Conte myndi engu breyta og segir ESB þurfa að taka sig á Andri Eysteinsson skrifar 9. apríl 2020 10:42 Giuseppe Conte, forsætisráðherra Ítalíu. Getty/Ivan Romano Evrópusambandið verður að aðstoða þau ríki sem verst hafa farið út úr kórónuveirufaraldrinum með samstilltu og nægilegu átaki sagði Giuseppe Conte, forsætisráðherra Ítalíu, í viðtali við BBC. Conte sagði ESB þurfa að stíga upp og takast á við það sem hann sagði vera mestu prófraunina frá seinni heimsstyrjöldinni. Ítalía hefur ásamt fleiri ríkjum óskað eftir því að öll Evrópusambandsríkin deili skuldum sínum vegna kórónuveirunnar, ekki eru öll ríkin þó sammála um aðgerðirnar, sér í lagi hafa Hollendingar lýst yfir andstöðu gegn tillögunni. Hægst hefur á útbreiðslu veirunnar á Ítalíu en landið var í nokkurn tíma það land þar sem flest smit höfðu greinst á heimsvísu. 139.422 tilfelli hafa greinst í landinu og hafa 17.669 látist. Einungis hafa fleiri látist í Bandaríkjunum en smit eru fleiri á Spáni auk Bandaríkjanna. Conte sagði þrátt fyrir að það væri að birta til ættu Ítalir ekki að slaka á. Boð og bönn ríkisstjórnarinnar vegna faraldursins verði ekki aflétt nema hægt og rólega. „Við þurfum að velja einhver svið sem geta hafið störf að nýju. Við gætum byrjað að slaka á aðgerðum í lok aprílmánaðar,“ sagði Conte. Conte hefur hlotið mikið lof fyrir störf sín vegna veirunnar en í nýrri könnun sögðust 71% ánægð með störf Conte sem forsætisráðherra. Þó var Conte gagnrýndur í byrjun faraldursins fyrir að hafa ekki lokað Langbarðalandi í heild sinni. „Ef við þyrftum að byrja aftur. Þá myndi ég gera allt eins. Stjórnkerfið á Ítalíu er allt annað en í Kína. Að okkar mati er það að brjóta á stjórnarskrárvörðum réttindum manna stórvægileg ákvörðun sem ekki má taka af rælni,“ sagði Conte. Ítalía Evrópusambandið Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Evrópusambandið verður að aðstoða þau ríki sem verst hafa farið út úr kórónuveirufaraldrinum með samstilltu og nægilegu átaki sagði Giuseppe Conte, forsætisráðherra Ítalíu, í viðtali við BBC. Conte sagði ESB þurfa að stíga upp og takast á við það sem hann sagði vera mestu prófraunina frá seinni heimsstyrjöldinni. Ítalía hefur ásamt fleiri ríkjum óskað eftir því að öll Evrópusambandsríkin deili skuldum sínum vegna kórónuveirunnar, ekki eru öll ríkin þó sammála um aðgerðirnar, sér í lagi hafa Hollendingar lýst yfir andstöðu gegn tillögunni. Hægst hefur á útbreiðslu veirunnar á Ítalíu en landið var í nokkurn tíma það land þar sem flest smit höfðu greinst á heimsvísu. 139.422 tilfelli hafa greinst í landinu og hafa 17.669 látist. Einungis hafa fleiri látist í Bandaríkjunum en smit eru fleiri á Spáni auk Bandaríkjanna. Conte sagði þrátt fyrir að það væri að birta til ættu Ítalir ekki að slaka á. Boð og bönn ríkisstjórnarinnar vegna faraldursins verði ekki aflétt nema hægt og rólega. „Við þurfum að velja einhver svið sem geta hafið störf að nýju. Við gætum byrjað að slaka á aðgerðum í lok aprílmánaðar,“ sagði Conte. Conte hefur hlotið mikið lof fyrir störf sín vegna veirunnar en í nýrri könnun sögðust 71% ánægð með störf Conte sem forsætisráðherra. Þó var Conte gagnrýndur í byrjun faraldursins fyrir að hafa ekki lokað Langbarðalandi í heild sinni. „Ef við þyrftum að byrja aftur. Þá myndi ég gera allt eins. Stjórnkerfið á Ítalíu er allt annað en í Kína. Að okkar mati er það að brjóta á stjórnarskrárvörðum réttindum manna stórvægileg ákvörðun sem ekki má taka af rælni,“ sagði Conte.
Ítalía Evrópusambandið Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira