Suðurnesjamenn kalla eftir því að ríkisstjórnin ráðist í frekari aðgerðir Eiður Þór Árnason skrifar 6. apríl 2020 13:24 Páll Ketilsson, ritstjóri Víkurfrétta, talar fyrir því að ríkisstjórnin ráðist í frekari aðgerðir. vísir/samsett Suðurnes hafa farið einna verst út úr þeirri niðursveiflu sem nú ríður yfir landið vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar og hafa sumir íbúar kallað eftir sértækum ríkisaðgerðum á svæðinu. Páll Ketilsson, ritstjóri Víkurfrétta, ræddi stöðuna í morgunþættinum Bítinu í dag og talar fyrir því að ríkisstjórnin ráðist í frekari aðgerðir. „Við vonumst til þess núna að ríkisvaldið horfi á þetta eins og það er. Ástandið er greinilega verst hérna, það er talað um að atvinnuleysi geti farið yfir 20, jafnvel upp í 24 prósent. Það er nú þegar í 17 prósentum og er að hækka.“ Leggur til að farið verði í framkvæmdir Hann segir að til að mynda hægt að leggjast í mannfrekar framkvæmdir. „Það er fullt af verkefnum sem hægt er að fara í mjög auðveldlega hérna nálægt okkur, sem eru tilbúin að fara í, þannig að ég vona bara að ríkisstjórnin horfi á það.“ Til að mynda sé auðvelt núna að fara í framkvæmdir á Flugstöð Leifs Eiríkssonar í ljósi þess að hún sé nú meira og minna tóm. „Ég veit að Isavia er tilbúið og undirbúið í að fara í margt sem hægt er að gera, mannfrekar framkvæmdir sem við erum með á teikniborðinu og undirbúin verkefni sem hægt væri að fara í bara mjög fljótlega.“ „Það eru allar aðstæður mjög frábærar núna getum við sagt á þessum skrítnu tímum. Það er hægt að fá hagstæðari tilboð og eins og ég segi að slá margar flugur í einu höggi. Atvinnuleysi myndi minnka og síðast en ekki síst það sem þarf virkilega að gera, það þarf að bæta Keflavíkurflugvöll.“ Kallar eftir því að þingmenn og bæjarstjórnir taki höndum saman Er hægt að gulltryggja það að ef það verður farið í þessar framkvæmdir að það verði fólk þarna á staðnum sem fái þessa vinnu? „Mér finnst það mjög líklegt og ég veit að það hefur verið stefna Isavia að veita sem mest til fólks hér á Suðurnesjum. Það er náttúrulega hentugra fyrir Isavia líka að vera með fólk héðan af svæðinu og ég veit bara að það hefur verið stefna hjá þeim að gera það eins og hægt er.“ Páll segir að einnig væri hægt að ráðast í fleiri verkefni á svæðinu. „Auðvitað eru fleiri framkvæmdir sem ég veit að eru á lista sem ríkisstjórnin hefur fyrir framan sig. Það er ýmislegt hérna, heilbrigðisstofnunin og Reykjanesbrautin og eitthvað fleira.“ Hann kallar eftir því að bæjarstjórnir á Suðurnesjum og þingmenn svæðisins taki höndum saman og setji meiri kraft í þessa vinnu. „Við trúum ekki öðru en að ríkisvaldið, sem þarf að koma hérna mjög sterkt inn, horfi til þessa svæðis sem er að blæða út núna þessa dagana. Það verður bara að horfa á það, hlutirnir eru verstir hérna, við erum svo mikið tengdir fluginu og ferðaþjónustunni að það þarf að hjálpa til, það er bara staðan.“ Suðurnesjabær Reykjanesbær Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Vogar Grindavík Bítið Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira
Suðurnes hafa farið einna verst út úr þeirri niðursveiflu sem nú ríður yfir landið vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar og hafa sumir íbúar kallað eftir sértækum ríkisaðgerðum á svæðinu. Páll Ketilsson, ritstjóri Víkurfrétta, ræddi stöðuna í morgunþættinum Bítinu í dag og talar fyrir því að ríkisstjórnin ráðist í frekari aðgerðir. „Við vonumst til þess núna að ríkisvaldið horfi á þetta eins og það er. Ástandið er greinilega verst hérna, það er talað um að atvinnuleysi geti farið yfir 20, jafnvel upp í 24 prósent. Það er nú þegar í 17 prósentum og er að hækka.“ Leggur til að farið verði í framkvæmdir Hann segir að til að mynda hægt að leggjast í mannfrekar framkvæmdir. „Það er fullt af verkefnum sem hægt er að fara í mjög auðveldlega hérna nálægt okkur, sem eru tilbúin að fara í, þannig að ég vona bara að ríkisstjórnin horfi á það.“ Til að mynda sé auðvelt núna að fara í framkvæmdir á Flugstöð Leifs Eiríkssonar í ljósi þess að hún sé nú meira og minna tóm. „Ég veit að Isavia er tilbúið og undirbúið í að fara í margt sem hægt er að gera, mannfrekar framkvæmdir sem við erum með á teikniborðinu og undirbúin verkefni sem hægt væri að fara í bara mjög fljótlega.“ „Það eru allar aðstæður mjög frábærar núna getum við sagt á þessum skrítnu tímum. Það er hægt að fá hagstæðari tilboð og eins og ég segi að slá margar flugur í einu höggi. Atvinnuleysi myndi minnka og síðast en ekki síst það sem þarf virkilega að gera, það þarf að bæta Keflavíkurflugvöll.“ Kallar eftir því að þingmenn og bæjarstjórnir taki höndum saman Er hægt að gulltryggja það að ef það verður farið í þessar framkvæmdir að það verði fólk þarna á staðnum sem fái þessa vinnu? „Mér finnst það mjög líklegt og ég veit að það hefur verið stefna Isavia að veita sem mest til fólks hér á Suðurnesjum. Það er náttúrulega hentugra fyrir Isavia líka að vera með fólk héðan af svæðinu og ég veit bara að það hefur verið stefna hjá þeim að gera það eins og hægt er.“ Páll segir að einnig væri hægt að ráðast í fleiri verkefni á svæðinu. „Auðvitað eru fleiri framkvæmdir sem ég veit að eru á lista sem ríkisstjórnin hefur fyrir framan sig. Það er ýmislegt hérna, heilbrigðisstofnunin og Reykjanesbrautin og eitthvað fleira.“ Hann kallar eftir því að bæjarstjórnir á Suðurnesjum og þingmenn svæðisins taki höndum saman og setji meiri kraft í þessa vinnu. „Við trúum ekki öðru en að ríkisvaldið, sem þarf að koma hérna mjög sterkt inn, horfi til þessa svæðis sem er að blæða út núna þessa dagana. Það verður bara að horfa á það, hlutirnir eru verstir hérna, við erum svo mikið tengdir fluginu og ferðaþjónustunni að það þarf að hjálpa til, það er bara staðan.“
Suðurnesjabær Reykjanesbær Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Vogar Grindavík Bítið Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira