Efaðist og hélt krísufundi í upphafi móts en er stoltur af sér og strákunum Anton Ingi Leifsson skrifar 8. apríl 2020 20:00 Snorri Steinn var á sínu þriðja tímabili með Val. vísir/daníel Snorri Steinn Guðjónsson þjálfari Vals segir að það sé svekkjandi fyrir liðið að tímabilið hafi verið blásið af enda var liðið komið á góðan stað í deildinni eftir vægast sagt brösulega byrjun. Valsmenn byrjuðu tímabilið skelfilega og voru við fallsætin þegar fimm umferðir voru búnar af mótinu. Síðan fór liðið á svakalegt flug og var komið á toppinn er deildin var blásin af á dögunum. Fyrrum landsliðsmaðurinn fór yfir tímabilið í Sportinu í dag. „Við getum ekkert verið að spá og spökulera í því hvað hefði gerst en það er alveg rétt að það var talað mikið um þessa blessuðu byrjun okkar og hún var erfið. Hún var léleg og við vorum ekki að vinna leiki. Það var þungt yfir þessu,“ sagði Snorri Steinn. „Við þurftum að halda krísufundi og það fór gríðarlega vinna og kraftur í að snúa þessu við. Ég er mjög stoltur af því; strákunum og mér sjálfum að hafa tekist það á þennan hátt. Við vorum komnir á frábæran stað og þetta leit vel út. Þess vegna er þetta svekkelsi fyrir okkur að þetta hafi verið blásið af, bæði deild og svo úrslitakeppnin sem og Evrópukeppnin.“ Þjálfarinn segir að hann hafi eðlilega spurt sig spurninga í upphafi móts þar sem gengið var skelfilegt. Þó að sigrarnir hafi byrjað að koma hafi líðan ekkert verið mikið betri heldur. „Ég held að það sé eðlilegt sem íþróttamaður og sem þjálfari líka að þú efast alveg. Þegar hlutirnir eru ekki að ganga upp nokkra leiki í röð þá fer maður klárlega að spyrja sjálfan sig hvort að maður sé ekki að gera eitthvað rangt. Ég svaf ekkert alltaf eins og engill á þessum tíma.“ „Þegar við fórum að vinna þá vorum við bara komnir í það slæm mál að einn eða tveir sigurleikir gerðu ekkert rosalega mikið fyrir okkur í töflunni. Þegar þetta fór að mjatla og þeir bættust ofan á hvorn annan sigurleikirnir þá fann maður á strákunum að þetta fór að rúlla,“ sagði Snorri. Klippa: Sportið í kvöld - Snorri Steinn efaðist Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Olís-deild karla Sportið í dag Mest lesið Brenndi á sér hendina áður en hann kýldi í borðið Sport Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Enski boltinn „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ Sjá meira
Snorri Steinn Guðjónsson þjálfari Vals segir að það sé svekkjandi fyrir liðið að tímabilið hafi verið blásið af enda var liðið komið á góðan stað í deildinni eftir vægast sagt brösulega byrjun. Valsmenn byrjuðu tímabilið skelfilega og voru við fallsætin þegar fimm umferðir voru búnar af mótinu. Síðan fór liðið á svakalegt flug og var komið á toppinn er deildin var blásin af á dögunum. Fyrrum landsliðsmaðurinn fór yfir tímabilið í Sportinu í dag. „Við getum ekkert verið að spá og spökulera í því hvað hefði gerst en það er alveg rétt að það var talað mikið um þessa blessuðu byrjun okkar og hún var erfið. Hún var léleg og við vorum ekki að vinna leiki. Það var þungt yfir þessu,“ sagði Snorri Steinn. „Við þurftum að halda krísufundi og það fór gríðarlega vinna og kraftur í að snúa þessu við. Ég er mjög stoltur af því; strákunum og mér sjálfum að hafa tekist það á þennan hátt. Við vorum komnir á frábæran stað og þetta leit vel út. Þess vegna er þetta svekkelsi fyrir okkur að þetta hafi verið blásið af, bæði deild og svo úrslitakeppnin sem og Evrópukeppnin.“ Þjálfarinn segir að hann hafi eðlilega spurt sig spurninga í upphafi móts þar sem gengið var skelfilegt. Þó að sigrarnir hafi byrjað að koma hafi líðan ekkert verið mikið betri heldur. „Ég held að það sé eðlilegt sem íþróttamaður og sem þjálfari líka að þú efast alveg. Þegar hlutirnir eru ekki að ganga upp nokkra leiki í röð þá fer maður klárlega að spyrja sjálfan sig hvort að maður sé ekki að gera eitthvað rangt. Ég svaf ekkert alltaf eins og engill á þessum tíma.“ „Þegar við fórum að vinna þá vorum við bara komnir í það slæm mál að einn eða tveir sigurleikir gerðu ekkert rosalega mikið fyrir okkur í töflunni. Þegar þetta fór að mjatla og þeir bættust ofan á hvorn annan sigurleikirnir þá fann maður á strákunum að þetta fór að rúlla,“ sagði Snorri. Klippa: Sportið í kvöld - Snorri Steinn efaðist Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Olís-deild karla Sportið í dag Mest lesið Brenndi á sér hendina áður en hann kýldi í borðið Sport Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Enski boltinn „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ Sjá meira