Veiðivottorð mikilvæg fyrir afla á erlendan markað Þorsteinn Hilmarsson skrifar 29. maí 2020 08:30 Það verður æ mikilvægara að geta gert grein fyrir uppruna þess afla sem ætlunin er að selja á mörkuðum erlendis. Síðastliðin 10 ár hefur þurft að framvísa veiðivottorði með sjávarafurðum sem fara á markað innan Evrópusambandsins og nú eru komin 3 ár síðan skylt varð að framvísa sambærilegum vottorðum við innflutning þorsks á Bandaríkjamarkað. Þá fjölgar sífellt þeim löndum sem tekið hafa upp notkun vottorða Evrópusambandsins við leyfisveitingu á innflutningi sjávarafurða. Hér á Íslandi eru veiðivottorð gefin út af Fiskistofu og staðfesta þau að aflinn hafi verið löglega veiddur og skráður og komi úr veiðistofni sem lýtur marktækri fiskveiðistjórn sem stenst viðmið um sjálfbæra nýtingu. Fiskistofa gaf í fyrra út tæplega 37 þúsund slík vottorð. Ljóst er að án viðurkenndra veiðivottorða er hætt við að aðgangur að verðmætustu og mikilvægustu mörkuðum Íslendinga lokist á næstu árum. Einnig vinnur notkun þeirra gegn útflutningi á ólöglegum afla. Fiskistofa reið á vaðið í samningum við ESB Fiskistofa fyrir hönd Íslands var einn fyrsti aðili til að koma á fót veiðivottorðakerfi á grundvelli tvíhliðasamnings við ESB. Sett var upp rafrænt kerfi þar sem seljendur skrá upplýsingar um útflutning afurða og tilgreina úr hvaða löndunum aflinn kemur. Fram fer sjálfvirk athugun í kerfinu á hvort upplýsingarnar stemmi við gagnagrunna Fiskistofu. Þegar svo reynist verður vottorðið til í tölvu útflytjandans sem sendir það með öðrum útflutningsskjölum vörunnar. Fiskistofa hefur það megin hlutverk að gæta að hagsmunum þjóðarinnar við ábyrga nýtingu hafs og vatna. Því teljum við mikilvægt að sofna ekki á verðinum heldur sýna fyrirhyggju í þessu mikla hagsmunamáli með því að þróa áfram það ágæta vottorðakerfi sem nýst hefur útflytjendum vel undanfarinn áratug og um leið tryggja ábyrgar veiðar og nýtingu. Nú rekur Fiskistofa allan afla rafrænt frá löndun og útgerð til fiskvinnslu (með viðkomu á fiskmarkaði þegar því er að skipta). Skráð er hvernig aflinn er unninn sem og hvert hann er fluttur út. Öll aflaskráning rafræn Með tilkomu smáforrits (apps) í snjallsíma eiga allar afladagbækur íslenska flotans að verða orðnar rafrænar í haust. Þar með verður mögulegt að rekja aflann ekki aðeins frá löndun til útflutnings afurða, heldur frá veiðiferð fiskiskipsins. Fiskistofa hefur hafið vinnu við að undirbúa nýtt veiðivottorðakerfi sem gera á útflytjendum og markaðsfyrirtækjum þeirra mögulegt að nýta rekjanleikann við markaðssetningu. Kerfið verður einnig þannig úr garði gert að það geti tengst nýju vottorðakerfi ESB og öðrum þegar innflutningsríkin bjóða upp á það. Höfundur er sviðsstjóri Fiskistofu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjávarútvegur Mest lesið „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Sjá meira
Það verður æ mikilvægara að geta gert grein fyrir uppruna þess afla sem ætlunin er að selja á mörkuðum erlendis. Síðastliðin 10 ár hefur þurft að framvísa veiðivottorði með sjávarafurðum sem fara á markað innan Evrópusambandsins og nú eru komin 3 ár síðan skylt varð að framvísa sambærilegum vottorðum við innflutning þorsks á Bandaríkjamarkað. Þá fjölgar sífellt þeim löndum sem tekið hafa upp notkun vottorða Evrópusambandsins við leyfisveitingu á innflutningi sjávarafurða. Hér á Íslandi eru veiðivottorð gefin út af Fiskistofu og staðfesta þau að aflinn hafi verið löglega veiddur og skráður og komi úr veiðistofni sem lýtur marktækri fiskveiðistjórn sem stenst viðmið um sjálfbæra nýtingu. Fiskistofa gaf í fyrra út tæplega 37 þúsund slík vottorð. Ljóst er að án viðurkenndra veiðivottorða er hætt við að aðgangur að verðmætustu og mikilvægustu mörkuðum Íslendinga lokist á næstu árum. Einnig vinnur notkun þeirra gegn útflutningi á ólöglegum afla. Fiskistofa reið á vaðið í samningum við ESB Fiskistofa fyrir hönd Íslands var einn fyrsti aðili til að koma á fót veiðivottorðakerfi á grundvelli tvíhliðasamnings við ESB. Sett var upp rafrænt kerfi þar sem seljendur skrá upplýsingar um útflutning afurða og tilgreina úr hvaða löndunum aflinn kemur. Fram fer sjálfvirk athugun í kerfinu á hvort upplýsingarnar stemmi við gagnagrunna Fiskistofu. Þegar svo reynist verður vottorðið til í tölvu útflytjandans sem sendir það með öðrum útflutningsskjölum vörunnar. Fiskistofa hefur það megin hlutverk að gæta að hagsmunum þjóðarinnar við ábyrga nýtingu hafs og vatna. Því teljum við mikilvægt að sofna ekki á verðinum heldur sýna fyrirhyggju í þessu mikla hagsmunamáli með því að þróa áfram það ágæta vottorðakerfi sem nýst hefur útflytjendum vel undanfarinn áratug og um leið tryggja ábyrgar veiðar og nýtingu. Nú rekur Fiskistofa allan afla rafrænt frá löndun og útgerð til fiskvinnslu (með viðkomu á fiskmarkaði þegar því er að skipta). Skráð er hvernig aflinn er unninn sem og hvert hann er fluttur út. Öll aflaskráning rafræn Með tilkomu smáforrits (apps) í snjallsíma eiga allar afladagbækur íslenska flotans að verða orðnar rafrænar í haust. Þar með verður mögulegt að rekja aflann ekki aðeins frá löndun til útflutnings afurða, heldur frá veiðiferð fiskiskipsins. Fiskistofa hefur hafið vinnu við að undirbúa nýtt veiðivottorðakerfi sem gera á útflytjendum og markaðsfyrirtækjum þeirra mögulegt að nýta rekjanleikann við markaðssetningu. Kerfið verður einnig þannig úr garði gert að það geti tengst nýju vottorðakerfi ESB og öðrum þegar innflutningsríkin bjóða upp á það. Höfundur er sviðsstjóri Fiskistofu.
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun