Borgarleikhúsið segist nauðbeygt til þess að taka starfsmenn af launaskrá Vésteinn Örn Pétursson skrifar 14. maí 2020 17:11 Borgarleikhúsið vetur Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Borgarleikhúsið hefur sent frá sér fréttatilkynningu þar sem fram kemur félagið hafi verið nauðbeygt til þess að taka sautján starfsmenn sína, sem voru í undir 45 prósenta starfshlutfalli, tímabundið af launaskrá. Leikhúsið vísar til ákvæða í lögum nr. 19/1979 um ófyrirsjáanleg áföll fyrirtækja, eða force majeure. Í dag sagði Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, að sér þætti framkoma Borgarleikhússins í garð starfsmanna í hlutastarfi, sem hann segir hafa verið hlunnfarna um laun í aprílmánuði, „viðbjóðslega“. Í yfirlýsingu Borgarleikhússins segir að áhrif þeirra samkomutakmarkana sem komið hefur verið á sökum faraldurs kórónuveirunnar hafi gert það að verkum að fella hafi þurft niður allar sýningar þess, ótímabundið. Því hafi félagið verið tekjulaust, og útlit sé fyrir að sú verði raunin áfram. „Áhrif samkomutakmarkana á rekstur Borgarleikhússins eru af sama meiði og hjá fyrirtækjum sem gert var að hætta starfsemi enda ómögulegt að halda áfram sýningum. Borgarleikhúsið á hins vegar ekki rétt á sérstökum styrkjum til að mæta því tjóni sem orðið hefur því starfsemi þess fellur ekki undir sérstök úrræði vegna fyrirtækja sem gert var að loka starfsemi sinni,“ segir í tilkynningunni. Þá segir að félagið hafi reynt að bregðast við óviðráðanlegum aðstæðum með því að nýta sér úrræði stjórnvalda, þar á meðal hina svokölluðu hlutabótaleið. Hins vegar hafi engin úrræði staðið leikhúsinu til boða sem gerðu það mögulegt að koma til móts við þá starfsmenn sem ekki falla undir úrræðið. „Fyrirtækið var því nauðbeygt til að fella umrædda starfsmenn tímabundið af launaskrá með vísan til 3. gr. laga nr. 19/1979 sem kveður á um svokallaðar „force majeure“ aðstæður. Það ætti varla að orka tvímælis að sú staða sem Borgarleikhúsið er í vegna samkomutakmarkana teljist til óviðráðanlegs áfalls sem hafi heimilað því að fella starfsfólk sitt af launaskrá með vísan til greinarinnar. Starfsfólkið ætti því með réttu að eiga rétt til atvinnuleysisbóta á meðan á ástandinu stendur.“ Í lok tilkynningarinnar, sem undirrituð er af Pétri Rúnari Heimissyni markaðsstjóra, segir að Borgarleikhúsið vonist til þess að geta hafið starfsemi sem fyrst. Það sé þó í annarra höndum en þess sjálfs. Hér að neðan má sjá tilkynningu Borgarleikhússins í heild sinni. Þær samkomutakmarkanir sem eru við lýði vegna kórónuveirufaraldursins hafa gert það að verkum að Borgarleikhúsið hefur neyðst til að fella niður allar sýningar ótímabundið. Félagið hefur því verið tekjulaust og útlit er fyrir að svo verði áfram um nokkurt skeið. Áhrif samkomutakmarkana á rekstur Borgarleikhússins eru af sama meiði og hjá fyrirtækjum sem gert var að hætta starfsemi enda ómögulegt að halda áfram sýningum. Borgarleikhúsið á hins vegar ekki rétt á sérstökum styrkjum til að mæta því tjóni sem orðið hefur því starfsemi þess fellur ekki undir sérstök úrræði vegna fyrirtækja sem gert var að loka starfsemi sinni. Félagið hefur reynt að bregðast við hinum óviðráðanlegu aðstæðum með því að nýta sér úrræði stjórnvalda, m.a. hlutabótaleiðina. Á vegum ríkisvaldsins standa Borgarleikhúsinu engin úrræði til boða að koma til móts við þá starfsmenn sem ekki falla undir úrræðið. Fyrirtækið var því nauðbeygt til að fella umrædda starfsmenn tímabundið af launaskrá með vísan til 3. gr. laga nr. 19/1979 sem kveður á um svokallaðar „force majeure“ aðstæður. Það ætti varla að orka tvímælis að sú staða sem Borgarleikhúsið er í vegna samkomutakmarkana teljist til óviðráðanlegs áfalls sem hafi heimilað því að fella starfsfólk sitt af launaskrá með vísan til greinarinnar. Starfsfólkið ætti því með réttu að eiga rétt til atvinnuleysisbóta á meðan á ástandinu stendur. Borgarleikhúsið vonast til að geta hafið starfsemi sem fyrst en það er því miður ekki í höndum þess. Borgarleikhúsið mun sækja fram um leið og kostur er og vonandi njóta starfskrafta alls síns góða fólks áfram. Fyrir hönd Borgarleikhússins, Pétur Rúnar Heimisson, markaðsstjóri Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hlutabótaleiðin Menning Kjaramál Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira
Borgarleikhúsið hefur sent frá sér fréttatilkynningu þar sem fram kemur félagið hafi verið nauðbeygt til þess að taka sautján starfsmenn sína, sem voru í undir 45 prósenta starfshlutfalli, tímabundið af launaskrá. Leikhúsið vísar til ákvæða í lögum nr. 19/1979 um ófyrirsjáanleg áföll fyrirtækja, eða force majeure. Í dag sagði Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, að sér þætti framkoma Borgarleikhússins í garð starfsmanna í hlutastarfi, sem hann segir hafa verið hlunnfarna um laun í aprílmánuði, „viðbjóðslega“. Í yfirlýsingu Borgarleikhússins segir að áhrif þeirra samkomutakmarkana sem komið hefur verið á sökum faraldurs kórónuveirunnar hafi gert það að verkum að fella hafi þurft niður allar sýningar þess, ótímabundið. Því hafi félagið verið tekjulaust, og útlit sé fyrir að sú verði raunin áfram. „Áhrif samkomutakmarkana á rekstur Borgarleikhússins eru af sama meiði og hjá fyrirtækjum sem gert var að hætta starfsemi enda ómögulegt að halda áfram sýningum. Borgarleikhúsið á hins vegar ekki rétt á sérstökum styrkjum til að mæta því tjóni sem orðið hefur því starfsemi þess fellur ekki undir sérstök úrræði vegna fyrirtækja sem gert var að loka starfsemi sinni,“ segir í tilkynningunni. Þá segir að félagið hafi reynt að bregðast við óviðráðanlegum aðstæðum með því að nýta sér úrræði stjórnvalda, þar á meðal hina svokölluðu hlutabótaleið. Hins vegar hafi engin úrræði staðið leikhúsinu til boða sem gerðu það mögulegt að koma til móts við þá starfsmenn sem ekki falla undir úrræðið. „Fyrirtækið var því nauðbeygt til að fella umrædda starfsmenn tímabundið af launaskrá með vísan til 3. gr. laga nr. 19/1979 sem kveður á um svokallaðar „force majeure“ aðstæður. Það ætti varla að orka tvímælis að sú staða sem Borgarleikhúsið er í vegna samkomutakmarkana teljist til óviðráðanlegs áfalls sem hafi heimilað því að fella starfsfólk sitt af launaskrá með vísan til greinarinnar. Starfsfólkið ætti því með réttu að eiga rétt til atvinnuleysisbóta á meðan á ástandinu stendur.“ Í lok tilkynningarinnar, sem undirrituð er af Pétri Rúnari Heimissyni markaðsstjóra, segir að Borgarleikhúsið vonist til þess að geta hafið starfsemi sem fyrst. Það sé þó í annarra höndum en þess sjálfs. Hér að neðan má sjá tilkynningu Borgarleikhússins í heild sinni. Þær samkomutakmarkanir sem eru við lýði vegna kórónuveirufaraldursins hafa gert það að verkum að Borgarleikhúsið hefur neyðst til að fella niður allar sýningar ótímabundið. Félagið hefur því verið tekjulaust og útlit er fyrir að svo verði áfram um nokkurt skeið. Áhrif samkomutakmarkana á rekstur Borgarleikhússins eru af sama meiði og hjá fyrirtækjum sem gert var að hætta starfsemi enda ómögulegt að halda áfram sýningum. Borgarleikhúsið á hins vegar ekki rétt á sérstökum styrkjum til að mæta því tjóni sem orðið hefur því starfsemi þess fellur ekki undir sérstök úrræði vegna fyrirtækja sem gert var að loka starfsemi sinni. Félagið hefur reynt að bregðast við hinum óviðráðanlegu aðstæðum með því að nýta sér úrræði stjórnvalda, m.a. hlutabótaleiðina. Á vegum ríkisvaldsins standa Borgarleikhúsinu engin úrræði til boða að koma til móts við þá starfsmenn sem ekki falla undir úrræðið. Fyrirtækið var því nauðbeygt til að fella umrædda starfsmenn tímabundið af launaskrá með vísan til 3. gr. laga nr. 19/1979 sem kveður á um svokallaðar „force majeure“ aðstæður. Það ætti varla að orka tvímælis að sú staða sem Borgarleikhúsið er í vegna samkomutakmarkana teljist til óviðráðanlegs áfalls sem hafi heimilað því að fella starfsfólk sitt af launaskrá með vísan til greinarinnar. Starfsfólkið ætti því með réttu að eiga rétt til atvinnuleysisbóta á meðan á ástandinu stendur. Borgarleikhúsið vonast til að geta hafið starfsemi sem fyrst en það er því miður ekki í höndum þess. Borgarleikhúsið mun sækja fram um leið og kostur er og vonandi njóta starfskrafta alls síns góða fólks áfram. Fyrir hönd Borgarleikhússins, Pétur Rúnar Heimisson, markaðsstjóri
Þær samkomutakmarkanir sem eru við lýði vegna kórónuveirufaraldursins hafa gert það að verkum að Borgarleikhúsið hefur neyðst til að fella niður allar sýningar ótímabundið. Félagið hefur því verið tekjulaust og útlit er fyrir að svo verði áfram um nokkurt skeið. Áhrif samkomutakmarkana á rekstur Borgarleikhússins eru af sama meiði og hjá fyrirtækjum sem gert var að hætta starfsemi enda ómögulegt að halda áfram sýningum. Borgarleikhúsið á hins vegar ekki rétt á sérstökum styrkjum til að mæta því tjóni sem orðið hefur því starfsemi þess fellur ekki undir sérstök úrræði vegna fyrirtækja sem gert var að loka starfsemi sinni. Félagið hefur reynt að bregðast við hinum óviðráðanlegu aðstæðum með því að nýta sér úrræði stjórnvalda, m.a. hlutabótaleiðina. Á vegum ríkisvaldsins standa Borgarleikhúsinu engin úrræði til boða að koma til móts við þá starfsmenn sem ekki falla undir úrræðið. Fyrirtækið var því nauðbeygt til að fella umrædda starfsmenn tímabundið af launaskrá með vísan til 3. gr. laga nr. 19/1979 sem kveður á um svokallaðar „force majeure“ aðstæður. Það ætti varla að orka tvímælis að sú staða sem Borgarleikhúsið er í vegna samkomutakmarkana teljist til óviðráðanlegs áfalls sem hafi heimilað því að fella starfsfólk sitt af launaskrá með vísan til greinarinnar. Starfsfólkið ætti því með réttu að eiga rétt til atvinnuleysisbóta á meðan á ástandinu stendur. Borgarleikhúsið vonast til að geta hafið starfsemi sem fyrst en það er því miður ekki í höndum þess. Borgarleikhúsið mun sækja fram um leið og kostur er og vonandi njóta starfskrafta alls síns góða fólks áfram. Fyrir hönd Borgarleikhússins, Pétur Rúnar Heimisson, markaðsstjóri
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hlutabótaleiðin Menning Kjaramál Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira