Umhugsunarefni hversu langt sum Evrópuríki ganga Sylvía Hall skrifar 5. apríl 2020 22:43 Katrín Jakobsdóttir í Víglínunni í dag. Vísir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir mikla áherslu lagða á það að halda þinginu gangandi þó svo að aðstæður í samfélaginu séu erfiðar. Dæmi séu um að Evrópuríki séu að færa auknar valdheimildir til framkvæmdavaldsins á þessum tímum og það sé umhugsunarefni. „Mér hefur ekki fundist það spennandi þróun og ég er ánægð með það að þó svo að þingið sé ekki á fullu gasi, að þá erum við með þing starfandi. Hér er ekki verið að beita bráðabirgðalögum eða neinu slíku,“ segir Katrín, en hún var gestur Heimis Más Péturssonar í Víglínunni í dag. Hún segir Ungverjaland ýktasta dæmið í þessu samhengi en það sé þó ekki einsdæmi. Þessi tilhneiging sé til staðar víða en það sé ekki jákvæð þróun. „Ég er mikill þingræðissinni sjálf, og átta mig alveg á því að upp geta komið einstakar aðstæður. Þær eru sem betur fer mjög sjaldgæfar á síðari árum í íslenskum stjórnmálum og það er til góðs,“ segir Katrín og bætir við að það sé öllum fyrir bestu að mál fái þinglega meðferð. Það tryggi almennt bestu niðurstöðuna. „Ég segi það bara alveg hiklaust, það er til góðs fyrir þær tillögur, til að mynda þær sem við í ríkisstjórninni höfum verið að gera, að þær hafa verið að fara í gegnum þingið og fengið þinglega meðferð. Það hefur verið til góðs fyrir niðurstöðuna og það er mikilvægt fyrir samfélagið.“ Hún segir mikilvægt að halda í lýðræðið þó að neyðarástand sé í heiminum öllum. „Við verðum líka að huga að því að það gangi ekki á okkar lýðræðislegu hefðir.“ Heilbrigðismálin í fyrsta sæti Ríkisstjórnin hefur nú þegar farið í umfangsmiklar efnahagsaðgerðir til þess að takmarka neikvæðar efnahagslegar afleiðingar kórónuveirufaraldursins. Að sögn Katrínar munu ríkisfjármálin skýrast betur þegar fjármálaáætlun til lengri tíma verður lögð fram. „Það er alveg ljóst að það eru allar forsendur brostnar, að ríkissjóður verður rekinn með verulegum halla – ég ætla ekki að segja til um nákvæmlega hve miklum og efnahagslega erum við að sjá sviðsmyndir breytast nánast frá degi til dags,“ segir Katrín. „Lokanir landamæra og óvissan um það hvenær þau verða opnuð aftur hafa auðvitað alveg gríðarleg áhrif og við verðum að vera reiðubúin að búa okkur undir í raun og veru verstu sviðsmyndir í því líka.“ Hún segir stjórnvöld hafa haft skýr leiðarljós þegar kemur að því að bregðast við faraldrinum og þar séu heilbrigðismálin ofar öllu öðru. Það skipti mestu máli að ná markmiðum í heilbrigðismálum og hemja útbreiðslu veirunnar. „Síðan þegar kemur að aðgerðum okkar í efnahagsmálum þá er stóra markmiðið að tryggja afkomu fólks.“ Víglínuna má sjá í fullri lengd hér að neðan. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Víglínan Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Taka lýðræðið úr sambandi í skjóli faraldursins Eftirlit með símanotkun almennra borgara og þungir fangelsisdómar fyrir að hunsa útgöngubann er á meðal harðra aðgerða sem popúlískir þjóðarleiðtogar í Austur-Evrópuríkjum og víðar hafa gripið til vegna kórónuveiruheimsfaraldursins. Sumir þeirra eru sakaðir um að notfæra sér neyðarástandið til þess að sanka að sér völdum. 3. apríl 2020 10:40 Mest lesið Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Erlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir mikla áherslu lagða á það að halda þinginu gangandi þó svo að aðstæður í samfélaginu séu erfiðar. Dæmi séu um að Evrópuríki séu að færa auknar valdheimildir til framkvæmdavaldsins á þessum tímum og það sé umhugsunarefni. „Mér hefur ekki fundist það spennandi þróun og ég er ánægð með það að þó svo að þingið sé ekki á fullu gasi, að þá erum við með þing starfandi. Hér er ekki verið að beita bráðabirgðalögum eða neinu slíku,“ segir Katrín, en hún var gestur Heimis Más Péturssonar í Víglínunni í dag. Hún segir Ungverjaland ýktasta dæmið í þessu samhengi en það sé þó ekki einsdæmi. Þessi tilhneiging sé til staðar víða en það sé ekki jákvæð þróun. „Ég er mikill þingræðissinni sjálf, og átta mig alveg á því að upp geta komið einstakar aðstæður. Þær eru sem betur fer mjög sjaldgæfar á síðari árum í íslenskum stjórnmálum og það er til góðs,“ segir Katrín og bætir við að það sé öllum fyrir bestu að mál fái þinglega meðferð. Það tryggi almennt bestu niðurstöðuna. „Ég segi það bara alveg hiklaust, það er til góðs fyrir þær tillögur, til að mynda þær sem við í ríkisstjórninni höfum verið að gera, að þær hafa verið að fara í gegnum þingið og fengið þinglega meðferð. Það hefur verið til góðs fyrir niðurstöðuna og það er mikilvægt fyrir samfélagið.“ Hún segir mikilvægt að halda í lýðræðið þó að neyðarástand sé í heiminum öllum. „Við verðum líka að huga að því að það gangi ekki á okkar lýðræðislegu hefðir.“ Heilbrigðismálin í fyrsta sæti Ríkisstjórnin hefur nú þegar farið í umfangsmiklar efnahagsaðgerðir til þess að takmarka neikvæðar efnahagslegar afleiðingar kórónuveirufaraldursins. Að sögn Katrínar munu ríkisfjármálin skýrast betur þegar fjármálaáætlun til lengri tíma verður lögð fram. „Það er alveg ljóst að það eru allar forsendur brostnar, að ríkissjóður verður rekinn með verulegum halla – ég ætla ekki að segja til um nákvæmlega hve miklum og efnahagslega erum við að sjá sviðsmyndir breytast nánast frá degi til dags,“ segir Katrín. „Lokanir landamæra og óvissan um það hvenær þau verða opnuð aftur hafa auðvitað alveg gríðarleg áhrif og við verðum að vera reiðubúin að búa okkur undir í raun og veru verstu sviðsmyndir í því líka.“ Hún segir stjórnvöld hafa haft skýr leiðarljós þegar kemur að því að bregðast við faraldrinum og þar séu heilbrigðismálin ofar öllu öðru. Það skipti mestu máli að ná markmiðum í heilbrigðismálum og hemja útbreiðslu veirunnar. „Síðan þegar kemur að aðgerðum okkar í efnahagsmálum þá er stóra markmiðið að tryggja afkomu fólks.“ Víglínuna má sjá í fullri lengd hér að neðan.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Víglínan Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Taka lýðræðið úr sambandi í skjóli faraldursins Eftirlit með símanotkun almennra borgara og þungir fangelsisdómar fyrir að hunsa útgöngubann er á meðal harðra aðgerða sem popúlískir þjóðarleiðtogar í Austur-Evrópuríkjum og víðar hafa gripið til vegna kórónuveiruheimsfaraldursins. Sumir þeirra eru sakaðir um að notfæra sér neyðarástandið til þess að sanka að sér völdum. 3. apríl 2020 10:40 Mest lesið Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Erlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Sjá meira
Taka lýðræðið úr sambandi í skjóli faraldursins Eftirlit með símanotkun almennra borgara og þungir fangelsisdómar fyrir að hunsa útgöngubann er á meðal harðra aðgerða sem popúlískir þjóðarleiðtogar í Austur-Evrópuríkjum og víðar hafa gripið til vegna kórónuveiruheimsfaraldursins. Sumir þeirra eru sakaðir um að notfæra sér neyðarástandið til þess að sanka að sér völdum. 3. apríl 2020 10:40
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent