Lífið

„Þetta er bara líf mitt og ekkert bull“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Fjalla er um lífshlaup Bubba Morthens í sýningunni Níu líf.
Fjalla er um lífshlaup Bubba Morthens í sýningunni Níu líf.

Söngleikurinn Níu líf fjallar um ævi Bubba Morthens, manninn sem fyrst var málsvari verkalýðsins og atómpönkari en svo einnig fíkill, veiðimaður, friðarsinni, boxari og auðvitað tónlistarmaður.

Sýningin er í hléi vegna kórónuveirunnar en fer svo á svið Borgarleikhússins þegar samkomubanni lýkur.

Í Íslandi í dag á föstudagskvöldið var fjallað um verkið og meðal annars rætt við Bubba sjálfan. Ólafur Egill Egilsson, leikstjóri sýningarinnar segir að Bubbi sjálfur hafi fengið hugmyndina að verkinu.

„Það er bara súrealískt og fallegt að horfa á þetta. Þetta er svo miklu meira en söngleikur heldur stórt leikhús. Mikið drama. Það er gæsahúð, hlátur, grátur, aulahrollur og allt þar á milli,“ segir Bubbi Morthens í samtali við Sindra Sindrason.

„Þetta er bara líf mitt og ekkert bull. Þó það sé aðeins fært í stílinn þá er þetta byggt á sönnum hlutum eins og ég man þá.“

Hann viðurkennir þó að hann muni ekki vel eftir ákveðnum tímum í lífi sínu.

„Mér þykir undurvænt um alla þessa Bubba sem eru á sviðinu. Það er rosalega góð tilfinning að finna það og það er gott að vera kominn á þann stað. Svo auðvitað kitlar þetta hégómann líka, eðlilega.“

Hér að neðan má sjá innslagið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.