Gefur fjórðung auðæfa sinna til baráttunnar við veiruna Stefán Ó. Jónsson skrifar 7. apríl 2020 21:57 Jack Dorsey, forstjóri Twitter. GETTY/COLE BURSTON Forstjóri og stofnandi Twitter, Jack Dorsey, heitir því að gefa um 28 prósent auðæfa sinna til baráttunnar við kórónuveiruna. Alls sé um að ræða milljarð bandaríkjadala, um 140 milljarða króna, sem Dorsey ætlar sér að taka úr hlut hans í félaginu Square Inc, sem sérhæfir sig í hvers kyns greiðslumiðlun. Dorsey greinir sjálfur frá þessu framlagi á Twitter-reikningi sínum í kvöld. Þar útskýrir hann að upphæðin verði færð í góðgerðasjóð hans, sem ber heitið Start Small LLC. Eftir að kórónuveiran hefur verið lögð að velli muni sjóðurinn alfarið einblína á baráttuna fyrir borgaralaunum og menntun stúlkna um víða veröld. Hann segist þar að auki ætla að hafa allt bókhald sjóðsins opið, svo að fólk geti fylgst með starfsemi hans og veitt sjóðnum aðhald. Það þykja tíðindi enda hefur Dorsey þótt fara helst til leynt með allt sitt góðgerðastarf til þessa. I m moving $1B of my Square equity (~28% of my wealth) to #startsmall LLC to fund global COVID-19 relief. After we disarm this pandemic, the focus will shift to girl s health and education, and UBI. It will operate transparently, all flows tracked here: https://t.co/hVkUczDQmz— jack (@jack) April 7, 2020 Auðæfi Dorsey eru metin á um 3,3 milljarða dala í nýjustu úttekt Forbes. Dorsey segir að hann hafi ákveðið að verja hlut sínum í greiðslumiðlunarfélaginu frekar en Twitter í verkefnið, einfaldlega vegna þess að hann á stærri hluti í Square Inc. Hann segist jafnframt ætla að hann komi hlut sínum í félaginu í verð smám saman og muni milljarðurinn því mjatla inn á reikninga góðgerðafélagsins. Sem stendur eru staðfest smittilfelli í heiminum rúmlega 1,4 millónir talsins. Alls hafa um 81 þúsund látið lífið vegna veirunnar og næstum 300 þúsund náð sér. Flest smit hafa greinst í Bandaríkjunum, næstum 400 þúsund. Twitter Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Neytendur Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Fleiri fréttir Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Forstjóri og stofnandi Twitter, Jack Dorsey, heitir því að gefa um 28 prósent auðæfa sinna til baráttunnar við kórónuveiruna. Alls sé um að ræða milljarð bandaríkjadala, um 140 milljarða króna, sem Dorsey ætlar sér að taka úr hlut hans í félaginu Square Inc, sem sérhæfir sig í hvers kyns greiðslumiðlun. Dorsey greinir sjálfur frá þessu framlagi á Twitter-reikningi sínum í kvöld. Þar útskýrir hann að upphæðin verði færð í góðgerðasjóð hans, sem ber heitið Start Small LLC. Eftir að kórónuveiran hefur verið lögð að velli muni sjóðurinn alfarið einblína á baráttuna fyrir borgaralaunum og menntun stúlkna um víða veröld. Hann segist þar að auki ætla að hafa allt bókhald sjóðsins opið, svo að fólk geti fylgst með starfsemi hans og veitt sjóðnum aðhald. Það þykja tíðindi enda hefur Dorsey þótt fara helst til leynt með allt sitt góðgerðastarf til þessa. I m moving $1B of my Square equity (~28% of my wealth) to #startsmall LLC to fund global COVID-19 relief. After we disarm this pandemic, the focus will shift to girl s health and education, and UBI. It will operate transparently, all flows tracked here: https://t.co/hVkUczDQmz— jack (@jack) April 7, 2020 Auðæfi Dorsey eru metin á um 3,3 milljarða dala í nýjustu úttekt Forbes. Dorsey segir að hann hafi ákveðið að verja hlut sínum í greiðslumiðlunarfélaginu frekar en Twitter í verkefnið, einfaldlega vegna þess að hann á stærri hluti í Square Inc. Hann segist jafnframt ætla að hann komi hlut sínum í félaginu í verð smám saman og muni milljarðurinn því mjatla inn á reikninga góðgerðafélagsins. Sem stendur eru staðfest smittilfelli í heiminum rúmlega 1,4 millónir talsins. Alls hafa um 81 þúsund látið lífið vegna veirunnar og næstum 300 þúsund náð sér. Flest smit hafa greinst í Bandaríkjunum, næstum 400 þúsund.
Twitter Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Neytendur Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Fleiri fréttir Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira