Tónlistarmaðurinn og eftirherman Karl Örvarsson mætti í Bítið á Stöð 2, Vísi og Bylgjunni í morgun en hann er mjög þekktur fyrir að herma eftir Kára Stefánssyni, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar.
Kári Stefánsson mætti sjálfur í þáttinn og grínuðust þeir saman með hæfileika Kalla Örvars.
„Ég veit ekki einu sinni hvort ég hafi verið að tala eða hann,“ sagði Kári sjálfur meðal annars í viðtalinu.
Karl nær Kára í raun lygilega vel eins og sjá má hér að neðan.