Selja aðgöngumiða á leiki í Hvíta-Rússlandi út um allan heim og setja gínur í stúkuna Arnar Geir Halldórsson skrifar 11. apríl 2020 12:00 Úr stúkunni á bikarleik Dynao Brest í miðri viku. Dynamo Brest Hvergi er spilaður fótbolti í efstu deild í Evrópu þessa dagana vegna kórónuveirufaraldursins nema í Hvíta-Rússlandi þar sem boltinn rúllar á fullu og hefur deildin þar í landi aldrei fengið jafn mikla athygli utan Hvíta-Rússlands enda hvít-rússneskur fótbolti ekki hátt skrifaður öllu jafnan. Kórónaveiran er engu að síður farin að láta á sér kræla í Hvíta-Rússlandi eins og annars staðar og hefur áhorfendum á leiki snarfækkað að undanförnu. Hins vegar hefur áhorf á deildina í sjónvarpi aukist verulega og munar þar mest um fótboltaþyrsta áhorfendur hvaðanæva úr heiminum. Meistaralið Dynamo Brest hefur brugðið á það ráð að selja þessum nýja áhorfendahópi miða á heimaleiki sína og setja í staðinn upp gínur með myndum af viðkomandi í stúkuna. « - » - « » ( )!First virtual fans at the match Dynamo Brest vs Shakhter (Soligorsk)! #fcdb1960https://t.co/p8Mp7AwKhL— FC Dynamo Brest (@dynamobrest) April 8, 2020 „Með þessum hætti getur sá sem er að horfa á leikinn í sjónvarpi séð sjálfan sig í stúkunni. Við erum ekki að reyna að fylla stúkuna með þessu og við skiljum að stuðningsmenn okkar mæti ekki lengur á leikina. Við viljum reyna að gera gott úr þessu með skemmtilegum hugmyndum,“ sagði Vladimir Machulsky, fjölmiðlafulltrúi Dynamo Brest. Alls keyptu 12 manns þessi sýndarsæti ef svo má segja í fyrstu tilraun þegar Dynamo mætti Shakhter Soligorsk í bikarnum í miðri viku og komu áhorfendurnir frá sex mismunandi löndum, meðal annars frá Bandaríkjunum og Kanada. Hvíta-Rússland Mest lesið „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Handbolti Torsóttur sigur toppliðsins Fótbolti „Alltaf óþolandi að klikka“ Handbolti Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Enski boltinn Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Fótbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Fleiri fréttir Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Forseta FIFA boðið á innsetningu Donald Trump Solskjær: Lét mig vinna launalaust Þróttur fær aðra úr Árbænum Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Mbappé með slæmar fréttir fyrir mótherja Real Madrid Arnar fer með Ísland til Skotlands Sölvi tekinn við Víkingum með Viktor og Aron til aðstoðar Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Elísabet tekin við Belgum Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Sjá meira
Hvergi er spilaður fótbolti í efstu deild í Evrópu þessa dagana vegna kórónuveirufaraldursins nema í Hvíta-Rússlandi þar sem boltinn rúllar á fullu og hefur deildin þar í landi aldrei fengið jafn mikla athygli utan Hvíta-Rússlands enda hvít-rússneskur fótbolti ekki hátt skrifaður öllu jafnan. Kórónaveiran er engu að síður farin að láta á sér kræla í Hvíta-Rússlandi eins og annars staðar og hefur áhorfendum á leiki snarfækkað að undanförnu. Hins vegar hefur áhorf á deildina í sjónvarpi aukist verulega og munar þar mest um fótboltaþyrsta áhorfendur hvaðanæva úr heiminum. Meistaralið Dynamo Brest hefur brugðið á það ráð að selja þessum nýja áhorfendahópi miða á heimaleiki sína og setja í staðinn upp gínur með myndum af viðkomandi í stúkuna. « - » - « » ( )!First virtual fans at the match Dynamo Brest vs Shakhter (Soligorsk)! #fcdb1960https://t.co/p8Mp7AwKhL— FC Dynamo Brest (@dynamobrest) April 8, 2020 „Með þessum hætti getur sá sem er að horfa á leikinn í sjónvarpi séð sjálfan sig í stúkunni. Við erum ekki að reyna að fylla stúkuna með þessu og við skiljum að stuðningsmenn okkar mæti ekki lengur á leikina. Við viljum reyna að gera gott úr þessu með skemmtilegum hugmyndum,“ sagði Vladimir Machulsky, fjölmiðlafulltrúi Dynamo Brest. Alls keyptu 12 manns þessi sýndarsæti ef svo má segja í fyrstu tilraun þegar Dynamo mætti Shakhter Soligorsk í bikarnum í miðri viku og komu áhorfendurnir frá sex mismunandi löndum, meðal annars frá Bandaríkjunum og Kanada.
Hvíta-Rússland Mest lesið „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Handbolti Torsóttur sigur toppliðsins Fótbolti „Alltaf óþolandi að klikka“ Handbolti Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Enski boltinn Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Fótbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Fleiri fréttir Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Forseta FIFA boðið á innsetningu Donald Trump Solskjær: Lét mig vinna launalaust Þróttur fær aðra úr Árbænum Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Mbappé með slæmar fréttir fyrir mótherja Real Madrid Arnar fer með Ísland til Skotlands Sölvi tekinn við Víkingum með Viktor og Aron til aðstoðar Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Elísabet tekin við Belgum Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Sjá meira
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti