Launahækkanir ráðamanna með ólíkindum á tímum verkfalla og kórónuveiru Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 8. apríl 2020 12:14 Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. Vísir/vilhelm Formaður Eflingar segir launahækkanir ráðamanna sýna fram á fáránleika þeirrar beiðni stjórnvalda að allir standi saman á tímum kórónuveiru. Hluti þjóðarinnar fái hækkun á ofurlaunum á meðan meirihlutinn sjái fram á atvinnuleysi, launalækkanir og erfiðari aðstæður í starfi. Laun forsætisráðherra hækkuðu um tæpar 130 þúsund krónur í janúar á þessu ári. Ráðherrar og ráðuneytisstjórar fengu vel ríflega hundrað þúsund króna launahækkun og þingmenn rétt tæpar sjötíu þúsund krónur. Laun þessa fólks eru rétt tæplega og rétt yfir tvær milljónir króna á mánuði. Sjá: Þingmenn, ráðherrar og ráðuneytisstjórar fengu rausnarlega launahækkun Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir þessar launahækkanir með ólíkindum. „En ég verð samt að segja að á einhvern hátt kemur þetta ekki sérstaklega á óvart. Við náttúrulega búum í samfélagi þar sem stéttaskiptingu og misskiptingu er viðhaldið með mjög markvissum hætti og þetta fólk sem lifir og starfar undir verndarvæng hins opinbera er í þeirri stöðu að þurfa aldrei að berjast fyrir einu né neinu, fá bara þessar hækkanir automatískt til sín eins og þau eigi endalausa heimtingu á því að graðka til sín meira og meira. Sólveig Anna bendir á að á sama tíma sé hennar fólk að starfa innan sama kerfis sem geti þó ekki tryggt þeim mannsæmandi laun. „Við erum til dæmis með ósamið enn þá við stóran hóp hjá sveitarfélögunum. Fólk sem er sannarlega að gegna undirstöðustörfum í samfélaginu og þar hefur svokölluðum lífskjarasamningi verið beitt sem vopni gegn því fólki til að koma í veg fyrir að þau fái hófstillta leiðréttingu á sínum kjörum og svo á sama tíma er þetta í gangi.“ Hluti þjóðar fær milljónir og hluti fær atvinnuleysi Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði, í samtali við fréttastofu í gær, að ef svartsýnustu spár gangi eftir stefni í mesta samdrátt hér á landi í heila öld vegna kórónuveirufaraldursins. Sólveig Anna segir þessar launahækkanir sýna fram á hversu fáránleg sú krafa að biðla til fólks að standa saman á þessum tímum sé í efnahagslegu tilliti. „Hvað þýðir það þá á endanum að við stöndum öll saman? Þar sem að hluti af okkur fær endalausar milljónir til sín og hluti af okkur sér fram á atvinnuleysi, skertar tekjur, erfiðari vinnuaðstæður - og bara það að markvisst sé viðhaldið hér grimmilegri, samræmdri láglaunastefnu.“ Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kjaramál Alþingi Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Fleiri fréttir Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni Sjá meira
Formaður Eflingar segir launahækkanir ráðamanna sýna fram á fáránleika þeirrar beiðni stjórnvalda að allir standi saman á tímum kórónuveiru. Hluti þjóðarinnar fái hækkun á ofurlaunum á meðan meirihlutinn sjái fram á atvinnuleysi, launalækkanir og erfiðari aðstæður í starfi. Laun forsætisráðherra hækkuðu um tæpar 130 þúsund krónur í janúar á þessu ári. Ráðherrar og ráðuneytisstjórar fengu vel ríflega hundrað þúsund króna launahækkun og þingmenn rétt tæpar sjötíu þúsund krónur. Laun þessa fólks eru rétt tæplega og rétt yfir tvær milljónir króna á mánuði. Sjá: Þingmenn, ráðherrar og ráðuneytisstjórar fengu rausnarlega launahækkun Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir þessar launahækkanir með ólíkindum. „En ég verð samt að segja að á einhvern hátt kemur þetta ekki sérstaklega á óvart. Við náttúrulega búum í samfélagi þar sem stéttaskiptingu og misskiptingu er viðhaldið með mjög markvissum hætti og þetta fólk sem lifir og starfar undir verndarvæng hins opinbera er í þeirri stöðu að þurfa aldrei að berjast fyrir einu né neinu, fá bara þessar hækkanir automatískt til sín eins og þau eigi endalausa heimtingu á því að graðka til sín meira og meira. Sólveig Anna bendir á að á sama tíma sé hennar fólk að starfa innan sama kerfis sem geti þó ekki tryggt þeim mannsæmandi laun. „Við erum til dæmis með ósamið enn þá við stóran hóp hjá sveitarfélögunum. Fólk sem er sannarlega að gegna undirstöðustörfum í samfélaginu og þar hefur svokölluðum lífskjarasamningi verið beitt sem vopni gegn því fólki til að koma í veg fyrir að þau fái hófstillta leiðréttingu á sínum kjörum og svo á sama tíma er þetta í gangi.“ Hluti þjóðar fær milljónir og hluti fær atvinnuleysi Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði, í samtali við fréttastofu í gær, að ef svartsýnustu spár gangi eftir stefni í mesta samdrátt hér á landi í heila öld vegna kórónuveirufaraldursins. Sólveig Anna segir þessar launahækkanir sýna fram á hversu fáránleg sú krafa að biðla til fólks að standa saman á þessum tímum sé í efnahagslegu tilliti. „Hvað þýðir það þá á endanum að við stöndum öll saman? Þar sem að hluti af okkur fær endalausar milljónir til sín og hluti af okkur sér fram á atvinnuleysi, skertar tekjur, erfiðari vinnuaðstæður - og bara það að markvisst sé viðhaldið hér grimmilegri, samræmdri láglaunastefnu.“
Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kjaramál Alþingi Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Fleiri fréttir Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni Sjá meira