Selja aðgöngumiða á leiki í Hvíta-Rússlandi út um allan heim og setja gínur í stúkuna Arnar Geir Halldórsson skrifar 11. apríl 2020 12:00 Úr stúkunni á bikarleik Dynao Brest í miðri viku. Dynamo Brest Hvergi er spilaður fótbolti í efstu deild í Evrópu þessa dagana vegna kórónuveirufaraldursins nema í Hvíta-Rússlandi þar sem boltinn rúllar á fullu og hefur deildin þar í landi aldrei fengið jafn mikla athygli utan Hvíta-Rússlands enda hvít-rússneskur fótbolti ekki hátt skrifaður öllu jafnan. Kórónaveiran er engu að síður farin að láta á sér kræla í Hvíta-Rússlandi eins og annars staðar og hefur áhorfendum á leiki snarfækkað að undanförnu. Hins vegar hefur áhorf á deildina í sjónvarpi aukist verulega og munar þar mest um fótboltaþyrsta áhorfendur hvaðanæva úr heiminum. Meistaralið Dynamo Brest hefur brugðið á það ráð að selja þessum nýja áhorfendahópi miða á heimaleiki sína og setja í staðinn upp gínur með myndum af viðkomandi í stúkuna. « - » - « » ( )!First virtual fans at the match Dynamo Brest vs Shakhter (Soligorsk)! #fcdb1960https://t.co/p8Mp7AwKhL— FC Dynamo Brest (@dynamobrest) April 8, 2020 „Með þessum hætti getur sá sem er að horfa á leikinn í sjónvarpi séð sjálfan sig í stúkunni. Við erum ekki að reyna að fylla stúkuna með þessu og við skiljum að stuðningsmenn okkar mæti ekki lengur á leikina. Við viljum reyna að gera gott úr þessu með skemmtilegum hugmyndum,“ sagði Vladimir Machulsky, fjölmiðlafulltrúi Dynamo Brest. Alls keyptu 12 manns þessi sýndarsæti ef svo má segja í fyrstu tilraun þegar Dynamo mætti Shakhter Soligorsk í bikarnum í miðri viku og komu áhorfendurnir frá sex mismunandi löndum, meðal annars frá Bandaríkjunum og Kanada. Hvíta-Rússland Mest lesið Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Fótbolti Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Enski boltinn „Við erum ekki á góðum stað“ Íslenski boltinn „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Fótbolti Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sport Fleiri fréttir Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ Sjá meira
Hvergi er spilaður fótbolti í efstu deild í Evrópu þessa dagana vegna kórónuveirufaraldursins nema í Hvíta-Rússlandi þar sem boltinn rúllar á fullu og hefur deildin þar í landi aldrei fengið jafn mikla athygli utan Hvíta-Rússlands enda hvít-rússneskur fótbolti ekki hátt skrifaður öllu jafnan. Kórónaveiran er engu að síður farin að láta á sér kræla í Hvíta-Rússlandi eins og annars staðar og hefur áhorfendum á leiki snarfækkað að undanförnu. Hins vegar hefur áhorf á deildina í sjónvarpi aukist verulega og munar þar mest um fótboltaþyrsta áhorfendur hvaðanæva úr heiminum. Meistaralið Dynamo Brest hefur brugðið á það ráð að selja þessum nýja áhorfendahópi miða á heimaleiki sína og setja í staðinn upp gínur með myndum af viðkomandi í stúkuna. « - » - « » ( )!First virtual fans at the match Dynamo Brest vs Shakhter (Soligorsk)! #fcdb1960https://t.co/p8Mp7AwKhL— FC Dynamo Brest (@dynamobrest) April 8, 2020 „Með þessum hætti getur sá sem er að horfa á leikinn í sjónvarpi séð sjálfan sig í stúkunni. Við erum ekki að reyna að fylla stúkuna með þessu og við skiljum að stuðningsmenn okkar mæti ekki lengur á leikina. Við viljum reyna að gera gott úr þessu með skemmtilegum hugmyndum,“ sagði Vladimir Machulsky, fjölmiðlafulltrúi Dynamo Brest. Alls keyptu 12 manns þessi sýndarsæti ef svo má segja í fyrstu tilraun þegar Dynamo mætti Shakhter Soligorsk í bikarnum í miðri viku og komu áhorfendurnir frá sex mismunandi löndum, meðal annars frá Bandaríkjunum og Kanada.
Hvíta-Rússland Mest lesið Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Fótbolti Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Enski boltinn „Við erum ekki á góðum stað“ Íslenski boltinn „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Fótbolti Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sport Fleiri fréttir Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ Sjá meira