Conte myndi engu breyta og segir ESB þurfa að taka sig á Andri Eysteinsson skrifar 9. apríl 2020 10:42 Giuseppe Conte, forsætisráðherra Ítalíu. Getty/Ivan Romano Evrópusambandið verður að aðstoða þau ríki sem verst hafa farið út úr kórónuveirufaraldrinum með samstilltu og nægilegu átaki sagði Giuseppe Conte, forsætisráðherra Ítalíu, í viðtali við BBC. Conte sagði ESB þurfa að stíga upp og takast á við það sem hann sagði vera mestu prófraunina frá seinni heimsstyrjöldinni. Ítalía hefur ásamt fleiri ríkjum óskað eftir því að öll Evrópusambandsríkin deili skuldum sínum vegna kórónuveirunnar, ekki eru öll ríkin þó sammála um aðgerðirnar, sér í lagi hafa Hollendingar lýst yfir andstöðu gegn tillögunni. Hægst hefur á útbreiðslu veirunnar á Ítalíu en landið var í nokkurn tíma það land þar sem flest smit höfðu greinst á heimsvísu. 139.422 tilfelli hafa greinst í landinu og hafa 17.669 látist. Einungis hafa fleiri látist í Bandaríkjunum en smit eru fleiri á Spáni auk Bandaríkjanna. Conte sagði þrátt fyrir að það væri að birta til ættu Ítalir ekki að slaka á. Boð og bönn ríkisstjórnarinnar vegna faraldursins verði ekki aflétt nema hægt og rólega. „Við þurfum að velja einhver svið sem geta hafið störf að nýju. Við gætum byrjað að slaka á aðgerðum í lok aprílmánaðar,“ sagði Conte. Conte hefur hlotið mikið lof fyrir störf sín vegna veirunnar en í nýrri könnun sögðust 71% ánægð með störf Conte sem forsætisráðherra. Þó var Conte gagnrýndur í byrjun faraldursins fyrir að hafa ekki lokað Langbarðalandi í heild sinni. „Ef við þyrftum að byrja aftur. Þá myndi ég gera allt eins. Stjórnkerfið á Ítalíu er allt annað en í Kína. Að okkar mati er það að brjóta á stjórnarskrárvörðum réttindum manna stórvægileg ákvörðun sem ekki má taka af rælni,“ sagði Conte. Ítalía Evrópusambandið Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Sjá meira
Evrópusambandið verður að aðstoða þau ríki sem verst hafa farið út úr kórónuveirufaraldrinum með samstilltu og nægilegu átaki sagði Giuseppe Conte, forsætisráðherra Ítalíu, í viðtali við BBC. Conte sagði ESB þurfa að stíga upp og takast á við það sem hann sagði vera mestu prófraunina frá seinni heimsstyrjöldinni. Ítalía hefur ásamt fleiri ríkjum óskað eftir því að öll Evrópusambandsríkin deili skuldum sínum vegna kórónuveirunnar, ekki eru öll ríkin þó sammála um aðgerðirnar, sér í lagi hafa Hollendingar lýst yfir andstöðu gegn tillögunni. Hægst hefur á útbreiðslu veirunnar á Ítalíu en landið var í nokkurn tíma það land þar sem flest smit höfðu greinst á heimsvísu. 139.422 tilfelli hafa greinst í landinu og hafa 17.669 látist. Einungis hafa fleiri látist í Bandaríkjunum en smit eru fleiri á Spáni auk Bandaríkjanna. Conte sagði þrátt fyrir að það væri að birta til ættu Ítalir ekki að slaka á. Boð og bönn ríkisstjórnarinnar vegna faraldursins verði ekki aflétt nema hægt og rólega. „Við þurfum að velja einhver svið sem geta hafið störf að nýju. Við gætum byrjað að slaka á aðgerðum í lok aprílmánaðar,“ sagði Conte. Conte hefur hlotið mikið lof fyrir störf sín vegna veirunnar en í nýrri könnun sögðust 71% ánægð með störf Conte sem forsætisráðherra. Þó var Conte gagnrýndur í byrjun faraldursins fyrir að hafa ekki lokað Langbarðalandi í heild sinni. „Ef við þyrftum að byrja aftur. Þá myndi ég gera allt eins. Stjórnkerfið á Ítalíu er allt annað en í Kína. Að okkar mati er það að brjóta á stjórnarskrárvörðum réttindum manna stórvægileg ákvörðun sem ekki má taka af rælni,“ sagði Conte.
Ítalía Evrópusambandið Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent