Veiðivottorð mikilvæg fyrir afla á erlendan markað Þorsteinn Hilmarsson skrifar 29. maí 2020 08:30 Það verður æ mikilvægara að geta gert grein fyrir uppruna þess afla sem ætlunin er að selja á mörkuðum erlendis. Síðastliðin 10 ár hefur þurft að framvísa veiðivottorði með sjávarafurðum sem fara á markað innan Evrópusambandsins og nú eru komin 3 ár síðan skylt varð að framvísa sambærilegum vottorðum við innflutning þorsks á Bandaríkjamarkað. Þá fjölgar sífellt þeim löndum sem tekið hafa upp notkun vottorða Evrópusambandsins við leyfisveitingu á innflutningi sjávarafurða. Hér á Íslandi eru veiðivottorð gefin út af Fiskistofu og staðfesta þau að aflinn hafi verið löglega veiddur og skráður og komi úr veiðistofni sem lýtur marktækri fiskveiðistjórn sem stenst viðmið um sjálfbæra nýtingu. Fiskistofa gaf í fyrra út tæplega 37 þúsund slík vottorð. Ljóst er að án viðurkenndra veiðivottorða er hætt við að aðgangur að verðmætustu og mikilvægustu mörkuðum Íslendinga lokist á næstu árum. Einnig vinnur notkun þeirra gegn útflutningi á ólöglegum afla. Fiskistofa reið á vaðið í samningum við ESB Fiskistofa fyrir hönd Íslands var einn fyrsti aðili til að koma á fót veiðivottorðakerfi á grundvelli tvíhliðasamnings við ESB. Sett var upp rafrænt kerfi þar sem seljendur skrá upplýsingar um útflutning afurða og tilgreina úr hvaða löndunum aflinn kemur. Fram fer sjálfvirk athugun í kerfinu á hvort upplýsingarnar stemmi við gagnagrunna Fiskistofu. Þegar svo reynist verður vottorðið til í tölvu útflytjandans sem sendir það með öðrum útflutningsskjölum vörunnar. Fiskistofa hefur það megin hlutverk að gæta að hagsmunum þjóðarinnar við ábyrga nýtingu hafs og vatna. Því teljum við mikilvægt að sofna ekki á verðinum heldur sýna fyrirhyggju í þessu mikla hagsmunamáli með því að þróa áfram það ágæta vottorðakerfi sem nýst hefur útflytjendum vel undanfarinn áratug og um leið tryggja ábyrgar veiðar og nýtingu. Nú rekur Fiskistofa allan afla rafrænt frá löndun og útgerð til fiskvinnslu (með viðkomu á fiskmarkaði þegar því er að skipta). Skráð er hvernig aflinn er unninn sem og hvert hann er fluttur út. Öll aflaskráning rafræn Með tilkomu smáforrits (apps) í snjallsíma eiga allar afladagbækur íslenska flotans að verða orðnar rafrænar í haust. Þar með verður mögulegt að rekja aflann ekki aðeins frá löndun til útflutnings afurða, heldur frá veiðiferð fiskiskipsins. Fiskistofa hefur hafið vinnu við að undirbúa nýtt veiðivottorðakerfi sem gera á útflytjendum og markaðsfyrirtækjum þeirra mögulegt að nýta rekjanleikann við markaðssetningu. Kerfið verður einnig þannig úr garði gert að það geti tengst nýju vottorðakerfi ESB og öðrum þegar innflutningsríkin bjóða upp á það. Höfundur er sviðsstjóri Fiskistofu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjávarútvegur Mest lesið Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Sjá meira
Það verður æ mikilvægara að geta gert grein fyrir uppruna þess afla sem ætlunin er að selja á mörkuðum erlendis. Síðastliðin 10 ár hefur þurft að framvísa veiðivottorði með sjávarafurðum sem fara á markað innan Evrópusambandsins og nú eru komin 3 ár síðan skylt varð að framvísa sambærilegum vottorðum við innflutning þorsks á Bandaríkjamarkað. Þá fjölgar sífellt þeim löndum sem tekið hafa upp notkun vottorða Evrópusambandsins við leyfisveitingu á innflutningi sjávarafurða. Hér á Íslandi eru veiðivottorð gefin út af Fiskistofu og staðfesta þau að aflinn hafi verið löglega veiddur og skráður og komi úr veiðistofni sem lýtur marktækri fiskveiðistjórn sem stenst viðmið um sjálfbæra nýtingu. Fiskistofa gaf í fyrra út tæplega 37 þúsund slík vottorð. Ljóst er að án viðurkenndra veiðivottorða er hætt við að aðgangur að verðmætustu og mikilvægustu mörkuðum Íslendinga lokist á næstu árum. Einnig vinnur notkun þeirra gegn útflutningi á ólöglegum afla. Fiskistofa reið á vaðið í samningum við ESB Fiskistofa fyrir hönd Íslands var einn fyrsti aðili til að koma á fót veiðivottorðakerfi á grundvelli tvíhliðasamnings við ESB. Sett var upp rafrænt kerfi þar sem seljendur skrá upplýsingar um útflutning afurða og tilgreina úr hvaða löndunum aflinn kemur. Fram fer sjálfvirk athugun í kerfinu á hvort upplýsingarnar stemmi við gagnagrunna Fiskistofu. Þegar svo reynist verður vottorðið til í tölvu útflytjandans sem sendir það með öðrum útflutningsskjölum vörunnar. Fiskistofa hefur það megin hlutverk að gæta að hagsmunum þjóðarinnar við ábyrga nýtingu hafs og vatna. Því teljum við mikilvægt að sofna ekki á verðinum heldur sýna fyrirhyggju í þessu mikla hagsmunamáli með því að þróa áfram það ágæta vottorðakerfi sem nýst hefur útflytjendum vel undanfarinn áratug og um leið tryggja ábyrgar veiðar og nýtingu. Nú rekur Fiskistofa allan afla rafrænt frá löndun og útgerð til fiskvinnslu (með viðkomu á fiskmarkaði þegar því er að skipta). Skráð er hvernig aflinn er unninn sem og hvert hann er fluttur út. Öll aflaskráning rafræn Með tilkomu smáforrits (apps) í snjallsíma eiga allar afladagbækur íslenska flotans að verða orðnar rafrænar í haust. Þar með verður mögulegt að rekja aflann ekki aðeins frá löndun til útflutnings afurða, heldur frá veiðiferð fiskiskipsins. Fiskistofa hefur hafið vinnu við að undirbúa nýtt veiðivottorðakerfi sem gera á útflytjendum og markaðsfyrirtækjum þeirra mögulegt að nýta rekjanleikann við markaðssetningu. Kerfið verður einnig þannig úr garði gert að það geti tengst nýju vottorðakerfi ESB og öðrum þegar innflutningsríkin bjóða upp á það. Höfundur er sviðsstjóri Fiskistofu.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun