Gætu bannað komur skemmtiferðaskipa eða takmarkað komu farþega Kjartan Kjartansson skrifar 8. apríl 2020 15:25 Skemmtiferðaskipið Celebrity Reflection í Sundahöfn þegar betur áraði í heiminum. Vísir/Vilhelm Til skoðunar er hvort að banna eigi komur skemmtiferðaskipa til landsins eða setja takmarkanir á hvaða farþegar geta komið í land til að fyrirbyggja að kórónuveirusmit berist hingað til lands með þeim, að sögn Þórólfs Guðnasonar, sóttvarnalæknis. Ferðamennska til Íslands hefur nær stöðvast vegna kórónuveiruheimsfaraldursins og viðbragða ríkja heims til þess að hefta útbreiðslu hans. Millilandaflug liggur að mestu leyti niðri en 163 skemmtiferðaskip eru enn væntanleg til landsins þrátt fyrir að á þriðja tug annarra hafi afbókað sig. Í Færeyjum, þar sem faraldurinn er ekki lengur talinn í virkri útbreiðslu, hafa yfirvöld sett alla komufarþega í sóttkví, innlenda sem erlenda. Þórólfur var spurður að því á daglegum upplýsingafundi almannavarna hvort að hér stæði til að fara þessa „færeysku leið“ með skemmtiferðaskipin. „Við erum að hugsa um að fara íslensku leiðina á þetta. Hún er í skoðun og það eru bara ákveðnar aðgerðir,“ sagði Þórólfur. Ekki væru margar útfærslur um hvernig eigi að forðast smit frá skemmtiferðaskipum í boði. Vali stæði á milli þess að banna komu skipanna til landsins, banna farþegum að koma í land eða setja einhvers konar takmarkanir á því hverjir geta komið í land. „Það eru ekki margir aðrir möguleikar og við erum bara með allt þetta í skoðun,“ sagði Þórólfur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Vinnuslys í bakaríi Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Fleiri fréttir Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Sjá meira
Til skoðunar er hvort að banna eigi komur skemmtiferðaskipa til landsins eða setja takmarkanir á hvaða farþegar geta komið í land til að fyrirbyggja að kórónuveirusmit berist hingað til lands með þeim, að sögn Þórólfs Guðnasonar, sóttvarnalæknis. Ferðamennska til Íslands hefur nær stöðvast vegna kórónuveiruheimsfaraldursins og viðbragða ríkja heims til þess að hefta útbreiðslu hans. Millilandaflug liggur að mestu leyti niðri en 163 skemmtiferðaskip eru enn væntanleg til landsins þrátt fyrir að á þriðja tug annarra hafi afbókað sig. Í Færeyjum, þar sem faraldurinn er ekki lengur talinn í virkri útbreiðslu, hafa yfirvöld sett alla komufarþega í sóttkví, innlenda sem erlenda. Þórólfur var spurður að því á daglegum upplýsingafundi almannavarna hvort að hér stæði til að fara þessa „færeysku leið“ með skemmtiferðaskipin. „Við erum að hugsa um að fara íslensku leiðina á þetta. Hún er í skoðun og það eru bara ákveðnar aðgerðir,“ sagði Þórólfur. Ekki væru margar útfærslur um hvernig eigi að forðast smit frá skemmtiferðaskipum í boði. Vali stæði á milli þess að banna komu skipanna til landsins, banna farþegum að koma í land eða setja einhvers konar takmarkanir á því hverjir geta komið í land. „Það eru ekki margir aðrir möguleikar og við erum bara með allt þetta í skoðun,“ sagði Þórólfur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Vinnuslys í bakaríi Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Fleiri fréttir Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Sjá meira