins öllu jöfnu á ferðum til 40 borga. 24 þessara borga eru í Evrópu, en 16 í Norður-Ameríku. Í svari ráðuneytisins við fyrirspurn í athugasemd við færsluna kemur fram að engar ferðir til eða frá Kaupmannahöfn séu á dagskrá. Fyrrgreindar flugferðir séu eina farþegaflugið sem fyrirhugað er hjá félaginu næstu þrjár vikur. Hér að neðan má sjá færslu ráðuneytisins. Uppfært klukkan 11:10Fréttastofu hefur borist ábending um að útgefin flugáætlun Icelandair er uppfærð dag frá degi vegna Covid-19 og óvissa er um þróun hennar næstu vikurnar. Farþegar sem eiga bókað flug verða upplýsitir um leið og breytingar eru gerðar á bókunum þeirra. Rétta flugáætlun er alltaf hægt að finna á vefsíðu Icelandair. Flugáætlun Icelandair til og frá næstu þrjár vikur: Boston BOS: 15., 16., 18., 23., 25., 30. apríl og 2....Posted by Utanríkisráðuneytið - utanríkisþjónusta Íslands on Saturday, 11 April 2020 Icelandair Fréttir af flugi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Segir Grænland ekki falt Erlent Fleiri fréttir Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Sjá meira
Flugfélagið Icelandair birti í gær flugáætlun sína til og frá Íslandi næstu þrjár vikur. Dregið hefur verulega úr flugsamgöngum víða um heim síðustu vikur vegna útbreiðslu kórónuveirunnar en félagið flýgur farþegum aðeins til og frá þremur áfangastöðum. Um er að ræða borgirnar London í Bretlandi, Boston í Bandaríkjunum og Stokkhólm í Svíþjóð. Þetta kemur fram í Facebook-færslu utanríkisráðuneytisins sem birtist í gærkvöldi. Ljóst er að Icelandair hefur, líkt og mörg önnur flugfélög, þurft að gera viðamiklar breytingar á starfsemi sinni í ljósi þeirra aðstæðna sem nú eru uppi vegna kórónuveirunnar. Hafa mörg ríki gefið út ferðaviðvaranir eða heft ferðalög inn og út fyrir landamæri sín. Samkvæmt vefsíðu Icelandair byggir leiðakerfi félagsins öllu jöfnu á ferðum til 40 borga. 24 þessara borga eru í Evrópu, en 16 í Norður-Ameríku. Í svari ráðuneytisins við fyrirspurn í athugasemd við færsluna kemur fram að engar ferðir til eða frá Kaupmannahöfn séu á dagskrá. Fyrrgreindar flugferðir séu eina farþegaflugið sem fyrirhugað er hjá félaginu næstu þrjár vikur. Hér að neðan má sjá færslu ráðuneytisins. Uppfært klukkan 11:10Fréttastofu hefur borist ábending um að útgefin flugáætlun Icelandair er uppfærð dag frá degi vegna Covid-19 og óvissa er um þróun hennar næstu vikurnar. Farþegar sem eiga bókað flug verða upplýsitir um leið og breytingar eru gerðar á bókunum þeirra. Rétta flugáætlun er alltaf hægt að finna á vefsíðu Icelandair. Flugáætlun Icelandair til og frá næstu þrjár vikur: Boston BOS: 15., 16., 18., 23., 25., 30. apríl og 2....Posted by Utanríkisráðuneytið - utanríkisþjónusta Íslands on Saturday, 11 April 2020
Icelandair Fréttir af flugi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Segir Grænland ekki falt Erlent Fleiri fréttir Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Sjá meira