Nýtt tilfelli ebóla staðfest í Austur-Kongó Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 11. apríl 2020 13:02 Ebólafaraldurinn hefur leikið Austur-Kongó grátt frá því í ágúst 2018 þegar faraldurinn braust þar út. EPA/HUGH KINSELLA CUNNINGHAM Aðeins tveimur dögum áður en Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) hefði formlega tilkynnt endalok ebólafaraldursins í Austur-Kongó og 52 dögum eftir að nýjasta tilfelli veirusmits var tilkynnt, greindi Tedros Ghebreyesus, aðalframkvæmdastjóri WHO, frá nýju tilfelli veirunnar. Fréttirnar komu mörgum í opna skjöldu og þýða að faraldurinn muni standa yfir í minnst tvo mánuði til viðbótar áður en heilbrigðisstarfsmenn geta verið vissir um að niðurlögum veirunnar hafi verið ráðið. Faraldurinn, sem hófst í ágúst 2018, hefur dregið meira en 2.200 manns til dauða. „Fréttirnar komu aðeins tveimur dögum fyrir endalok veirunnar, þetta þykir okkur afar sorglegt,“ sagði Marie Roseline Belizaire, sem fer fyrir ebóla-deild Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar. „Við erum enn í viðbragðsstöðu. Og við munum vera það þar til yfirlíkur.“ Faraldurinn er sá tíundi sinnar tegundar í Kongó og er hann sá annar versti sem hefur riðið yfir landið. Hann fylgir fast á hæla ebólafaraldursins sem reið yfir Gíneu, Síerra Leóne og Líberíu á árunum 2013-2016. Tilfellið sem tilkynnt var á föstudag er 26 ára gamall maður í Bení, hundruð þúsunda manna borg í Austur-Kongó, sem hefur farið hvað verst út úr faraldrinum. Síðar á föstudag tilkynntu kongósk yfirvöld að maðurinn hafi látist. Ebóla er sérstaklega skæð veira og hafa nærri tveir af hverjum þremur sem smitast hafa af henni látist í þessum faraldri. Erfitt hefur reynst að bregðast við veirunni vegna átaka í Austur-Kongó sem hafa geisað samhliða faraldrinum og hafa árásir á heilbrigðisstarfsmenn verið tíðar. Í Kongó hafa 215 tilfelli af kórónuveirunni verið staðfest og lítill hluti þeirra hefur verið í héraðinu Norður Kívú, þar sem ebólafaraldurinn hefur verið hvað verstur. Þá hefur skæðasti yfirstandandi mislingafaraldur í heiminum leikið Austur-Kongó grátt og hafa meira en 6.000 manns látið lífið af sökum hans síðasta árið. Samkvæmt Belizaire taka heilbrigðisstarfsmenn á vegum Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar um 200 sýni á dag á bæði lifandi og látnum einstaklingum sem taldir eru vera smitaðir af ebóla. Þá sagði hún að teymi hennar fái minnst 5.000 tilkynningar á dag, sem sendar eru þegar sjúklingar sýna einkenni ebóla. Einkennin eru meðal annars hár hiti, blæðingar, uppköst og niðurgangur. Þessi einkenni geta einnig verið einkenni mislinga, malaríu og margra annarra sjúkdóma. Ebóla Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Austur-Kongó Tengdar fréttir Ebólaveiran búin að stökkbreytast Vísindamenn sem fylgjast með útbreiðslu ebóluveirunnar í Gíneu segja að veiran hafi nú stökkbreyst. 29. janúar 2015 09:59 Ferðabann vegna Ebólafaraldursins Yfirvöld í Kenýa hafa sent frá sér tilkynningu þess efnis að ferðamönnum frá Líberíu, Gíneu og Síerra Leone verði bannað að koma inn í landið vegna Ebólafaraldursins. 16. ágúst 2014 19:02 Skorað á WHO að útvega Afríku ebólalyf Sérfræðingar segja að til séu nokkur mismunandi lyf og bóluefni sem hægt væri að nota til þess að berjast gegn þessum illskeytta sjúkdómi. 6. ágúst 2014 22:34 Mest lesið Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Erlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Innlent Segir Hitler-samanburð þreyttan Erlent Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Innlent Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Innlent Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum Erlent Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Innlent Fleiri fréttir Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum Tíu látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Sjá meira
Aðeins tveimur dögum áður en Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) hefði formlega tilkynnt endalok ebólafaraldursins í Austur-Kongó og 52 dögum eftir að nýjasta tilfelli veirusmits var tilkynnt, greindi Tedros Ghebreyesus, aðalframkvæmdastjóri WHO, frá nýju tilfelli veirunnar. Fréttirnar komu mörgum í opna skjöldu og þýða að faraldurinn muni standa yfir í minnst tvo mánuði til viðbótar áður en heilbrigðisstarfsmenn geta verið vissir um að niðurlögum veirunnar hafi verið ráðið. Faraldurinn, sem hófst í ágúst 2018, hefur dregið meira en 2.200 manns til dauða. „Fréttirnar komu aðeins tveimur dögum fyrir endalok veirunnar, þetta þykir okkur afar sorglegt,“ sagði Marie Roseline Belizaire, sem fer fyrir ebóla-deild Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar. „Við erum enn í viðbragðsstöðu. Og við munum vera það þar til yfirlíkur.“ Faraldurinn er sá tíundi sinnar tegundar í Kongó og er hann sá annar versti sem hefur riðið yfir landið. Hann fylgir fast á hæla ebólafaraldursins sem reið yfir Gíneu, Síerra Leóne og Líberíu á árunum 2013-2016. Tilfellið sem tilkynnt var á föstudag er 26 ára gamall maður í Bení, hundruð þúsunda manna borg í Austur-Kongó, sem hefur farið hvað verst út úr faraldrinum. Síðar á föstudag tilkynntu kongósk yfirvöld að maðurinn hafi látist. Ebóla er sérstaklega skæð veira og hafa nærri tveir af hverjum þremur sem smitast hafa af henni látist í þessum faraldri. Erfitt hefur reynst að bregðast við veirunni vegna átaka í Austur-Kongó sem hafa geisað samhliða faraldrinum og hafa árásir á heilbrigðisstarfsmenn verið tíðar. Í Kongó hafa 215 tilfelli af kórónuveirunni verið staðfest og lítill hluti þeirra hefur verið í héraðinu Norður Kívú, þar sem ebólafaraldurinn hefur verið hvað verstur. Þá hefur skæðasti yfirstandandi mislingafaraldur í heiminum leikið Austur-Kongó grátt og hafa meira en 6.000 manns látið lífið af sökum hans síðasta árið. Samkvæmt Belizaire taka heilbrigðisstarfsmenn á vegum Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar um 200 sýni á dag á bæði lifandi og látnum einstaklingum sem taldir eru vera smitaðir af ebóla. Þá sagði hún að teymi hennar fái minnst 5.000 tilkynningar á dag, sem sendar eru þegar sjúklingar sýna einkenni ebóla. Einkennin eru meðal annars hár hiti, blæðingar, uppköst og niðurgangur. Þessi einkenni geta einnig verið einkenni mislinga, malaríu og margra annarra sjúkdóma.
Ebóla Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Austur-Kongó Tengdar fréttir Ebólaveiran búin að stökkbreytast Vísindamenn sem fylgjast með útbreiðslu ebóluveirunnar í Gíneu segja að veiran hafi nú stökkbreyst. 29. janúar 2015 09:59 Ferðabann vegna Ebólafaraldursins Yfirvöld í Kenýa hafa sent frá sér tilkynningu þess efnis að ferðamönnum frá Líberíu, Gíneu og Síerra Leone verði bannað að koma inn í landið vegna Ebólafaraldursins. 16. ágúst 2014 19:02 Skorað á WHO að útvega Afríku ebólalyf Sérfræðingar segja að til séu nokkur mismunandi lyf og bóluefni sem hægt væri að nota til þess að berjast gegn þessum illskeytta sjúkdómi. 6. ágúst 2014 22:34 Mest lesið Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Erlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Innlent Segir Hitler-samanburð þreyttan Erlent Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Innlent Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Innlent Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum Erlent Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Innlent Fleiri fréttir Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum Tíu látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Sjá meira
Ebólaveiran búin að stökkbreytast Vísindamenn sem fylgjast með útbreiðslu ebóluveirunnar í Gíneu segja að veiran hafi nú stökkbreyst. 29. janúar 2015 09:59
Ferðabann vegna Ebólafaraldursins Yfirvöld í Kenýa hafa sent frá sér tilkynningu þess efnis að ferðamönnum frá Líberíu, Gíneu og Síerra Leone verði bannað að koma inn í landið vegna Ebólafaraldursins. 16. ágúst 2014 19:02
Skorað á WHO að útvega Afríku ebólalyf Sérfræðingar segja að til séu nokkur mismunandi lyf og bóluefni sem hægt væri að nota til þess að berjast gegn þessum illskeytta sjúkdómi. 6. ágúst 2014 22:34
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Innlent
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Innlent