Ánægð með ráðherra VG sem lögðust gegn hugmyndum um framkvæmdir á vegum NATO Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 14. maí 2020 13:19 Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður VG, er varaformaður utanríkismálanefndar Alþingis. Vísir/Vilhelm Rósa Björk Brynjólfsdóttir, varaformaður utanríkismálanefndar, segir að hugmyndir um framkvæmdir á vegum Atlantshafsbandalagsins á Suðurnesjum hafi ekki verið formlega ræddar á vettvangi þingsins. Hún fagnar því að ráðherrar Vinstri grænna hafi hafnað hugmyndum þess efnis. Nokkuð lengi hefur verið talað um að ráðast þurfi í viðhald og uppfærslu á hluta þeirrar aðstöðu í Keflavík sem Ísland veitir vegna þátttöku í Atlandshafsbandalaginu og á grundvelli varnarsamnings við Bandaríkin. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra lagði til í ráðherranefnd um ríkisfjármál nýverið að ráðist yrði í þau verkefni sem fyrir liggja sem liður í auknum framkvæmdum hins opinbera á Suðurnesjum vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins. Má þar meðal annars nefna uppbyggingu fyrir Atlantshafsbandalagið í Helguvíkurhöfn. Morgunblaðið segir frá því í dag að Vinstri græn hafi lagst gegn hugmyndum um milljarða framkvæmdir á vegum Atlantshafsbandalagsins á Suðurnesjum. Umfang framkvæmdanna er sagt geta hlaupið á tólf til átján milljörðum króna sem að langmestu leyti myndi koma frá Bandaríkjunum. Rósa Björk Brynjólfsdóttir er þingmaður Vinstri grænna og varaformaður utanríkismálanefndar. „Ég er náttúrlega bara mjög ánægð með það að ráðherrar VG í ríkisstjórn hafi lagst gegn þessum hugmyndum. En eins og fréttin gefur til kynna þá var þetta ekki rætt formlega heldur óformlega og ég er bara ánægð með mitt fólk að standa í fæturna í þeim óformlegu samtölum. Ég hef líka sagt það áður, að þrátt fyrir að ég skilji mjög vel að Suðurnesjamenn reyni að finna lausnir á þeim mikla efnahagsvanda sem blasir við þeim og okkur öllum, að þá hef ég hvatt Suðurnesjamenn til að sýna víðsýni og frjóan hug í tillögum sínum að atvinnuuppbyggingu í kjölfar Covid-19,“ segir Rósa. Hún leggur áherslu á að hugmyndir um framkvæmdir á vegum NATO séu samningsatriði, sem þurfi alltaf að fara í gegnum þinglega meðferð. „Þessar tillögur hafa aldrei komið inn á borð utanríkismálanefndar þingsins, það er að segja fréttir um tillögur um að uppbygging Atlantshafsbandalagsins í Helguvíkurhöfn yrðu liður í einhverjum framkvæmdum á vegum hins opinbera á Suðurnesjum í kjölfar covid, að þá er það bara gríðarlega pólitísk ákvörðun að taka,“ segir Rósa. Utanríkismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Efnahagsmál Reykjanesbær Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Varnarmál Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Fleiri fréttir Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Sjá meira
Rósa Björk Brynjólfsdóttir, varaformaður utanríkismálanefndar, segir að hugmyndir um framkvæmdir á vegum Atlantshafsbandalagsins á Suðurnesjum hafi ekki verið formlega ræddar á vettvangi þingsins. Hún fagnar því að ráðherrar Vinstri grænna hafi hafnað hugmyndum þess efnis. Nokkuð lengi hefur verið talað um að ráðast þurfi í viðhald og uppfærslu á hluta þeirrar aðstöðu í Keflavík sem Ísland veitir vegna þátttöku í Atlandshafsbandalaginu og á grundvelli varnarsamnings við Bandaríkin. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra lagði til í ráðherranefnd um ríkisfjármál nýverið að ráðist yrði í þau verkefni sem fyrir liggja sem liður í auknum framkvæmdum hins opinbera á Suðurnesjum vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins. Má þar meðal annars nefna uppbyggingu fyrir Atlantshafsbandalagið í Helguvíkurhöfn. Morgunblaðið segir frá því í dag að Vinstri græn hafi lagst gegn hugmyndum um milljarða framkvæmdir á vegum Atlantshafsbandalagsins á Suðurnesjum. Umfang framkvæmdanna er sagt geta hlaupið á tólf til átján milljörðum króna sem að langmestu leyti myndi koma frá Bandaríkjunum. Rósa Björk Brynjólfsdóttir er þingmaður Vinstri grænna og varaformaður utanríkismálanefndar. „Ég er náttúrlega bara mjög ánægð með það að ráðherrar VG í ríkisstjórn hafi lagst gegn þessum hugmyndum. En eins og fréttin gefur til kynna þá var þetta ekki rætt formlega heldur óformlega og ég er bara ánægð með mitt fólk að standa í fæturna í þeim óformlegu samtölum. Ég hef líka sagt það áður, að þrátt fyrir að ég skilji mjög vel að Suðurnesjamenn reyni að finna lausnir á þeim mikla efnahagsvanda sem blasir við þeim og okkur öllum, að þá hef ég hvatt Suðurnesjamenn til að sýna víðsýni og frjóan hug í tillögum sínum að atvinnuuppbyggingu í kjölfar Covid-19,“ segir Rósa. Hún leggur áherslu á að hugmyndir um framkvæmdir á vegum NATO séu samningsatriði, sem þurfi alltaf að fara í gegnum þinglega meðferð. „Þessar tillögur hafa aldrei komið inn á borð utanríkismálanefndar þingsins, það er að segja fréttir um tillögur um að uppbygging Atlantshafsbandalagsins í Helguvíkurhöfn yrðu liður í einhverjum framkvæmdum á vegum hins opinbera á Suðurnesjum í kjölfar covid, að þá er það bara gríðarlega pólitísk ákvörðun að taka,“ segir Rósa.
Utanríkismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Efnahagsmál Reykjanesbær Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Varnarmál Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Fleiri fréttir Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Sjá meira