Stórfiskaleikur í Tyrklandi vakti ekki mikla lukku hjá Kára Anton Ingi Leifsson skrifar 6. apríl 2020 19:00 Kári á leik á HM 2018 en hann hefur verið lykilmaður í íslenska landsliðinu undanfarin ár. vísir/getty Kári Árnason segir að hann hefði ekki getað verið í meira en eitt ár hjá Gençlerbirliği í Tyrklandi. Hann segir að æfingarnar hafi verið oft á tíðum verið furðulegar og viðeran ansi mikil. Kári var gestur í Sportinu í dag þar sem hann fór yfir víðan völl en hann leikur nú með Víkingi í Pepsi Max-deild karla eftir fjórtán ára feril í atvinnumennsku. Síðasta lið Kára í atvinnumennsku var Gençlerbirliği í Tyrklandi þar sem hann lék þrettán leiki. Kári segir að hann hafi ekki getað annað tímabil. „Ég hefði ekki haldið lengur út í Tyrklandi en eitt ár. Það er svoleiðis. Þeir eru rosalega sérstakir. Æfingarnar eru allt öðruvísi. Þeir eru góðir í fótbolta og það fer ekkert á milli mála en upphitunin var einhverjir leikir sem þeim fannst rosalega skemmtilegir,“ sagði Kári og hélt áfram: „Það var stórfiskaleikur og það var orðið alveg vel þreytt eftir tvær vikur. Svo hélt það bara áfram. Inn og út um gluggann var mikið notað. Þetta hljómar eins og sjötti flokkur.“ Tyrkirnir eru ekki mikið að treysta sínum leikmönnum og því þurftu Kári og félagar að dúsa nær allan daginn á hóteli liðsins, án þess að hafa neitt fyrir stafni. „Svo var viðveran rosaleg. Öll liðin eru með hótel á æfingasvæðinu. Þú þarft að vera þar inn á herbergi tvo tíma fyrir æfingu og svo þrjá til fjóra tíma eftir æfingu. Þú ert kominn heim klukkan sex þegar þú hefðir getað komið heim í hádeginu.“ „Það voru sex frídagar. Frídagarnir voru þannig að þú þurftir að koma á æfingasvæðið og réðst hvað þú gerðir. Þú gast bara hangið upp á herbergi. Þeir treysta ekkert leikmönnunum til að vera ekki í einhverju bulli og vilja hafa þá á æfingasvæðinu allan daginn,“ sgaði varnarjaxlinn. Klippa: Sportið í dag - Kári um Tyrkland Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Tyrkland Sportið í dag Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Sport Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Fleiri fréttir Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Sjá meira
Kári Árnason segir að hann hefði ekki getað verið í meira en eitt ár hjá Gençlerbirliği í Tyrklandi. Hann segir að æfingarnar hafi verið oft á tíðum verið furðulegar og viðeran ansi mikil. Kári var gestur í Sportinu í dag þar sem hann fór yfir víðan völl en hann leikur nú með Víkingi í Pepsi Max-deild karla eftir fjórtán ára feril í atvinnumennsku. Síðasta lið Kára í atvinnumennsku var Gençlerbirliği í Tyrklandi þar sem hann lék þrettán leiki. Kári segir að hann hafi ekki getað annað tímabil. „Ég hefði ekki haldið lengur út í Tyrklandi en eitt ár. Það er svoleiðis. Þeir eru rosalega sérstakir. Æfingarnar eru allt öðruvísi. Þeir eru góðir í fótbolta og það fer ekkert á milli mála en upphitunin var einhverjir leikir sem þeim fannst rosalega skemmtilegir,“ sagði Kári og hélt áfram: „Það var stórfiskaleikur og það var orðið alveg vel þreytt eftir tvær vikur. Svo hélt það bara áfram. Inn og út um gluggann var mikið notað. Þetta hljómar eins og sjötti flokkur.“ Tyrkirnir eru ekki mikið að treysta sínum leikmönnum og því þurftu Kári og félagar að dúsa nær allan daginn á hóteli liðsins, án þess að hafa neitt fyrir stafni. „Svo var viðveran rosaleg. Öll liðin eru með hótel á æfingasvæðinu. Þú þarft að vera þar inn á herbergi tvo tíma fyrir æfingu og svo þrjá til fjóra tíma eftir æfingu. Þú ert kominn heim klukkan sex þegar þú hefðir getað komið heim í hádeginu.“ „Það voru sex frídagar. Frídagarnir voru þannig að þú þurftir að koma á æfingasvæðið og réðst hvað þú gerðir. Þú gast bara hangið upp á herbergi. Þeir treysta ekkert leikmönnunum til að vera ekki í einhverju bulli og vilja hafa þá á æfingasvæðinu allan daginn,“ sgaði varnarjaxlinn. Klippa: Sportið í dag - Kári um Tyrkland Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Tyrkland Sportið í dag Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Sport Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Fleiri fréttir Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Sjá meira