Launahækkanir ráðamanna með ólíkindum á tímum verkfalla og kórónuveiru Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 8. apríl 2020 12:14 Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. Vísir/vilhelm Formaður Eflingar segir launahækkanir ráðamanna sýna fram á fáránleika þeirrar beiðni stjórnvalda að allir standi saman á tímum kórónuveiru. Hluti þjóðarinnar fái hækkun á ofurlaunum á meðan meirihlutinn sjái fram á atvinnuleysi, launalækkanir og erfiðari aðstæður í starfi. Laun forsætisráðherra hækkuðu um tæpar 130 þúsund krónur í janúar á þessu ári. Ráðherrar og ráðuneytisstjórar fengu vel ríflega hundrað þúsund króna launahækkun og þingmenn rétt tæpar sjötíu þúsund krónur. Laun þessa fólks eru rétt tæplega og rétt yfir tvær milljónir króna á mánuði. Sjá: Þingmenn, ráðherrar og ráðuneytisstjórar fengu rausnarlega launahækkun Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir þessar launahækkanir með ólíkindum. „En ég verð samt að segja að á einhvern hátt kemur þetta ekki sérstaklega á óvart. Við náttúrulega búum í samfélagi þar sem stéttaskiptingu og misskiptingu er viðhaldið með mjög markvissum hætti og þetta fólk sem lifir og starfar undir verndarvæng hins opinbera er í þeirri stöðu að þurfa aldrei að berjast fyrir einu né neinu, fá bara þessar hækkanir automatískt til sín eins og þau eigi endalausa heimtingu á því að graðka til sín meira og meira. Sólveig Anna bendir á að á sama tíma sé hennar fólk að starfa innan sama kerfis sem geti þó ekki tryggt þeim mannsæmandi laun. „Við erum til dæmis með ósamið enn þá við stóran hóp hjá sveitarfélögunum. Fólk sem er sannarlega að gegna undirstöðustörfum í samfélaginu og þar hefur svokölluðum lífskjarasamningi verið beitt sem vopni gegn því fólki til að koma í veg fyrir að þau fái hófstillta leiðréttingu á sínum kjörum og svo á sama tíma er þetta í gangi.“ Hluti þjóðar fær milljónir og hluti fær atvinnuleysi Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði, í samtali við fréttastofu í gær, að ef svartsýnustu spár gangi eftir stefni í mesta samdrátt hér á landi í heila öld vegna kórónuveirufaraldursins. Sólveig Anna segir þessar launahækkanir sýna fram á hversu fáránleg sú krafa að biðla til fólks að standa saman á þessum tímum sé í efnahagslegu tilliti. „Hvað þýðir það þá á endanum að við stöndum öll saman? Þar sem að hluti af okkur fær endalausar milljónir til sín og hluti af okkur sér fram á atvinnuleysi, skertar tekjur, erfiðari vinnuaðstæður - og bara það að markvisst sé viðhaldið hér grimmilegri, samræmdri láglaunastefnu.“ Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kjaramál Alþingi Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Sjá meira
Formaður Eflingar segir launahækkanir ráðamanna sýna fram á fáránleika þeirrar beiðni stjórnvalda að allir standi saman á tímum kórónuveiru. Hluti þjóðarinnar fái hækkun á ofurlaunum á meðan meirihlutinn sjái fram á atvinnuleysi, launalækkanir og erfiðari aðstæður í starfi. Laun forsætisráðherra hækkuðu um tæpar 130 þúsund krónur í janúar á þessu ári. Ráðherrar og ráðuneytisstjórar fengu vel ríflega hundrað þúsund króna launahækkun og þingmenn rétt tæpar sjötíu þúsund krónur. Laun þessa fólks eru rétt tæplega og rétt yfir tvær milljónir króna á mánuði. Sjá: Þingmenn, ráðherrar og ráðuneytisstjórar fengu rausnarlega launahækkun Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir þessar launahækkanir með ólíkindum. „En ég verð samt að segja að á einhvern hátt kemur þetta ekki sérstaklega á óvart. Við náttúrulega búum í samfélagi þar sem stéttaskiptingu og misskiptingu er viðhaldið með mjög markvissum hætti og þetta fólk sem lifir og starfar undir verndarvæng hins opinbera er í þeirri stöðu að þurfa aldrei að berjast fyrir einu né neinu, fá bara þessar hækkanir automatískt til sín eins og þau eigi endalausa heimtingu á því að graðka til sín meira og meira. Sólveig Anna bendir á að á sama tíma sé hennar fólk að starfa innan sama kerfis sem geti þó ekki tryggt þeim mannsæmandi laun. „Við erum til dæmis með ósamið enn þá við stóran hóp hjá sveitarfélögunum. Fólk sem er sannarlega að gegna undirstöðustörfum í samfélaginu og þar hefur svokölluðum lífskjarasamningi verið beitt sem vopni gegn því fólki til að koma í veg fyrir að þau fái hófstillta leiðréttingu á sínum kjörum og svo á sama tíma er þetta í gangi.“ Hluti þjóðar fær milljónir og hluti fær atvinnuleysi Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði, í samtali við fréttastofu í gær, að ef svartsýnustu spár gangi eftir stefni í mesta samdrátt hér á landi í heila öld vegna kórónuveirufaraldursins. Sólveig Anna segir þessar launahækkanir sýna fram á hversu fáránleg sú krafa að biðla til fólks að standa saman á þessum tímum sé í efnahagslegu tilliti. „Hvað þýðir það þá á endanum að við stöndum öll saman? Þar sem að hluti af okkur fær endalausar milljónir til sín og hluti af okkur sér fram á atvinnuleysi, skertar tekjur, erfiðari vinnuaðstæður - og bara það að markvisst sé viðhaldið hér grimmilegri, samræmdri láglaunastefnu.“
Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kjaramál Alþingi Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Sjá meira