Tryggvi reyndi að semja við mótherja um að brjóta á sér svo að hann gæti bætt markametið Anton Ingi Leifsson skrifar 10. apríl 2020 18:00 Tryggvi kom víða við í gær. vísir/skjáskot Markavélin Tryggvi Guðmundsson segir að hann hafi reynt að semja við varnarmenn Leifturs að brjóta á sér í síðasta leik tímabilsins 1997 svo að hann gæti bætt markametið í efstu deild. Tryggvi á markametið yfir flest mörk skoruð í efstu deild á einu tímabili ásamt þeim Þórði Guðjónssyni, Pétri Péturssyni, Guðmundi Torfasyni og Andra Rúnari Bjarnasyni en allir gerðu þeir 19 mörk. Tryggvi var með fimmtán mörk fyrir leik gegn Keflavík þar sem hann fór á kostum en Tryggvi fór yfir þetta í Sportið í kvöld sem var sýnt í gærkvöldi. „Ég er bara með fimmtán mörk fyrir næst síðasta leikinn gegn Keflavík. Í sjálfu sér var ég ekki að hugsa um neitt markamet fyrr en ég er kominn með mark númer tvö og þrjú og ég held að ég hafi ekki gefið boltann það sem eftir lifði leiks til að ná í fjórða markið,“ sagði Tryggvi. „Svo förum við norður og spiluðum við Leiftur, oft kallað keyptur. Við þurfum að hvíla lykilmenn útaf síðari bikarúrslitaleiknum. Menn voru tæpir á spjöldum eins og Hlynur Stefánsson og Sigurvin Ólafsson sem voru lykilmenn í þessu liði.“ Tryggvi segir að hann hafi reynt allt sem hann gat til þess að bæta markametið og hann gekk það langt að hann reyndi að semja við leikmenn Leifturs. „Við áttum ekkert breik í þá og töpuðum þeim leik að mig minnir 3-1. Ég náði að skora og jafna metið. Það var eitthvað eftir af leiknum og ég byrjaði að semja við fyrrum félaga minn hjá KR, Daða Dervic, sem var þá fyrir norðan, að kippa mér niður svo ég fengi víti.“ „Hann sagði já ekkert mál og ég var alltaf utan í honum en hann gerði ekki neitt. Ég fékk ekki vítaspyrnuna,“ sagði Tryggvi og brosti. Klippa: Sportið í kvöld - Tryggvi um markametið Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Íslenski boltinn Sportið í kvöld Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Fótbolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Körfubolti Fleiri fréttir Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 „Auðvitað söknum við hennar“ Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Skelltu lærisveinum Alonso og ótrúlegt bikarævintýri heldur áfram Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Sjá meira
Markavélin Tryggvi Guðmundsson segir að hann hafi reynt að semja við varnarmenn Leifturs að brjóta á sér í síðasta leik tímabilsins 1997 svo að hann gæti bætt markametið í efstu deild. Tryggvi á markametið yfir flest mörk skoruð í efstu deild á einu tímabili ásamt þeim Þórði Guðjónssyni, Pétri Péturssyni, Guðmundi Torfasyni og Andra Rúnari Bjarnasyni en allir gerðu þeir 19 mörk. Tryggvi var með fimmtán mörk fyrir leik gegn Keflavík þar sem hann fór á kostum en Tryggvi fór yfir þetta í Sportið í kvöld sem var sýnt í gærkvöldi. „Ég er bara með fimmtán mörk fyrir næst síðasta leikinn gegn Keflavík. Í sjálfu sér var ég ekki að hugsa um neitt markamet fyrr en ég er kominn með mark númer tvö og þrjú og ég held að ég hafi ekki gefið boltann það sem eftir lifði leiks til að ná í fjórða markið,“ sagði Tryggvi. „Svo förum við norður og spiluðum við Leiftur, oft kallað keyptur. Við þurfum að hvíla lykilmenn útaf síðari bikarúrslitaleiknum. Menn voru tæpir á spjöldum eins og Hlynur Stefánsson og Sigurvin Ólafsson sem voru lykilmenn í þessu liði.“ Tryggvi segir að hann hafi reynt allt sem hann gat til þess að bæta markametið og hann gekk það langt að hann reyndi að semja við leikmenn Leifturs. „Við áttum ekkert breik í þá og töpuðum þeim leik að mig minnir 3-1. Ég náði að skora og jafna metið. Það var eitthvað eftir af leiknum og ég byrjaði að semja við fyrrum félaga minn hjá KR, Daða Dervic, sem var þá fyrir norðan, að kippa mér niður svo ég fengi víti.“ „Hann sagði já ekkert mál og ég var alltaf utan í honum en hann gerði ekki neitt. Ég fékk ekki vítaspyrnuna,“ sagði Tryggvi og brosti. Klippa: Sportið í kvöld - Tryggvi um markametið Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Íslenski boltinn Sportið í kvöld Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Fótbolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Körfubolti Fleiri fréttir Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 „Auðvitað söknum við hennar“ Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Skelltu lærisveinum Alonso og ótrúlegt bikarævintýri heldur áfram Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Sjá meira