Hefja almenna skimun fyrir veirunni á Ísafirði með pinnum frá Íslenskri erfðagreiningu Birgir Olgeirsson skrifar 9. apríl 2020 12:03 Skimunin hefst á Ísafirði eftir páska. Heilbrigðisstofnun Vestfjarða ætlar að hefja almenna skimun fyrir kórónuveirunni á Ísafirði eftir páska. Veirupinnar frá Íslenskri erfðagreiningu hafa verið sendir vestur. 54 eru smitaðir á Vestfjörðum, 321 í sóttkví. Af þeim eru 32 smitaðir í Bolungarvík og 242 í sóttkví. Í Ísafjarðarbæ eru 22 smitaðir og 80 í sóttkví. Tveir hafa náð bata í þessum byggðarlögum. Tveir hafa verið fluttir frá Bolungarvík á sjúkrahúsið á Akureyri. Þá er einn Covid-sjúklingur á sjúkrahúsinu á Ísafirði. Á hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík eru fjórir íbúar smitaðir og sex í sóttkví. Alls búa tíu á Bergi. Á starfsmenn Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða eru sýktir af kórónuveirunni, allir starfa þeir á Bergi. 22 starfsmenn á Bergi til viðbótar eru í sóttkví. Á landinu öllu hafa 1.616 greinst með veiruna og 4.195 í sóttkví. 30 nýsmit bættust við hópinn í gær en á sama tíma fjölgaði þeim sem hafa náð sér um 105. Sóttvarnalæknir sagði í gær að faraldurinn virtist hafa náð hámarki hér á landi en ekki væri tímabært að endurmeta aðgerðir. Spurður hvort faraldurinn hafi náð hámarki á Vestfjörðum svarar Gylfi Ólafsson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða, að ekki hafi verið lagt formlegt mat á það. Aðgerðastjórn almannavarna Vestfjörðum mun hittast á helginni. Mún hún leggja mat á faraldurinn og hvort tilefni sé til að endurmeta aðgerðirnar. Ekki mega fleiri en fimm koma saman á Norðanverðum Vestjförðum og skólar lokaðir. Eftir páska verður hins vegar byrjað að skima fyrir veirunni meðal almennings á Ísafirði með veirupinnum frá Íslenskri erfðagreiningu. „Við ætlum að nota páskahelgina til að undirbúa það, byrjum á Ísafirði og í kjölfarið förum við til Patreksfjarðar til að skima meðal almennings,“ segir Gylfi Ólafsson. Á sunnanverðum Vestfjörðum hefur enginn greinst með veiruna, þess vegna verður skimað síðar á Patreksfirði. Gylfi segir ró vera að færast á ástandið á norðanverðum Vestfjörðum. „Það hefur verið að koma svona smá ró á þetta, bætt og breytt verklag sem tengist því að annast fólkið sem er í sóttkví og einangrun, smitum fjölgar lítið eitt í fjórðungnum, það er lítið fréttnæmt þannig lagað, miðað við hvað hefur verið mikið að gerast, síðustu vikuna,“ segir Gylfi. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ísafjarðarbær Íslensk erfðagreining Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Fleiri fréttir Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sjá meira
Heilbrigðisstofnun Vestfjarða ætlar að hefja almenna skimun fyrir kórónuveirunni á Ísafirði eftir páska. Veirupinnar frá Íslenskri erfðagreiningu hafa verið sendir vestur. 54 eru smitaðir á Vestfjörðum, 321 í sóttkví. Af þeim eru 32 smitaðir í Bolungarvík og 242 í sóttkví. Í Ísafjarðarbæ eru 22 smitaðir og 80 í sóttkví. Tveir hafa náð bata í þessum byggðarlögum. Tveir hafa verið fluttir frá Bolungarvík á sjúkrahúsið á Akureyri. Þá er einn Covid-sjúklingur á sjúkrahúsinu á Ísafirði. Á hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík eru fjórir íbúar smitaðir og sex í sóttkví. Alls búa tíu á Bergi. Á starfsmenn Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða eru sýktir af kórónuveirunni, allir starfa þeir á Bergi. 22 starfsmenn á Bergi til viðbótar eru í sóttkví. Á landinu öllu hafa 1.616 greinst með veiruna og 4.195 í sóttkví. 30 nýsmit bættust við hópinn í gær en á sama tíma fjölgaði þeim sem hafa náð sér um 105. Sóttvarnalæknir sagði í gær að faraldurinn virtist hafa náð hámarki hér á landi en ekki væri tímabært að endurmeta aðgerðir. Spurður hvort faraldurinn hafi náð hámarki á Vestfjörðum svarar Gylfi Ólafsson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða, að ekki hafi verið lagt formlegt mat á það. Aðgerðastjórn almannavarna Vestfjörðum mun hittast á helginni. Mún hún leggja mat á faraldurinn og hvort tilefni sé til að endurmeta aðgerðirnar. Ekki mega fleiri en fimm koma saman á Norðanverðum Vestjförðum og skólar lokaðir. Eftir páska verður hins vegar byrjað að skima fyrir veirunni meðal almennings á Ísafirði með veirupinnum frá Íslenskri erfðagreiningu. „Við ætlum að nota páskahelgina til að undirbúa það, byrjum á Ísafirði og í kjölfarið förum við til Patreksfjarðar til að skima meðal almennings,“ segir Gylfi Ólafsson. Á sunnanverðum Vestfjörðum hefur enginn greinst með veiruna, þess vegna verður skimað síðar á Patreksfirði. Gylfi segir ró vera að færast á ástandið á norðanverðum Vestfjörðum. „Það hefur verið að koma svona smá ró á þetta, bætt og breytt verklag sem tengist því að annast fólkið sem er í sóttkví og einangrun, smitum fjölgar lítið eitt í fjórðungnum, það er lítið fréttnæmt þannig lagað, miðað við hvað hefur verið mikið að gerast, síðustu vikuna,“ segir Gylfi.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ísafjarðarbær Íslensk erfðagreining Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Fleiri fréttir Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sjá meira