Stórfiskaleikur í Tyrklandi vakti ekki mikla lukku hjá Kára Anton Ingi Leifsson skrifar 6. apríl 2020 19:00 Kári á leik á HM 2018 en hann hefur verið lykilmaður í íslenska landsliðinu undanfarin ár. vísir/getty Kári Árnason segir að hann hefði ekki getað verið í meira en eitt ár hjá Gençlerbirliği í Tyrklandi. Hann segir að æfingarnar hafi verið oft á tíðum verið furðulegar og viðeran ansi mikil. Kári var gestur í Sportinu í dag þar sem hann fór yfir víðan völl en hann leikur nú með Víkingi í Pepsi Max-deild karla eftir fjórtán ára feril í atvinnumennsku. Síðasta lið Kára í atvinnumennsku var Gençlerbirliği í Tyrklandi þar sem hann lék þrettán leiki. Kári segir að hann hafi ekki getað annað tímabil. „Ég hefði ekki haldið lengur út í Tyrklandi en eitt ár. Það er svoleiðis. Þeir eru rosalega sérstakir. Æfingarnar eru allt öðruvísi. Þeir eru góðir í fótbolta og það fer ekkert á milli mála en upphitunin var einhverjir leikir sem þeim fannst rosalega skemmtilegir,“ sagði Kári og hélt áfram: „Það var stórfiskaleikur og það var orðið alveg vel þreytt eftir tvær vikur. Svo hélt það bara áfram. Inn og út um gluggann var mikið notað. Þetta hljómar eins og sjötti flokkur.“ Tyrkirnir eru ekki mikið að treysta sínum leikmönnum og því þurftu Kári og félagar að dúsa nær allan daginn á hóteli liðsins, án þess að hafa neitt fyrir stafni. „Svo var viðveran rosaleg. Öll liðin eru með hótel á æfingasvæðinu. Þú þarft að vera þar inn á herbergi tvo tíma fyrir æfingu og svo þrjá til fjóra tíma eftir æfingu. Þú ert kominn heim klukkan sex þegar þú hefðir getað komið heim í hádeginu.“ „Það voru sex frídagar. Frídagarnir voru þannig að þú þurftir að koma á æfingasvæðið og réðst hvað þú gerðir. Þú gast bara hangið upp á herbergi. Þeir treysta ekkert leikmönnunum til að vera ekki í einhverju bulli og vilja hafa þá á æfingasvæðinu allan daginn,“ sgaði varnarjaxlinn. Klippa: Sportið í dag - Kári um Tyrkland Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Tyrkland Sportið í dag Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Sjá meira
Kári Árnason segir að hann hefði ekki getað verið í meira en eitt ár hjá Gençlerbirliği í Tyrklandi. Hann segir að æfingarnar hafi verið oft á tíðum verið furðulegar og viðeran ansi mikil. Kári var gestur í Sportinu í dag þar sem hann fór yfir víðan völl en hann leikur nú með Víkingi í Pepsi Max-deild karla eftir fjórtán ára feril í atvinnumennsku. Síðasta lið Kára í atvinnumennsku var Gençlerbirliği í Tyrklandi þar sem hann lék þrettán leiki. Kári segir að hann hafi ekki getað annað tímabil. „Ég hefði ekki haldið lengur út í Tyrklandi en eitt ár. Það er svoleiðis. Þeir eru rosalega sérstakir. Æfingarnar eru allt öðruvísi. Þeir eru góðir í fótbolta og það fer ekkert á milli mála en upphitunin var einhverjir leikir sem þeim fannst rosalega skemmtilegir,“ sagði Kári og hélt áfram: „Það var stórfiskaleikur og það var orðið alveg vel þreytt eftir tvær vikur. Svo hélt það bara áfram. Inn og út um gluggann var mikið notað. Þetta hljómar eins og sjötti flokkur.“ Tyrkirnir eru ekki mikið að treysta sínum leikmönnum og því þurftu Kári og félagar að dúsa nær allan daginn á hóteli liðsins, án þess að hafa neitt fyrir stafni. „Svo var viðveran rosaleg. Öll liðin eru með hótel á æfingasvæðinu. Þú þarft að vera þar inn á herbergi tvo tíma fyrir æfingu og svo þrjá til fjóra tíma eftir æfingu. Þú ert kominn heim klukkan sex þegar þú hefðir getað komið heim í hádeginu.“ „Það voru sex frídagar. Frídagarnir voru þannig að þú þurftir að koma á æfingasvæðið og réðst hvað þú gerðir. Þú gast bara hangið upp á herbergi. Þeir treysta ekkert leikmönnunum til að vera ekki í einhverju bulli og vilja hafa þá á æfingasvæðinu allan daginn,“ sgaði varnarjaxlinn. Klippa: Sportið í dag - Kári um Tyrkland Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Tyrkland Sportið í dag Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Sjá meira