„Auðvitað eru skiptar skoðanir á milli félaganna“ Anton Ingi Leifsson skrifar 6. apríl 2020 22:00 Sigurbjörn Grétar Eggertsson ræddi við Henry Birgi í Sportinu í dag. vísir/s2s Blaksamband Íslands ákvað í gær að blása tímabilið af vegna kórónuveirunnar. Formaður Blaksambandsins segir að þegar horft verði til baka verði allir sáttir við þessa niðurstöðu. KKÍ var fyrst til að blása allt af og nú hefur blakið fylgt á eftir en þetta var tilkynnt í gær. Formaðurinn, Sigurbjörn Grétar Eggertsson, fór yfir ákvörðunina í Sportinu í dag. „Við höfðum nú þegar blásið deildarkeppnina af fyrir neðri deildirnar. Í samráði við félögin í kringum 20. mars þá gáfum við okkur tvær vikur til að endurskoða þetta; hvað myndi gerast við úrslitakeppnina hjá okkur og bikarkeppnina. Það var ein umferð eftir í efstu deildinni og það var sjálfsagt að við hættum þar og deildarmeistarar krýndir það,“ sagði Sigurbjörn. „Við urðum að flauta bikarkeppnina af þar sem það greindist smit í liði á síðustu mínútunni og það lið var sett í sóttkví. Það var stjórnarfundur hjá okkur á föstudaginn þar sem við fórum yfir sviðsmyndina og við fengum betri upplýsingar frá Almannavörnum. Það er lengra samkomubann svo í ljósi þessa og eftir samráð við félögin sáum við ekki að það væri tímarammi til þess að klára bæði úrslita- og bikarkeppni.“ Hann segir að auðvitað hafi verið skiptar skoðanir á milli félaganna en hann segir hins vegar að flestir hafi verið sammála því að þetta hafi verið sú eina rétta ákvörðun í stöðunni. „Ég held að það hafi allir viljað klára þetta og það var uppleggið fyrir tveimur vikum að leita allra leiða. Við teiknuðum upp ansi margar myndir og möguleika. Eftir því sem lengra leið var ljóst að það yrði minna rými. Auðvitað eru skiptar skoðanir milli félaganna. Sum vildu gefa þessu lengri tíma á meðan önnur sögðu að það væri ekki hægt að halda áfram. Eftir þessi samtöl og samtöl innan stjórnar var þetta niðurstaðan.“ Allt innslagið má sjá hér að neðan. Klippa: Sportið í dag - Blaktímabilið blásið af Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Blak Sportið í dag Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Fleiri fréttir Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Sjá meira
Blaksamband Íslands ákvað í gær að blása tímabilið af vegna kórónuveirunnar. Formaður Blaksambandsins segir að þegar horft verði til baka verði allir sáttir við þessa niðurstöðu. KKÍ var fyrst til að blása allt af og nú hefur blakið fylgt á eftir en þetta var tilkynnt í gær. Formaðurinn, Sigurbjörn Grétar Eggertsson, fór yfir ákvörðunina í Sportinu í dag. „Við höfðum nú þegar blásið deildarkeppnina af fyrir neðri deildirnar. Í samráði við félögin í kringum 20. mars þá gáfum við okkur tvær vikur til að endurskoða þetta; hvað myndi gerast við úrslitakeppnina hjá okkur og bikarkeppnina. Það var ein umferð eftir í efstu deildinni og það var sjálfsagt að við hættum þar og deildarmeistarar krýndir það,“ sagði Sigurbjörn. „Við urðum að flauta bikarkeppnina af þar sem það greindist smit í liði á síðustu mínútunni og það lið var sett í sóttkví. Það var stjórnarfundur hjá okkur á föstudaginn þar sem við fórum yfir sviðsmyndina og við fengum betri upplýsingar frá Almannavörnum. Það er lengra samkomubann svo í ljósi þessa og eftir samráð við félögin sáum við ekki að það væri tímarammi til þess að klára bæði úrslita- og bikarkeppni.“ Hann segir að auðvitað hafi verið skiptar skoðanir á milli félaganna en hann segir hins vegar að flestir hafi verið sammála því að þetta hafi verið sú eina rétta ákvörðun í stöðunni. „Ég held að það hafi allir viljað klára þetta og það var uppleggið fyrir tveimur vikum að leita allra leiða. Við teiknuðum upp ansi margar myndir og möguleika. Eftir því sem lengra leið var ljóst að það yrði minna rými. Auðvitað eru skiptar skoðanir milli félaganna. Sum vildu gefa þessu lengri tíma á meðan önnur sögðu að það væri ekki hægt að halda áfram. Eftir þessi samtöl og samtöl innan stjórnar var þetta niðurstaðan.“ Allt innslagið má sjá hér að neðan. Klippa: Sportið í dag - Blaktímabilið blásið af Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Blak Sportið í dag Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Fleiri fréttir Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Sjá meira