Andlát: Gissur Sigurðsson Þórir Guðmundsson skrifar 6. apríl 2020 06:50 Gissur Sigurðsson fréttamaður Gissur Sigurðsson fréttamaður lést af veikindum á Landspítalanum í Fossvogi í fyrrinótt. Hann sagði morgunfréttir á Bylgjunni í aldarfjórðung. Ófáir landsmenn ólust upp við fréttaflutning Gissurar, sem hann gæddi lífi með hrjúfri og hlýrri rödd, einarðri fróðleiksfýsn og yfirgripsmikilli þekkingu á íslensku samfélagi. Gissur fæddist 7. desember 1947 í Hraungerði í Flóa. Foreldrar hans voru Stefanía Gissurardóttir og séra Sigurður Pálsson vígslubiskup. Þau fluttu á Selfoss árið 1956 þegar Gissur var níu ára. Hann var næst yngstur af sjö systkinum. Gissur hóf starfsferil sinn í blaðamennsku hjá Alþýðublaðinu um tvítugt. Hann varð fyrsti ritstjóri tímaritsins Sjávarfrétta og þótti flytja fréttir af sjávarútvegi af mikilli þekkingu enda hafði Gissur stundað sjómennsku á sínum yngri árum. Í framhaldinu tók hann þátt í stofnun Dagblaðsins sem breyttist síðar í Dagblaðið Vísi og er í dag kallað DV. Gissur Sigurðsson opnar formlega Gissurarstofu, eins og fréttastúdíó Bylgjunnar var nefnt, eftir flutning fréttastofunnar úr Skaftahlíð á Suðurlandsbraut.Vilhelm/Vísir Ferill hans sem útvarpsmaður hófst hjá fréttastofu Ríkisútvarpsins í kringum 1980 þar sem hann starfaði í 16 ár þar til hann flutti sig yfir á Bylgjuna. Hann sá um morgunfréttir Bylgjunnar við miklar vinsældir landsmanna, enda þekktur fyrir einstaka frásagnargáfu og húmor. Hvort tveggja naut sín til fulls í Bítinu á Bylgjunni. Þar var hann daglegur gestur árum saman, óhræddur við að segja skoðanir sínar og gantast við umsjónarmennina, Heimi Karlsson og Gunnlaug Helgason. Heimir ræddi við Gissur um ferilinn í ítarlegu viðtali á jóladag 2018 sem hlýða má á að neðan. Gissur skilur eftir sig fjögur börn, eina stjúpdóttur og sjö barnabörn. Börn hans eru Guðbjörg útgefandi, Gissur Páll söngvari, Jón Grétar kvikmynda- og þáttagerðarmaður, Hrafnhildur myndlistarmaður og sýningarstjóri og Helga Auðardóttir sálfræðingur. Gissur með þeim Heimi, Þráni og Gulla. Starfsmenn fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar minnast Gissurar með mikilli virðingu og hlýju. Hann var óviðjafnanlegur fréttamaður og kær samstarfsmaður sem átti samleið með hlustendum morgunútvarps Bylgjunnar í 25 ár. Við vottum aðstandendum hans samúð okkar og kveðjum einstakan mann. Andlát Fjölmiðlar Bítið Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Fleiri fréttir Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjá meira
Gissur Sigurðsson fréttamaður lést af veikindum á Landspítalanum í Fossvogi í fyrrinótt. Hann sagði morgunfréttir á Bylgjunni í aldarfjórðung. Ófáir landsmenn ólust upp við fréttaflutning Gissurar, sem hann gæddi lífi með hrjúfri og hlýrri rödd, einarðri fróðleiksfýsn og yfirgripsmikilli þekkingu á íslensku samfélagi. Gissur fæddist 7. desember 1947 í Hraungerði í Flóa. Foreldrar hans voru Stefanía Gissurardóttir og séra Sigurður Pálsson vígslubiskup. Þau fluttu á Selfoss árið 1956 þegar Gissur var níu ára. Hann var næst yngstur af sjö systkinum. Gissur hóf starfsferil sinn í blaðamennsku hjá Alþýðublaðinu um tvítugt. Hann varð fyrsti ritstjóri tímaritsins Sjávarfrétta og þótti flytja fréttir af sjávarútvegi af mikilli þekkingu enda hafði Gissur stundað sjómennsku á sínum yngri árum. Í framhaldinu tók hann þátt í stofnun Dagblaðsins sem breyttist síðar í Dagblaðið Vísi og er í dag kallað DV. Gissur Sigurðsson opnar formlega Gissurarstofu, eins og fréttastúdíó Bylgjunnar var nefnt, eftir flutning fréttastofunnar úr Skaftahlíð á Suðurlandsbraut.Vilhelm/Vísir Ferill hans sem útvarpsmaður hófst hjá fréttastofu Ríkisútvarpsins í kringum 1980 þar sem hann starfaði í 16 ár þar til hann flutti sig yfir á Bylgjuna. Hann sá um morgunfréttir Bylgjunnar við miklar vinsældir landsmanna, enda þekktur fyrir einstaka frásagnargáfu og húmor. Hvort tveggja naut sín til fulls í Bítinu á Bylgjunni. Þar var hann daglegur gestur árum saman, óhræddur við að segja skoðanir sínar og gantast við umsjónarmennina, Heimi Karlsson og Gunnlaug Helgason. Heimir ræddi við Gissur um ferilinn í ítarlegu viðtali á jóladag 2018 sem hlýða má á að neðan. Gissur skilur eftir sig fjögur börn, eina stjúpdóttur og sjö barnabörn. Börn hans eru Guðbjörg útgefandi, Gissur Páll söngvari, Jón Grétar kvikmynda- og þáttagerðarmaður, Hrafnhildur myndlistarmaður og sýningarstjóri og Helga Auðardóttir sálfræðingur. Gissur með þeim Heimi, Þráni og Gulla. Starfsmenn fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar minnast Gissurar með mikilli virðingu og hlýju. Hann var óviðjafnanlegur fréttamaður og kær samstarfsmaður sem átti samleið með hlustendum morgunútvarps Bylgjunnar í 25 ár. Við vottum aðstandendum hans samúð okkar og kveðjum einstakan mann.
Andlát Fjölmiðlar Bítið Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Fleiri fréttir Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjá meira