Hugsaði það versta en segir verkinn aldrei hafa verið það mikinn Anton Ingi Leifsson skrifar 6. apríl 2020 20:00 Ómar Ingi hefur farið með íslenska landsliðinu á þrjú stórmót. vísir/getty Ómar Ingi Magnússon, landsliðsmaður í handbolta og leikmaður Álaborgar í dönsku úrvalsdeildinni, segir að hugurinn hafi leitað í það að hann myndi ekki snúa handbolta aftur en segir hins vegar að verkurinn hafi aldrei verið svo mikill. Skömmu áður en kórónuveirufaraldurinn stöðvaði danska handboltann eins og margar aðrar íþróttir spilaði Ómar sinn fyrsta handboltaleik í átta mánuði. Hann hafði glímt við meiðsli á höfði. Hann var til viðtals í Sportinu í dag þar sem hann ræddi við Henry Birgi Gunnarsson. „Þetta var öðruvísi fyrst og fremst. Þetta var ekki eitthvað sem maður er vanur að lenda í og skrýtin meiðsli. Þetta eru meiðsli sem maður þurfti bara að ganga í gegnum eins og allt annað og svo betur fer tókst það,“ sagði Ómar Ingi. „Síðan náði ég að spila í mánuð áður en það stoppaði allt aftur. Þetta hefur verið sérstakt tímabil en gott að vera kominn á skrið aftur.“ Hann segir að hann hafi hugsað út í það versta; að hann myndi aldrei snúa aftur á handboltavöllinn en segir að allir þeir sem hann hafi talað við hafi sagt honum að þetta myndi allt fara vel að endingu. „Maður hugsaði það alveg en mér fannst þetta aldrei vera það mikill verkur sem ég var með að ég myndi ekki geta spilað aftur. Þeir sem ég talaði við sögðu að það væri aldrei spurning um hvort ég myndi koma aftur, heldur bara hvenær.“ Selfyssingurinn segir að tilfinningin að snúa aftur á völlinn hafi verið ólýsanleg. „Það var frábært. Það var algjör snilld. Það er yndislegt að komast aftur í boltann og venjulegt líf. Það hefur ekki komið neitt bakslag og ég var búinn að æfa stigvaxandi í nokkra mánuði áður en ég steig inn á völlinn.“ Klippa: Sportið í dag - Ómar Ingi um höfuðmeiðslin Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Danski handboltinn Sportið í dag Mest lesið „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Sport Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Handbolti Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Íslenski boltinn Barcelona-leikmaður í leyfi vegna andlegrar heilsu sinnar Fótbolti Undirbýr Liverpool líf án Salah? Enski boltinn Hótað lífláti eftir mistökin Formúla 1 Pot í augun hans í bardaga kallaði fram sjaldgæfan sjúkdóm Sport Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Enski boltinn Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Handbolti Fleiri fréttir Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Norðurlöndin með risasigra á HM ÍR vann botnslaginn og sinn fyrsta sigur „Smá glóðarauga og nokkrar skrámur“ „Hún er sá leikmaður sem við hefðum viljað fá í þessi færi“ Ráðgátan með dularfulla peningaseðilinn í leik Íslands leyst Færeyingar í skýjunum: „Sennilega besti leikur sem ég hef spilað“ Skýrsla Ágústs: Hógværa hetjan Hafdís og hornin mega bera höfuðið hátt Fannst serbneski línumaðurinn leiðinleg og algjör tuddi „Fannst stelpurnar frábærar í seinni hálfleik“ „Reyndi að halda þessu áfram eins lengi og ég gat“ „Mig langar mjög mikið að gráta“ „Við vorum búnir að grafa okkur í djúpa holu“ Uppgjörið: Serbía - Ísland 27-26 | Hársbreidd frá stigi eftir frábæra endurkomu Færeysku stelpurnar unnu Spán: Söguleg stund fyrir Færeyjar Uppgjörið: Fram-FH 28-30 | Hafnfirðingar unnu meistarana Andri Már tryggði liði sínu jafntefli Sjá meira
Ómar Ingi Magnússon, landsliðsmaður í handbolta og leikmaður Álaborgar í dönsku úrvalsdeildinni, segir að hugurinn hafi leitað í það að hann myndi ekki snúa handbolta aftur en segir hins vegar að verkurinn hafi aldrei verið svo mikill. Skömmu áður en kórónuveirufaraldurinn stöðvaði danska handboltann eins og margar aðrar íþróttir spilaði Ómar sinn fyrsta handboltaleik í átta mánuði. Hann hafði glímt við meiðsli á höfði. Hann var til viðtals í Sportinu í dag þar sem hann ræddi við Henry Birgi Gunnarsson. „Þetta var öðruvísi fyrst og fremst. Þetta var ekki eitthvað sem maður er vanur að lenda í og skrýtin meiðsli. Þetta eru meiðsli sem maður þurfti bara að ganga í gegnum eins og allt annað og svo betur fer tókst það,“ sagði Ómar Ingi. „Síðan náði ég að spila í mánuð áður en það stoppaði allt aftur. Þetta hefur verið sérstakt tímabil en gott að vera kominn á skrið aftur.“ Hann segir að hann hafi hugsað út í það versta; að hann myndi aldrei snúa aftur á handboltavöllinn en segir að allir þeir sem hann hafi talað við hafi sagt honum að þetta myndi allt fara vel að endingu. „Maður hugsaði það alveg en mér fannst þetta aldrei vera það mikill verkur sem ég var með að ég myndi ekki geta spilað aftur. Þeir sem ég talaði við sögðu að það væri aldrei spurning um hvort ég myndi koma aftur, heldur bara hvenær.“ Selfyssingurinn segir að tilfinningin að snúa aftur á völlinn hafi verið ólýsanleg. „Það var frábært. Það var algjör snilld. Það er yndislegt að komast aftur í boltann og venjulegt líf. Það hefur ekki komið neitt bakslag og ég var búinn að æfa stigvaxandi í nokkra mánuði áður en ég steig inn á völlinn.“ Klippa: Sportið í dag - Ómar Ingi um höfuðmeiðslin Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Danski handboltinn Sportið í dag Mest lesið „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Sport Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Handbolti Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Íslenski boltinn Barcelona-leikmaður í leyfi vegna andlegrar heilsu sinnar Fótbolti Undirbýr Liverpool líf án Salah? Enski boltinn Hótað lífláti eftir mistökin Formúla 1 Pot í augun hans í bardaga kallaði fram sjaldgæfan sjúkdóm Sport Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Enski boltinn Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Handbolti Fleiri fréttir Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Norðurlöndin með risasigra á HM ÍR vann botnslaginn og sinn fyrsta sigur „Smá glóðarauga og nokkrar skrámur“ „Hún er sá leikmaður sem við hefðum viljað fá í þessi færi“ Ráðgátan með dularfulla peningaseðilinn í leik Íslands leyst Færeyingar í skýjunum: „Sennilega besti leikur sem ég hef spilað“ Skýrsla Ágústs: Hógværa hetjan Hafdís og hornin mega bera höfuðið hátt Fannst serbneski línumaðurinn leiðinleg og algjör tuddi „Fannst stelpurnar frábærar í seinni hálfleik“ „Reyndi að halda þessu áfram eins lengi og ég gat“ „Mig langar mjög mikið að gráta“ „Við vorum búnir að grafa okkur í djúpa holu“ Uppgjörið: Serbía - Ísland 27-26 | Hársbreidd frá stigi eftir frábæra endurkomu Færeysku stelpurnar unnu Spán: Söguleg stund fyrir Færeyjar Uppgjörið: Fram-FH 28-30 | Hafnfirðingar unnu meistarana Andri Már tryggði liði sínu jafntefli Sjá meira