Innlent

Þrír lausir úr öndunar­vél og á bata­vegi

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, á upplýsingafundi almannavarna 2. apríl 2020.
Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, á upplýsingafundi almannavarna 2. apríl 2020. Lögreglan

Þrír sem greindust með COVID-19 og lágu þungt haldnir í öndunarvélum á gjörgæslu Landspítala í Fossvogi eru komnir úr öndunarvél og eru á batavegi. Þetta kom fram á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis í dag.

Ellefu liggja á gjörgæslu á Landspítalanum núna og einn á Akureyri og eru átta í öndunarvéla á Landspítala og einn á Akureyri.

„Mikilvægt er að segja frá því að þrír hafa með góðum árangri farið af öndunarvél,“ sagði Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans á fundinum í dag.

Þá segir hann mikið inngrip felast í því að farar í öndunarvél þrátt fyrir að það sé ekkert sérstaklega hættulegt. „Það er hins vegar undirliggjandi ástæðan sem er vandamálið og undirliggjandi ástæðan þarna er útbreidd lungnabólga oft í báðum lungum sem er hættulegt ástand og það er flækjustigið að koma fólki af öndunarvél vegna þess að það getur tekið langan tíma fyrir það undirliggjandi ástand að batna.“

Hann segir jafnframt mjög jákvætt og gott að fólki hafi verið náð úr öndunarvél og af gjörgæslu og markmiðið sé auðvitað að vernda líf og heilsu fólks og vonandi að það gangi vel áfram. Hann segir að búast megi við því að fólk þurfi að vera lengi í öndunarvél og ástandið alvarlegt þegar COVID veiki leiði til gjörgæsluinnlagnar.


Tengdar fréttir

430 batnað af CO­VID-19

Alls hafa greinst 1.417 einstaklingar með kórónuveiruna hér á landi en af þeim hafa 430 náð bata samkvæmt upplýsingum á heimasíðu Landspítalans. 1.017 einstaklingar eru smitaðir að svo stöddu og eru í einangrun. Af þeim liggja fjörutíu inni á Landspítala.

Lést af völdum kórónuveirunnar

Ágústa Ragnhildur Benediktsdóttir, 78 ára Ísfirðingur, lést þann 1. apríl af völdum Covid-19 sjúkdómsins sem kórónuveiran veldur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×