Fjallar um fjöldaeitrun af völdum tréspíra Stefán Árni Pálsson skrifar 6. apríl 2020 13:31 Stefán Hjörleifsson, framkvæmdastjóri Storytel, og Sigursteinn Másson. Fyrsta mál nýrrar seríu í Sönnum íslenskum sakamálum kallast Eitrun í Eyjum. Sigursteinn Másson, sem unnið hefur að þáttunum, segir að Eitrun í Eyjum fjalli um það þegar þrír skipverjar á Stakksárfossi fundu sjórekna tunnu fulla af spíra við Vestmannaeyjar skömmu fyrir Þjóðhátíðarhelgina 1943 og hugðu sér gott til glóðarinnar. ,,Það sem þeir áttuðu sig ekki á var að um var að ræða baneitraðan tréspíra en eftir helgina miklu lágu samtals níu í valnum, nokkrir fengu varanlega fötlun og tugir veiktust illa,“ segir Sigursteinn þáttastjórnandi. ,,Í þættinum er þetta sérstæða sakamál krufið til mergjar og rætt við fólk sem upplifði atburðinn og kynnti sér þá síðar. Leyndarhyggja umlukti málið um áratuga skeið og í þættinum er varpað ljósi á það og áhrifin á hið 3000 manna samfélag. Sömuleiðis hvernig spírinn fór í dreifingu þrátt fyrir að sjómennirnir sem fundu hann hafi reynt að ganga úr skugga um að óhætt væri að drekka hann. Þá er fjallað er um tíðarandann og sambúðina við breska herinn sem kom sér fyrir í Eyjum tveimur mánuðum eftir að Ísland var hernumið,” bætir Sigursteinn við. Hafði aldrei heyrt um málið ,,Í nóvember sl. heyrði ég útvarpsviðtal við Ragnar Jónsson lækni þar sem hann var að tala um eitthvað gamalt mál í Vestmannaeyjum þar sem fjölmargir dóu og aðrir veiktust mikið. Heyrði hann tala um að málið hafi legið í þagnargildi árum saman. Ég hafði aldrei heyrt um þetta mál. Þetta vakti óskipta athygli mína og ég setti mig í samband við Ragnar sem hefur öðrum fremur rannsakað þetta hörmulega mál þegar níu manns létust af völdum baneitraðs tréspíra sem dreift var á Þjóðhátíð í Eyjum. Þegar ég fór að skoða málið nánar vakti sérstaka athygli mína viðbrögð Eyjamanna auk þess sem málið sjálft er einstakt á margan hátt,” segir Sigursteinn enn fremur um þetta fyrsta mál nýrrar þáttaraðar af Sönnum íslenskum sakamálum. Fyrsta þáttaröðin á Storytel gekk vel og trónir nú í fyrsta sæti yfir efni sem hefur verið hlustað á hjá efnisveitunni. Sakamálin sem eru til umfjöllunar í nýju þáttaröðinni eru fjölbreytt og áhugaverð en Sigursteinn kafar til að mynda í þekkt sakamál á borð við vændisstarfsemi Svörtu perlunnar, Catalinu Ncogo og Byrgismálið. Fjölmiðlar Vestmannaeyjar Mest lesið Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Lífið Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Bíó og sjónvarp Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Bíó og sjónvarp Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Lífið Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Menning Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Heyra ekkert í Harry og Meghan Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Fleiri fréttir Heyra ekkert í Harry og Meghan Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Sjá meira
Fyrsta mál nýrrar seríu í Sönnum íslenskum sakamálum kallast Eitrun í Eyjum. Sigursteinn Másson, sem unnið hefur að þáttunum, segir að Eitrun í Eyjum fjalli um það þegar þrír skipverjar á Stakksárfossi fundu sjórekna tunnu fulla af spíra við Vestmannaeyjar skömmu fyrir Þjóðhátíðarhelgina 1943 og hugðu sér gott til glóðarinnar. ,,Það sem þeir áttuðu sig ekki á var að um var að ræða baneitraðan tréspíra en eftir helgina miklu lágu samtals níu í valnum, nokkrir fengu varanlega fötlun og tugir veiktust illa,“ segir Sigursteinn þáttastjórnandi. ,,Í þættinum er þetta sérstæða sakamál krufið til mergjar og rætt við fólk sem upplifði atburðinn og kynnti sér þá síðar. Leyndarhyggja umlukti málið um áratuga skeið og í þættinum er varpað ljósi á það og áhrifin á hið 3000 manna samfélag. Sömuleiðis hvernig spírinn fór í dreifingu þrátt fyrir að sjómennirnir sem fundu hann hafi reynt að ganga úr skugga um að óhætt væri að drekka hann. Þá er fjallað er um tíðarandann og sambúðina við breska herinn sem kom sér fyrir í Eyjum tveimur mánuðum eftir að Ísland var hernumið,” bætir Sigursteinn við. Hafði aldrei heyrt um málið ,,Í nóvember sl. heyrði ég útvarpsviðtal við Ragnar Jónsson lækni þar sem hann var að tala um eitthvað gamalt mál í Vestmannaeyjum þar sem fjölmargir dóu og aðrir veiktust mikið. Heyrði hann tala um að málið hafi legið í þagnargildi árum saman. Ég hafði aldrei heyrt um þetta mál. Þetta vakti óskipta athygli mína og ég setti mig í samband við Ragnar sem hefur öðrum fremur rannsakað þetta hörmulega mál þegar níu manns létust af völdum baneitraðs tréspíra sem dreift var á Þjóðhátíð í Eyjum. Þegar ég fór að skoða málið nánar vakti sérstaka athygli mína viðbrögð Eyjamanna auk þess sem málið sjálft er einstakt á margan hátt,” segir Sigursteinn enn fremur um þetta fyrsta mál nýrrar þáttaraðar af Sönnum íslenskum sakamálum. Fyrsta þáttaröðin á Storytel gekk vel og trónir nú í fyrsta sæti yfir efni sem hefur verið hlustað á hjá efnisveitunni. Sakamálin sem eru til umfjöllunar í nýju þáttaröðinni eru fjölbreytt og áhugaverð en Sigursteinn kafar til að mynda í þekkt sakamál á borð við vændisstarfsemi Svörtu perlunnar, Catalinu Ncogo og Byrgismálið.
Fjölmiðlar Vestmannaeyjar Mest lesið Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Lífið Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Bíó og sjónvarp Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Bíó og sjónvarp Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Lífið Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Menning Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Heyra ekkert í Harry og Meghan Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Fleiri fréttir Heyra ekkert í Harry og Meghan Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Sjá meira