Af hverju má ekki ræða launamálin almennilega? Sindri Sverrisson skrifar 14. maí 2020 19:00 Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, var í Sportinu í dag. MYND/STÖÐ 2 SPORT „Það hefur alltaf verið þannig að félögunum er ekki vel við að ræða launamál, hvort sem það eru launamál erlendra eða íslenskra leikmanna,“ segir Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ. Grímur Atlason, stjórnarmaður í körfuknattleiksdeild Vals, ræddi í gær um MBA-verkefni sitt í Sportinu í dag en verkefnið snýr að rekstrarumhverfinu í íslenskum körfubolta. Grímur sagði ljóst af svörunum sem hann fékk að körfuknattleiksfélögin vildu annað hvort halda upplýsingum um launakostnað leyndum eða þá að þau vanáætluðu hann stórkostlega. Hannes segir launamál í íþróttum á Íslandi alltaf hafa verið viðkvæmt mál. „Þetta er líka viðkvæmt fyrir leikmennina sjálfa og virðist viðkvæmt fyrir alla. Það er meira að segja erfitt fyrir okkur hjá sambandinu að fá réttar upplýsingar frá félögunum um það hvað menn eru að gera,“ sagði Hannes við Guðjón Guðmundsson í Sportinu í dag. „En það er ekki bara í körfuboltanum heldur heilt yfir í íþróttahreyfingunni, að það megi almennt ekki viðurkenna að leikmenn eru að fá greitt í mörgum íþróttagreinum í dag. Það er eitthvað sem við þurfum að ræða – af hverju má ekki ræða það almennilega eins og allt annað? Þetta er því stærra en bara varðandi þessa könnun. Þetta er svona heilt yfir í samfélaginu og varðandi íþróttir yfir höfuð. Við megum alveg ræða það í dag, árið 2020, að leikmenn eru alveg að fá að hluta greitt fyrir að spila, hvort sem að þeir eru Íslendingar eða erlendir.“ Rekstrarvandinn verið mikill í nokkur ár Rekstrarvandi margra íþróttafélaga er mikill, ekki síst vegna afleiðinga kórónveirufaraldursins. „Rekstrarvandinn er mjög mikill og búinn að vera það í nokkur ár. Rekstrarvandinn er ekki bara tilkominn í ár eða í fyrra. En kröfurnar eru líka miklar. Kröfurnar eru miklar frá samfélaginu, viðkomandi félögum, ekki bara stjórnum eða leikmönnum heldur hinum almenna áhugamanni. Sveitarfélögin vilja líka eiga öflug félög, en það er alltaf viðkvæmt í þessu að styðja almennilega við afreksíþróttir. Það á alltaf að styðja við barna- og unglingastarfið en stundum þurfa sveitarfélög og hinn almenni félagsmaður að styðja mun betur við sín félög í efstu deildum,“ segir Hannes. Klippa: Sportið í dag - Hannes um launin í körfuboltanum Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Dominos-deild karla Dominos-deild kvenna Sportið í dag Körfubolti Kjaramál Mest lesið Tillögu Aþenu vantaði þrjú prósent til að vera tekin fyrir: Gengu út af KKÍ þinginu Körfubolti Hafþór Júlíus keppir á móti í Síberíu Sport Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn Enski boltinn Sjáðu Körfuknattleiksþingið í beinni Körfubolti Stórefast um framtíð íslenska körfuboltans ef ekkert verði gert Körfubolti Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Enski boltinn Skoraði Messi þá ólöglegt mark í úrslitaleik HM í Katar? Fótbolti Aron verður heldur ekki með í dag Handbolti „Hefur verið draumur minn síðan ég var lítill“ Handbolti Fleiri fréttir Tillögu Aþenu vantaði þrjú prósent til að vera tekin fyrir: Gengu út af KKÍ þinginu Sjáðu Körfuknattleiksþingið í beinni Stórefast um framtíð íslenska körfuboltans ef ekkert verði gert Uppgjör: ÍR-Höttur 84-83 | ÍR-ingar björguðu sér á síðustu stundu „Ég er ánægður en á sama tíma er ég brjálaður“ Uppgjörið: Keflavík-Stjarnan 107-98 | Keflvíkingar eiga enn von Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ „Ballerínan“ Curry fyrstur í fjögur þúsund þrista Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Síðasti séns Keflvíkinga: „Menn eiga að njóta“ „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ „Mjög sérstakt fyrir mig að fá að þjálfa fyrsta leikinn minn á móti Benna“ Finnur Freyr: Ánægður með heilsteyptan leik okkar Jóhann Þór: Kane og Ólafur hefðu getað spilað „Við reyndum að gera alls konar“ Uppgjörið: Njarðvík - Tindastóll 101-90 | Sjötti heimasigur Njarðvíkinga í röð „Vonandi lærum við af þessu“ Martin og félagar flottir í Euroleague í kvöld Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 108-96 | Allir með hjá Álftanesi í sannfærandi sigri Uppgjörið: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga Uppgjörið: KR - Haukar 103-87 | Fallnir Haukar velgdu KR-ingum hressilega undir uggum „Algjör forsmekkur að úrslitakeppninni“ Skoraði tuttugu stig í sextugasta leiknum í röð Njarðvíkingar geta náð toppliðunum en samt ekki orðið deildarmeistarar Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins Uppgjörið: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistarar Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Sjá meira
„Það hefur alltaf verið þannig að félögunum er ekki vel við að ræða launamál, hvort sem það eru launamál erlendra eða íslenskra leikmanna,“ segir Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ. Grímur Atlason, stjórnarmaður í körfuknattleiksdeild Vals, ræddi í gær um MBA-verkefni sitt í Sportinu í dag en verkefnið snýr að rekstrarumhverfinu í íslenskum körfubolta. Grímur sagði ljóst af svörunum sem hann fékk að körfuknattleiksfélögin vildu annað hvort halda upplýsingum um launakostnað leyndum eða þá að þau vanáætluðu hann stórkostlega. Hannes segir launamál í íþróttum á Íslandi alltaf hafa verið viðkvæmt mál. „Þetta er líka viðkvæmt fyrir leikmennina sjálfa og virðist viðkvæmt fyrir alla. Það er meira að segja erfitt fyrir okkur hjá sambandinu að fá réttar upplýsingar frá félögunum um það hvað menn eru að gera,“ sagði Hannes við Guðjón Guðmundsson í Sportinu í dag. „En það er ekki bara í körfuboltanum heldur heilt yfir í íþróttahreyfingunni, að það megi almennt ekki viðurkenna að leikmenn eru að fá greitt í mörgum íþróttagreinum í dag. Það er eitthvað sem við þurfum að ræða – af hverju má ekki ræða það almennilega eins og allt annað? Þetta er því stærra en bara varðandi þessa könnun. Þetta er svona heilt yfir í samfélaginu og varðandi íþróttir yfir höfuð. Við megum alveg ræða það í dag, árið 2020, að leikmenn eru alveg að fá að hluta greitt fyrir að spila, hvort sem að þeir eru Íslendingar eða erlendir.“ Rekstrarvandinn verið mikill í nokkur ár Rekstrarvandi margra íþróttafélaga er mikill, ekki síst vegna afleiðinga kórónveirufaraldursins. „Rekstrarvandinn er mjög mikill og búinn að vera það í nokkur ár. Rekstrarvandinn er ekki bara tilkominn í ár eða í fyrra. En kröfurnar eru líka miklar. Kröfurnar eru miklar frá samfélaginu, viðkomandi félögum, ekki bara stjórnum eða leikmönnum heldur hinum almenna áhugamanni. Sveitarfélögin vilja líka eiga öflug félög, en það er alltaf viðkvæmt í þessu að styðja almennilega við afreksíþróttir. Það á alltaf að styðja við barna- og unglingastarfið en stundum þurfa sveitarfélög og hinn almenni félagsmaður að styðja mun betur við sín félög í efstu deildum,“ segir Hannes. Klippa: Sportið í dag - Hannes um launin í körfuboltanum Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Dominos-deild karla Dominos-deild kvenna Sportið í dag Körfubolti Kjaramál Mest lesið Tillögu Aþenu vantaði þrjú prósent til að vera tekin fyrir: Gengu út af KKÍ þinginu Körfubolti Hafþór Júlíus keppir á móti í Síberíu Sport Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn Enski boltinn Sjáðu Körfuknattleiksþingið í beinni Körfubolti Stórefast um framtíð íslenska körfuboltans ef ekkert verði gert Körfubolti Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Enski boltinn Skoraði Messi þá ólöglegt mark í úrslitaleik HM í Katar? Fótbolti Aron verður heldur ekki með í dag Handbolti „Hefur verið draumur minn síðan ég var lítill“ Handbolti Fleiri fréttir Tillögu Aþenu vantaði þrjú prósent til að vera tekin fyrir: Gengu út af KKÍ þinginu Sjáðu Körfuknattleiksþingið í beinni Stórefast um framtíð íslenska körfuboltans ef ekkert verði gert Uppgjör: ÍR-Höttur 84-83 | ÍR-ingar björguðu sér á síðustu stundu „Ég er ánægður en á sama tíma er ég brjálaður“ Uppgjörið: Keflavík-Stjarnan 107-98 | Keflvíkingar eiga enn von Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ „Ballerínan“ Curry fyrstur í fjögur þúsund þrista Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Síðasti séns Keflvíkinga: „Menn eiga að njóta“ „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ „Mjög sérstakt fyrir mig að fá að þjálfa fyrsta leikinn minn á móti Benna“ Finnur Freyr: Ánægður með heilsteyptan leik okkar Jóhann Þór: Kane og Ólafur hefðu getað spilað „Við reyndum að gera alls konar“ Uppgjörið: Njarðvík - Tindastóll 101-90 | Sjötti heimasigur Njarðvíkinga í röð „Vonandi lærum við af þessu“ Martin og félagar flottir í Euroleague í kvöld Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 108-96 | Allir með hjá Álftanesi í sannfærandi sigri Uppgjörið: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga Uppgjörið: KR - Haukar 103-87 | Fallnir Haukar velgdu KR-ingum hressilega undir uggum „Algjör forsmekkur að úrslitakeppninni“ Skoraði tuttugu stig í sextugasta leiknum í röð Njarðvíkingar geta náð toppliðunum en samt ekki orðið deildarmeistarar Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins Uppgjörið: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistarar Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga