Fékk fyrirspurnir frá Danmörku og Íslandi en verður áfram hjá dönsku meisturunum Anton Ingi Leifsson skrifar 9. apríl 2020 10:00 Arnór Atlason reif upp Skype og ræddi við strákana í Sportinu í dag. Arnóri Atlasyni líður vel sem aðstoðarþjálfari Álaborgar í Danmörku og hugsar sér ekki til hreyfings. Hann fékk þó fyrirspurnir frá öðrum félögum í Danmörku sem og frá Íslandi. Álaborg varð krýndur danskur deildarmeistari á dögunum eftir að tímabilið var blásið af en liðið vann tvöfalt á síðasta ári. Gamla miðjumanninum líður vel hjá félaginu og kann vel við sig í þessu hlutverki. „Mér líkar þetta ótrúlega vel. Mér finnst þetta mjög skemmtilegt og er í rosa góðu sambandi við aðalþjálfarann. Við vinnum ótrúlega vel saman og mér finnst þetta þrælskemmtilegt og ætla að sjá hvert þetta leiðir,“ sagði Arnór en hann hefur verið eftirsóttur. „Það hafa komið fyrirspurnir hér í Danmörku og á Íslandi. Ég hugleiddi það mjög vel en var líka sannfærður um að mér líður mjög vel í mínu starfi hérna í Álaborg. Ég fæ mínum störfum fullnægt; fæ að taka mikið þátt í þessu og mjög ánægður með mitt starf þannig séð. Það eru ótrúlega spennandi tímar, til að mynda í Meistaradeildinni, og verðum aftur í henni á næsta ári. Þetta er flottur klúbbur og mér líður ótrúlega vel.“ Hann segir að hann verði hjá Álaborg í það minnsta eitt tímabil í viðbót. „Ég verð hérna út næsta tímabil. Ég er með samning eitt ár í viðbót og maður skoðar það sem kemur á þeim tímapunkti og tekur ákvörðun út frá því.“ Hann segir ekki útilokað að fjölskyldan flytjist búferlum heim til Íslands þegar fram líða stundir. „Ég veit það ekki. Það getur vel verið. Við eigum þrjú börn og auðvitað langar mann að gefa þeim tækifæri að alast upp á Íslandi og það var planið að koma heim en elsti strákurinn er kominn í áttunda bekk og við erum ekki enn kominn. Við ætlum ekki að ákveða eitt né neitt og það kemur bara í ljós.“ Klippa: Sportið í dag - Arnór verður áfam í Danmörku Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Danski handboltinn Sportið í dag Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Fótbolti Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Fótbolti Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Enski boltinn Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Körfubolti Spilaði með brotið bringubein í tvo mánuði Handbolti Fleiri fréttir „Aðeins öðruvísi en alltaf geggjað að hafa Katrínu með mér“ „Ég er með mikla orku“ Spilaði með brotið bringubein í tvo mánuði „Þær eru með frábæran línumann“ Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur „Þetta lítur verr út en þetta var“ Orri var flottur í Íslendingaslagnum Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Sjá meira
Arnóri Atlasyni líður vel sem aðstoðarþjálfari Álaborgar í Danmörku og hugsar sér ekki til hreyfings. Hann fékk þó fyrirspurnir frá öðrum félögum í Danmörku sem og frá Íslandi. Álaborg varð krýndur danskur deildarmeistari á dögunum eftir að tímabilið var blásið af en liðið vann tvöfalt á síðasta ári. Gamla miðjumanninum líður vel hjá félaginu og kann vel við sig í þessu hlutverki. „Mér líkar þetta ótrúlega vel. Mér finnst þetta mjög skemmtilegt og er í rosa góðu sambandi við aðalþjálfarann. Við vinnum ótrúlega vel saman og mér finnst þetta þrælskemmtilegt og ætla að sjá hvert þetta leiðir,“ sagði Arnór en hann hefur verið eftirsóttur. „Það hafa komið fyrirspurnir hér í Danmörku og á Íslandi. Ég hugleiddi það mjög vel en var líka sannfærður um að mér líður mjög vel í mínu starfi hérna í Álaborg. Ég fæ mínum störfum fullnægt; fæ að taka mikið þátt í þessu og mjög ánægður með mitt starf þannig séð. Það eru ótrúlega spennandi tímar, til að mynda í Meistaradeildinni, og verðum aftur í henni á næsta ári. Þetta er flottur klúbbur og mér líður ótrúlega vel.“ Hann segir að hann verði hjá Álaborg í það minnsta eitt tímabil í viðbót. „Ég verð hérna út næsta tímabil. Ég er með samning eitt ár í viðbót og maður skoðar það sem kemur á þeim tímapunkti og tekur ákvörðun út frá því.“ Hann segir ekki útilokað að fjölskyldan flytjist búferlum heim til Íslands þegar fram líða stundir. „Ég veit það ekki. Það getur vel verið. Við eigum þrjú börn og auðvitað langar mann að gefa þeim tækifæri að alast upp á Íslandi og það var planið að koma heim en elsti strákurinn er kominn í áttunda bekk og við erum ekki enn kominn. Við ætlum ekki að ákveða eitt né neitt og það kemur bara í ljós.“ Klippa: Sportið í dag - Arnór verður áfam í Danmörku Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Danski handboltinn Sportið í dag Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Fótbolti Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Fótbolti Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Enski boltinn Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Körfubolti Spilaði með brotið bringubein í tvo mánuði Handbolti Fleiri fréttir „Aðeins öðruvísi en alltaf geggjað að hafa Katrínu með mér“ „Ég er með mikla orku“ Spilaði með brotið bringubein í tvo mánuði „Þær eru með frábæran línumann“ Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur „Þetta lítur verr út en þetta var“ Orri var flottur í Íslendingaslagnum Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Sjá meira