Fengu leyfi fyrir innflutningi tarantúlna Atli Ísleifsson skrifar 6. apríl 2020 08:39 Tarantúlur verða til sýnis í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum innan skamms. Umhverfisstofnun Umhverfisstofnun hefur veitt Fjölskyldu- og húsdýragarðinum heimild til innflutnings á fjórum risaköngulóm, eða tarantúlum, frá Þýskalandi. Verða tarantúlurnar til sýnis í garðinum að ákveðnum skilyrðum uppfylltum. Í tilkynningu frá Umhverfisstofnun segir að um framandi lífverur sé að ræða og sé innflutningurinn því háður leyfi stofnunarinnar. „Auk sýningar og fræðslu, verða köngulærnar mögulega notaðar við meðferð á ofsahræðslu á köngulóm (arachnophobia). Í umfjöllun sérfræðinganefndar kemur fram að útilokað sé að risaköngulær geti lifað af við náttúrulegar aðstæður á Íslandi, heldur geti þær einungis þrifist innan dyra og þá með umönnun, því þær þurfa hátt hitastig og raka auk vatns og fæðu. Tegundin myndi því ekki lifa af við íslenskar aðstæður ef svo færi að hún slyppi úr búri eða garðinum,“ segir í tilkynningunni. Fésugla (Ptilopsis granti).Wikipedia/CC Heimild fyrir innflutning á fésuglum Ennfremur segir að Umhverfisstofnun hafi einnig veitt Sigrúnu Kærnested Óladóttur leyfi fyrir innflutning á fjórum fésuglum (Ptilopsis granti) frá Bretlandi. Verða þær til sýnis í sérútbúnu húsi með áföstu búri. „Í umfjöllun sérfræðinganefndarinnar kemur fram að ólíklegt sé að fésuglur geti þrifist villtar hér á landi vegna óhagstæðs verðurfars og fábreytts fæðuframboðs. Sérfræðinganefnd um framandi lífverur er sammála því mati að áhættan af innflutningi fésuglna fyrir innlendar uglutegundir sé hverfandi.“ Dýr Reykjavík Skordýr Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Innlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Fleiri fréttir Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Sjá meira
Umhverfisstofnun hefur veitt Fjölskyldu- og húsdýragarðinum heimild til innflutnings á fjórum risaköngulóm, eða tarantúlum, frá Þýskalandi. Verða tarantúlurnar til sýnis í garðinum að ákveðnum skilyrðum uppfylltum. Í tilkynningu frá Umhverfisstofnun segir að um framandi lífverur sé að ræða og sé innflutningurinn því háður leyfi stofnunarinnar. „Auk sýningar og fræðslu, verða köngulærnar mögulega notaðar við meðferð á ofsahræðslu á köngulóm (arachnophobia). Í umfjöllun sérfræðinganefndar kemur fram að útilokað sé að risaköngulær geti lifað af við náttúrulegar aðstæður á Íslandi, heldur geti þær einungis þrifist innan dyra og þá með umönnun, því þær þurfa hátt hitastig og raka auk vatns og fæðu. Tegundin myndi því ekki lifa af við íslenskar aðstæður ef svo færi að hún slyppi úr búri eða garðinum,“ segir í tilkynningunni. Fésugla (Ptilopsis granti).Wikipedia/CC Heimild fyrir innflutning á fésuglum Ennfremur segir að Umhverfisstofnun hafi einnig veitt Sigrúnu Kærnested Óladóttur leyfi fyrir innflutning á fjórum fésuglum (Ptilopsis granti) frá Bretlandi. Verða þær til sýnis í sérútbúnu húsi með áföstu búri. „Í umfjöllun sérfræðinganefndarinnar kemur fram að ólíklegt sé að fésuglur geti þrifist villtar hér á landi vegna óhagstæðs verðurfars og fábreytts fæðuframboðs. Sérfræðinganefnd um framandi lífverur er sammála því mati að áhættan af innflutningi fésuglna fyrir innlendar uglutegundir sé hverfandi.“
Dýr Reykjavík Skordýr Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Innlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Fleiri fréttir Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Sjá meira