Mesti samdráttur í heila öld rætist svartsýnustu spár Jóhann K. Jóhannsson skrifar 7. apríl 2020 18:40 Fjármála- og efnahagsráðherra segir áhrif kórónuveirufaraldursins miklu meiri en gert hafi verið ráð fyrir í mars. Vísir/Vilhelm Fjármála- og efnahagsráðherra segir að ef svartsýnustu spár gangi eftir stefni í mesta samdrátt hér á landi í heila öld. Augljóst sé að stjórnvöld þurfi að koma inn af meiri krafi til að spyrna við á móti efnahagsþrengingum. Á fundi ríkisstjórnarinnar í morgun var staðan í þjóðfélaginu til umræðu og sömuleiðis farið yfir næstu skref vegna kórónuveirufaraldursins. Lögð var til breyting á þeim málum sem ríkisstjórnin hugðist leggja fram á alþingi, sem þýðir að sum mál munu ekki verða tekin fyrir en önnur munu koma inn í staðinn. Stærsta verkefni ráðherranna núna er að takast á við afleiðingar kórónuveirufaraldursins sem þegar hefur haft gífurleg áhrif og á sér engin fordæmi. Hlutafjáraukningin til Isavia til skilyrt við að ráðist sé í framkvæmdir strax á þessu ári.Vísir/Vilhelm Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra kynnti fyrir ríkisstjórn í morgun ákvörðun um hlutafjáraukningu um fjóra milljarða til Isavia, til að flýta framkvæmdum á Keflavíkurflugvelli og er það hluti af aðgerðum til að spyrna við þeim efnahagsþrengingum sem fram undan eru. Áætlaður fjöldi nýrra starfa sem verða til vegna framkvæmdanna er á bilinu fimmtíu til hundrað tuttugu og fimm. Fyrir tæpum þremur vikum kynnti forysta ríkisstjórnarinnar 230 milljarða króna aðgerðapakka til þess að bregðast við áhrifum kórónuveirunnar. Bjarni segir að bæta þurfi verulega í. Rætist svartsýnasta spá verður samdrátturinn sá mesti í heila öld „Það er enginn spurning að efnahagslegu áhrifin af því sem er að eiga sér stað eru miklu meiri heldur en við sáum í upphafi marsmánaðar,“ segir Bjarni. Vegna ferðatakmarkana og samkomubanns víða um heim hefur ferðaþjónustan og orðið einna verst úti. Forysta ríkisstjórnarinnar kynnir fyrstu aðgerðir stjórnvalda vegna kórónuveirufaraldursinsVísir/Vilhelm „Ef að svartsýnustu spár ganga eftir fyrir árið 2020, til dæmis um komu ferðamanna, að þá erum við að sjá mesta samdrátt hér, jafnvel í heila öld á Íslandi,“ segir Bjarni. Á alþingi í upphafi mánaðarins sagði fjármála- og efnahagsráðherra að fljótlega þyrfti að taka afstöðu til þess hversu langt stjórnvöld væru mögulega tilbúin að ganga í beinum styrkjum til fyrirtækja til að þau missi ekki leiguhúsnæði, tapi ekki starfsmönnum og svo framvegis. „Beinn stuðningur hefur ekki verið ákveðinn. Við erum að fylgjast með því frá degi til dags hvernig úrræðin okkar eru að nýtast. Hvernig okkur tekst að leysa vanda þeirra sem að við vitum að eru að upplifa miklar þrengingar. En svo kemur meira og við munum stíga ölduna eftir því hvernig sjólagið er,“ segir Bjarni. Bjarni segir að þær aðgerðir sem stjórnvöld hafa þegar kynnt séu ekki nægar og meira þurfi til. „Það held ég að sé alveg augljóst að við munum þurfa að ganga lengra. Það er bara í hverri viku sem það þyngist róðurinn í efnahagslífinu,“ segir Bjarni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Setja fjóra milljarða í framkvæmdir á Keflavíkurflugvelli Ríkisstjórnin hyggst auka hlutafé Isavia um fjóra milljarða með því skilyrði að félagið ráðist í innviðaverkefni á Keflavíkurflugvelli strax á þessu ári. 7. apríl 2020 15:49 Mest lesið Keyptu ónýtt hús en fá ekki krónu vegna seinagangs Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Erlent Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Innlent „Nei, hættu nú alveg Jóhann Páll!“ Innlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent Upplifir lífið eins og stofufangelsi Innlent Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Innlent Furðar sig á dómi Hæstaréttar og kallar eftir lagabreytingu Innlent Íbúar upplifa áform Skagafjarðar sem svik við samfélagið Innlent Fleiri fréttir Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Umferðarslys, leikskólamál og baráttuganga Breyta reglum um hljóðfærafarangur Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Húsbrot og rán í Hlíðunum Harður árekstur á Breiðholtsbraut Afstaða þingmanns Flokks fólksins hafði ekki áhrif Boris Spasskí grafinn með viðhöfn í Moskvu Kjarasamningurinn felldur vegna „örfárra þátta“ Versta sviðsmyndin að „klemmast á milli“ í tollastríði stórvelda Upplifir lífið eins og stofufangelsi Varnarsamningur við Bandaríkin standi sterkt Nýbökuð móðir fær ekki lögbundna þjónustu og líf Ladda á fjölunum „Litli besti vinur minn endaði í ruslinu“ Furðar sig á dómi Hæstaréttar og kallar eftir lagabreytingu Ólöglegt starfsfólk og skattaóreiða veitingastaða Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Sjá meira
Fjármála- og efnahagsráðherra segir að ef svartsýnustu spár gangi eftir stefni í mesta samdrátt hér á landi í heila öld. Augljóst sé að stjórnvöld þurfi að koma inn af meiri krafi til að spyrna við á móti efnahagsþrengingum. Á fundi ríkisstjórnarinnar í morgun var staðan í þjóðfélaginu til umræðu og sömuleiðis farið yfir næstu skref vegna kórónuveirufaraldursins. Lögð var til breyting á þeim málum sem ríkisstjórnin hugðist leggja fram á alþingi, sem þýðir að sum mál munu ekki verða tekin fyrir en önnur munu koma inn í staðinn. Stærsta verkefni ráðherranna núna er að takast á við afleiðingar kórónuveirufaraldursins sem þegar hefur haft gífurleg áhrif og á sér engin fordæmi. Hlutafjáraukningin til Isavia til skilyrt við að ráðist sé í framkvæmdir strax á þessu ári.Vísir/Vilhelm Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra kynnti fyrir ríkisstjórn í morgun ákvörðun um hlutafjáraukningu um fjóra milljarða til Isavia, til að flýta framkvæmdum á Keflavíkurflugvelli og er það hluti af aðgerðum til að spyrna við þeim efnahagsþrengingum sem fram undan eru. Áætlaður fjöldi nýrra starfa sem verða til vegna framkvæmdanna er á bilinu fimmtíu til hundrað tuttugu og fimm. Fyrir tæpum þremur vikum kynnti forysta ríkisstjórnarinnar 230 milljarða króna aðgerðapakka til þess að bregðast við áhrifum kórónuveirunnar. Bjarni segir að bæta þurfi verulega í. Rætist svartsýnasta spá verður samdrátturinn sá mesti í heila öld „Það er enginn spurning að efnahagslegu áhrifin af því sem er að eiga sér stað eru miklu meiri heldur en við sáum í upphafi marsmánaðar,“ segir Bjarni. Vegna ferðatakmarkana og samkomubanns víða um heim hefur ferðaþjónustan og orðið einna verst úti. Forysta ríkisstjórnarinnar kynnir fyrstu aðgerðir stjórnvalda vegna kórónuveirufaraldursinsVísir/Vilhelm „Ef að svartsýnustu spár ganga eftir fyrir árið 2020, til dæmis um komu ferðamanna, að þá erum við að sjá mesta samdrátt hér, jafnvel í heila öld á Íslandi,“ segir Bjarni. Á alþingi í upphafi mánaðarins sagði fjármála- og efnahagsráðherra að fljótlega þyrfti að taka afstöðu til þess hversu langt stjórnvöld væru mögulega tilbúin að ganga í beinum styrkjum til fyrirtækja til að þau missi ekki leiguhúsnæði, tapi ekki starfsmönnum og svo framvegis. „Beinn stuðningur hefur ekki verið ákveðinn. Við erum að fylgjast með því frá degi til dags hvernig úrræðin okkar eru að nýtast. Hvernig okkur tekst að leysa vanda þeirra sem að við vitum að eru að upplifa miklar þrengingar. En svo kemur meira og við munum stíga ölduna eftir því hvernig sjólagið er,“ segir Bjarni. Bjarni segir að þær aðgerðir sem stjórnvöld hafa þegar kynnt séu ekki nægar og meira þurfi til. „Það held ég að sé alveg augljóst að við munum þurfa að ganga lengra. Það er bara í hverri viku sem það þyngist róðurinn í efnahagslífinu,“ segir Bjarni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Setja fjóra milljarða í framkvæmdir á Keflavíkurflugvelli Ríkisstjórnin hyggst auka hlutafé Isavia um fjóra milljarða með því skilyrði að félagið ráðist í innviðaverkefni á Keflavíkurflugvelli strax á þessu ári. 7. apríl 2020 15:49 Mest lesið Keyptu ónýtt hús en fá ekki krónu vegna seinagangs Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Erlent Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Innlent „Nei, hættu nú alveg Jóhann Páll!“ Innlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent Upplifir lífið eins og stofufangelsi Innlent Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Innlent Furðar sig á dómi Hæstaréttar og kallar eftir lagabreytingu Innlent Íbúar upplifa áform Skagafjarðar sem svik við samfélagið Innlent Fleiri fréttir Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Umferðarslys, leikskólamál og baráttuganga Breyta reglum um hljóðfærafarangur Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Húsbrot og rán í Hlíðunum Harður árekstur á Breiðholtsbraut Afstaða þingmanns Flokks fólksins hafði ekki áhrif Boris Spasskí grafinn með viðhöfn í Moskvu Kjarasamningurinn felldur vegna „örfárra þátta“ Versta sviðsmyndin að „klemmast á milli“ í tollastríði stórvelda Upplifir lífið eins og stofufangelsi Varnarsamningur við Bandaríkin standi sterkt Nýbökuð móðir fær ekki lögbundna þjónustu og líf Ladda á fjölunum „Litli besti vinur minn endaði í ruslinu“ Furðar sig á dómi Hæstaréttar og kallar eftir lagabreytingu Ólöglegt starfsfólk og skattaóreiða veitingastaða Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Sjá meira
Setja fjóra milljarða í framkvæmdir á Keflavíkurflugvelli Ríkisstjórnin hyggst auka hlutafé Isavia um fjóra milljarða með því skilyrði að félagið ráðist í innviðaverkefni á Keflavíkurflugvelli strax á þessu ári. 7. apríl 2020 15:49