„Grafalvarlegt ef Icelandair færi í þrot“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 14. maí 2020 10:41 Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri hjá Bláa lóninu, segir það grafalvarlegt ef Icelandair færi í þrot. Vísir/Baldur Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri hjá Bláa lóninu og fyrrverandi framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir að ef Icelandair yrði gjaldþrota myndi það þýða að batanum í efnahagslífinu hér á landi yrði seinkað um eitt til tvö ár. Gjaldþrot flugfélagsins yrði gríðarlegt áfall, ekki aðeins fyrir ferðaþjónustuna heldur efnahagslífið í heild sinni, þar sem flugtíðni fyrirtækisins sé ekki síður mikilvæg fyrir útflutningsgreinar eins og sjávarútveginn. Rætt var við Helgu í Bítinu á Bylgjunni í morgun um stöðuna í ferðaþjónustunni og þá ákvörðun stjórnvalda að opna landið fyrir ferðamönnum þann 15. júní næstkomandi. Helga sagði það jákvætt fyrsta skref og mikla og góða viðleitni af hálfu stjórnvalda til þess að reyna að draga úr efnahagslegum áhrifum kórónuveirufaraldursins. Hins vegar væri mikil óvissa í kortunum, til að mynda varðandi flug til landsins, aðra markaði og ferðavilja fólks. Þá benti hún á að þótt nú væri horft til þess að bjarga einhverjum þætti af ferðasumrinu þá taki við annar vetur og það sé ekki háönnin í ferðaþjónustunni hér, til að mynda hvað varðar flugtíðni. Liði miklu betur að vita af einhverri flugtíðni Aðspurð hvort hún væri uggandi yfir næsta vetri sagði Helga: „Já, ég allavega án þess að vilja vera neikvæð en mér liði miklu betur að vita af einhverri flugtíðni. Nú vitum við um erfiða stöðu Icelandair og það yrði auðvitað grafalvarlegt ef Icelandair færi í þrot vegna þess að eins og í fyrra þá voru hátt í þrjátíu flugfélög að fljúga til landsins yfir sumartímann, ellefu yfir vetrarmánuðina. En það skiptir sköpum fyrir okkur að við séum með flugfélag sem byggir á Íslandi sem miðstöð í svona tengiflugi eins og leiðakerfi Icelandair er. Það að vera með einhver flugfélög sem koma einu sinni, tvisvar, þrisvar í viku frá einum áfangastað það telur ekkert eins og svona umsvif.“ Icelandair væri þannig algjört hryggjarstykki fyrir ferðaþjónustuna. „Og ég vil meina það að ef að það færi allt á versta veg þá erum við bara að seinka batanum um eitt til tvö ár,“ sagði Helga. Þá væri alveg klárt að gjaldþrot Icelandair myndi skaða ímynd landsins. „Það yrði mjög, mjög vont hvernig sem á hlutina er litið og gríðarlegt áfall ekki bara fyrir ferðaþjónustuna heldur efnahagslífið í heild sinni því auðvitað skiptir líka tíðnin mikið máli fyrir aðrar útflutningsgreinar eins og sjávarútveginn,“ sagði Helga í Bítinu í morgun en hlusta má á viðtalið við hana í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Icelandair Bítið Mest lesið Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sjá meira
Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri hjá Bláa lóninu og fyrrverandi framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir að ef Icelandair yrði gjaldþrota myndi það þýða að batanum í efnahagslífinu hér á landi yrði seinkað um eitt til tvö ár. Gjaldþrot flugfélagsins yrði gríðarlegt áfall, ekki aðeins fyrir ferðaþjónustuna heldur efnahagslífið í heild sinni, þar sem flugtíðni fyrirtækisins sé ekki síður mikilvæg fyrir útflutningsgreinar eins og sjávarútveginn. Rætt var við Helgu í Bítinu á Bylgjunni í morgun um stöðuna í ferðaþjónustunni og þá ákvörðun stjórnvalda að opna landið fyrir ferðamönnum þann 15. júní næstkomandi. Helga sagði það jákvætt fyrsta skref og mikla og góða viðleitni af hálfu stjórnvalda til þess að reyna að draga úr efnahagslegum áhrifum kórónuveirufaraldursins. Hins vegar væri mikil óvissa í kortunum, til að mynda varðandi flug til landsins, aðra markaði og ferðavilja fólks. Þá benti hún á að þótt nú væri horft til þess að bjarga einhverjum þætti af ferðasumrinu þá taki við annar vetur og það sé ekki háönnin í ferðaþjónustunni hér, til að mynda hvað varðar flugtíðni. Liði miklu betur að vita af einhverri flugtíðni Aðspurð hvort hún væri uggandi yfir næsta vetri sagði Helga: „Já, ég allavega án þess að vilja vera neikvæð en mér liði miklu betur að vita af einhverri flugtíðni. Nú vitum við um erfiða stöðu Icelandair og það yrði auðvitað grafalvarlegt ef Icelandair færi í þrot vegna þess að eins og í fyrra þá voru hátt í þrjátíu flugfélög að fljúga til landsins yfir sumartímann, ellefu yfir vetrarmánuðina. En það skiptir sköpum fyrir okkur að við séum með flugfélag sem byggir á Íslandi sem miðstöð í svona tengiflugi eins og leiðakerfi Icelandair er. Það að vera með einhver flugfélög sem koma einu sinni, tvisvar, þrisvar í viku frá einum áfangastað það telur ekkert eins og svona umsvif.“ Icelandair væri þannig algjört hryggjarstykki fyrir ferðaþjónustuna. „Og ég vil meina það að ef að það færi allt á versta veg þá erum við bara að seinka batanum um eitt til tvö ár,“ sagði Helga. Þá væri alveg klárt að gjaldþrot Icelandair myndi skaða ímynd landsins. „Það yrði mjög, mjög vont hvernig sem á hlutina er litið og gríðarlegt áfall ekki bara fyrir ferðaþjónustuna heldur efnahagslífið í heild sinni því auðvitað skiptir líka tíðnin mikið máli fyrir aðrar útflutningsgreinar eins og sjávarútveginn,“ sagði Helga í Bítinu í morgun en hlusta má á viðtalið við hana í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.
Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Icelandair Bítið Mest lesið Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sjá meira