„Líkaminn fer hálfpartinn í verkfall þegar adrenalínið er ekki upp á sitt besta” Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 5. apríl 2020 21:00 Víkingar unnu Mjólkurbikarinn síðasta sumar og verða tilbúnir þegar Íslandsmótið hefst, sama hvenær það verður. Skjáskot/Sportpakkinn Víkingar léku fantagóðan fótbolta sumarið 2019 og toppuðu sumarið með því að landa Mjólkurbikarnum, þeirra fyrsti bikartitill í nær hálfa öld. Hefur þeim verið spáð góðu gengi í Pepsi Max deild karla í sumar og er búist við miklu af liðinu. Guðjón Guðmundsson, Gaupi, ræddi við Arnar Gunnlaugsson, þjálfar Víkinga, í Sportpakka Stöðvar 2 fyrr í kvöld. Innslagið má sjá í heild sinni neðst í fréttinni. „Það er leitt að geta ekki haldið þeirri þróun áfram en menn eru fókuseraðir í sínum æfingum. Eins asnalega og það hljómar þá viljum við vera tilbúnir þegar deildin hefst á ný,“ sagði Arnar við Gaupa er þeir ræddu saman í Fossvoginum í dag. Arnar gerir sér þó grein fyrir því að íþróttamenn eru ekki í brennidepli að svo stöddu. „Íþróttamenn eru í baksýnisspeglinum núna en þegar deildin byrjar aftur þurfum við að gjöra svo vel að vera tilbúnir því við viljum skemmta landsmönnum.“ „Við höfum fengið strákana hingað þrisvar í viku til að hlaupa á góðu undirlagi og þeir fylgja ákveðnum reglum. Menn koma beint á æfingu og taka sínar þrjátíu mínútur, tveir og tveir í einu. Svo fara þeir strax heim og næsti hópur kemur. Þetta er því smá áskorun fyrir menn andlega en það er óþarfi að vorkenna íþróttamönnum miðað við það sem er að gerast í þjóðfélaginu.“ „Hvað mig varðar þá dauðsakna ég þess að vera ekki úti á vellinum. Líkaminn fer hálfpartinn í verkfall þegar adrenalínið er ekki alveg upp á sitt besta. Ég útskýrði þetta fyrir vini mínum í gær eins og að vera í löngu og leiðinlegu fríi þar sem þú hefur ekkert að gera.“ „Veturinn er búinn að vera fínn. Ég tel okkur vera með nægilega gott lið til að veita þessum liðum (KR, Val, Breiðablik og FH) skráveifu. Við verðum vel stemmdir og það er fín stemmning í klúbbnum hjá leikmönnum, stuðningsmönnum og stjórnarmönnum,“ sagði Arnar kokhraustur að lokum. Klippa: Arnar Gunnlaugs Fótbolti Pepsi Max-deild karla Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sportpakkinn Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir „Tekur lang mest á andlegu hliðina“ Þetta er undarlegir tímar til að æfa hópíþróttir. Gaupi ræddi við Kára Jónsson og Vilhjálm Steinarsson um það hvernig þeir eru að tækla þessar skrítnu aðstæður sem íþróttafólk glímir við þessa dagana. 5. apríl 2020 19:30 Mest lesið Drykkjulæti trufluðu leik á Wimbledon Sport Frá Midtjylland til Newcastle Fótbolti Heimir mjög ósáttur við dómarann: „Þetta er bara dýfa“ Sport Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Szczesny ekki hættur enn Fótbolti Elanga að ganga til liðs við Newcastle Fótbolti Kláraði sjötíu pylsur á tíu mínútum Sport Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Fleiri fréttir Frá Midtjylland til Newcastle Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Vörn Grindavíkur áfram hriplek Endurkomujafntefli heldur Portúgölum á lífi Elanga að ganga til liðs við Newcastle Szczesny ekki hættur enn Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Heimsmeistararnir í ham gegn Belgíu Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Blikarnir í beinni frá Albaníu Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Sveindísi var enginn greiði gerður Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Sjá meira
Víkingar léku fantagóðan fótbolta sumarið 2019 og toppuðu sumarið með því að landa Mjólkurbikarnum, þeirra fyrsti bikartitill í nær hálfa öld. Hefur þeim verið spáð góðu gengi í Pepsi Max deild karla í sumar og er búist við miklu af liðinu. Guðjón Guðmundsson, Gaupi, ræddi við Arnar Gunnlaugsson, þjálfar Víkinga, í Sportpakka Stöðvar 2 fyrr í kvöld. Innslagið má sjá í heild sinni neðst í fréttinni. „Það er leitt að geta ekki haldið þeirri þróun áfram en menn eru fókuseraðir í sínum æfingum. Eins asnalega og það hljómar þá viljum við vera tilbúnir þegar deildin hefst á ný,“ sagði Arnar við Gaupa er þeir ræddu saman í Fossvoginum í dag. Arnar gerir sér þó grein fyrir því að íþróttamenn eru ekki í brennidepli að svo stöddu. „Íþróttamenn eru í baksýnisspeglinum núna en þegar deildin byrjar aftur þurfum við að gjöra svo vel að vera tilbúnir því við viljum skemmta landsmönnum.“ „Við höfum fengið strákana hingað þrisvar í viku til að hlaupa á góðu undirlagi og þeir fylgja ákveðnum reglum. Menn koma beint á æfingu og taka sínar þrjátíu mínútur, tveir og tveir í einu. Svo fara þeir strax heim og næsti hópur kemur. Þetta er því smá áskorun fyrir menn andlega en það er óþarfi að vorkenna íþróttamönnum miðað við það sem er að gerast í þjóðfélaginu.“ „Hvað mig varðar þá dauðsakna ég þess að vera ekki úti á vellinum. Líkaminn fer hálfpartinn í verkfall þegar adrenalínið er ekki alveg upp á sitt besta. Ég útskýrði þetta fyrir vini mínum í gær eins og að vera í löngu og leiðinlegu fríi þar sem þú hefur ekkert að gera.“ „Veturinn er búinn að vera fínn. Ég tel okkur vera með nægilega gott lið til að veita þessum liðum (KR, Val, Breiðablik og FH) skráveifu. Við verðum vel stemmdir og það er fín stemmning í klúbbnum hjá leikmönnum, stuðningsmönnum og stjórnarmönnum,“ sagði Arnar kokhraustur að lokum. Klippa: Arnar Gunnlaugs
Fótbolti Pepsi Max-deild karla Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sportpakkinn Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir „Tekur lang mest á andlegu hliðina“ Þetta er undarlegir tímar til að æfa hópíþróttir. Gaupi ræddi við Kára Jónsson og Vilhjálm Steinarsson um það hvernig þeir eru að tækla þessar skrítnu aðstæður sem íþróttafólk glímir við þessa dagana. 5. apríl 2020 19:30 Mest lesið Drykkjulæti trufluðu leik á Wimbledon Sport Frá Midtjylland til Newcastle Fótbolti Heimir mjög ósáttur við dómarann: „Þetta er bara dýfa“ Sport Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Szczesny ekki hættur enn Fótbolti Elanga að ganga til liðs við Newcastle Fótbolti Kláraði sjötíu pylsur á tíu mínútum Sport Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Fleiri fréttir Frá Midtjylland til Newcastle Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Vörn Grindavíkur áfram hriplek Endurkomujafntefli heldur Portúgölum á lífi Elanga að ganga til liðs við Newcastle Szczesny ekki hættur enn Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Heimsmeistararnir í ham gegn Belgíu Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Blikarnir í beinni frá Albaníu Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Sveindísi var enginn greiði gerður Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Sjá meira
„Tekur lang mest á andlegu hliðina“ Þetta er undarlegir tímar til að æfa hópíþróttir. Gaupi ræddi við Kára Jónsson og Vilhjálm Steinarsson um það hvernig þeir eru að tækla þessar skrítnu aðstæður sem íþróttafólk glímir við þessa dagana. 5. apríl 2020 19:30