Sagði lögreglu frá „stráknum“ strax eftir hvarfið Kristín Ólafsdóttir skrifar 14. maí 2020 09:56 Tom Hagen og Anne-Elisabeth Hagen. Vísir/AP Norski auðjöfurinn Tom Hagen, sem grunaður er um morð eða aðild að morði á eiginkonu sinni, Anne-Elisabeth Hagen, minntist á mann, sérfræðing á sviði rafmynta sem nú er grunaður um aðild að málinu, í yfirheyrslum skömmu eftir að Anne-Elisabeth hvarf í október 2018. Þessu greinir norska dagblaðið VG frá í dag. Í frétt VG segir að strax daginn eftir að Anne-Elisabeth hvarf hafi Tom Hagen sagt lögreglu frá ungum manni sem þekkti vel til á sviði upplýsingatækni og rafmynta. Hagen kvaðst þá hafa rætt nokkrum sinnum við manninn, sem hann kallaði „strákinn“ í samtölum við lögreglu, að því er fram kemur í frétt VG. Hagen hafi minnst á manninn í sambandi við eigin áhuga á rafmyntum. Þá kvaðst hann ekki muna nafnið á honum en sagði að tiltekið skyldmenni sitt gæti vitað það. VG segir að lögregla hafi haft uppi á „stráknum“ eftir að hafa rætt við umræddan fjölskyldumeðlim Toms Hagen í nóvember 2018. VG hefur eftir Svein Holden, verjanda Toms Hagen, að hann viti ekki af hverju umbjóðandi sinn hafi ekki munað nafnið á manninum. Þá vissi hann ekki betur en Tom Hagen hafi síðast átt í samskiptum við manninn löngu áður en Anne-Elisabeth hvarf í lok október 2018. Holden leggur jafnframt áherslu á að Hagen hafi haft frumkvæði að því að ræða um manninn við lögreglu. Gangar báðir lausir Áhugi norsku lögreglunnar á rafmynt kviknaði snemma í rannsókninni á hvarfi Anne-Elisabeth eftir að kröfubréf meintra mannræningja fannst á heimili Hagen-hjónanna. Krafan hljóðaði upp á milljónir evra í Monero, órekjanlegri rafmynt. Tom Hagen var handtekinn grunaður um morðið á eiginkonu sinni í lok apríl. Hann neitar sök og var í síðustu viku látinn laus úr gæsluvarðhaldi. Maðurinn sem hér um ræðir, rafmyntarsérfræðingur á fertugsaldri, var handtekinn 7. maí, grunaður um að hafa banað Anne-Elisabeth eða átt aðild að morðinu á henni. Tveimur dögum síðar var staðfestum gruni hins vegar breytt og er maðurinn nú grunaður um aðild að grófri frelsissviptingu. Maðurinn neitar sök, segir handtökuna fáránlega og er laus úr haldi. Í frétt VG segir að rannsókn lögreglu snúi nú að stórum hluta að því að varpa ljósi á samskipti Hagen og mannsins. Þeir hafi kynnst í gegnum sameiginlegan vin fyrir nokkrum árum og hafi rætt sín á milli um að fjárfesta í rafmynt eða fyrirtæki á því sviði. Þeir hafi þannig bæði hist á skrifstofu Hagen og átt símafundi, þó að þeir hafi aldrei ráðist saman í eiginleg viðskipti. Lögregla gengur nú út frá því að Anne-Elisabeth hafi verið myrt á heimili hjónanna við Sloraveien í Lorenskógi þann 31. október 2018. Ekkert hefur spurst til hennar síðan hún hvarf þennan dag. Anne-Elisabeth Hagen Noregur Tengdar fréttir Hagen sleppt úr gæsluvarðhaldi Tom Hagen hefur verið sleppt úr gæsluvarðhaldi eftir að Hæstiréttur Noregs úrskurðaði gegn lögreglunni um framlengingu. 8. maí 2020 15:36 Lögmannsréttur vill sleppa Hagen úr gæsluvarðhaldi Lögregla hefur nú áfrýjað úrskurði lögmannsréttarins sem þýðir að Hagen verður áfram í varðhaldi þar til að Hæstiréttur landsins hefur tekið málið til meðferðar. 7. maí 2020 13:34 Lögregla rannsakar fjallakofa Tom Hagen Fjöldi lögreglumanna mættu í morgun að fjallakofa norska auðjöfursins Tom Hagen við Kvitfjell. 7. maí 2020 10:57 Mest lesið Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Innlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Fleiri fréttir Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sjá meira
Norski auðjöfurinn Tom Hagen, sem grunaður er um morð eða aðild að morði á eiginkonu sinni, Anne-Elisabeth Hagen, minntist á mann, sérfræðing á sviði rafmynta sem nú er grunaður um aðild að málinu, í yfirheyrslum skömmu eftir að Anne-Elisabeth hvarf í október 2018. Þessu greinir norska dagblaðið VG frá í dag. Í frétt VG segir að strax daginn eftir að Anne-Elisabeth hvarf hafi Tom Hagen sagt lögreglu frá ungum manni sem þekkti vel til á sviði upplýsingatækni og rafmynta. Hagen kvaðst þá hafa rætt nokkrum sinnum við manninn, sem hann kallaði „strákinn“ í samtölum við lögreglu, að því er fram kemur í frétt VG. Hagen hafi minnst á manninn í sambandi við eigin áhuga á rafmyntum. Þá kvaðst hann ekki muna nafnið á honum en sagði að tiltekið skyldmenni sitt gæti vitað það. VG segir að lögregla hafi haft uppi á „stráknum“ eftir að hafa rætt við umræddan fjölskyldumeðlim Toms Hagen í nóvember 2018. VG hefur eftir Svein Holden, verjanda Toms Hagen, að hann viti ekki af hverju umbjóðandi sinn hafi ekki munað nafnið á manninum. Þá vissi hann ekki betur en Tom Hagen hafi síðast átt í samskiptum við manninn löngu áður en Anne-Elisabeth hvarf í lok október 2018. Holden leggur jafnframt áherslu á að Hagen hafi haft frumkvæði að því að ræða um manninn við lögreglu. Gangar báðir lausir Áhugi norsku lögreglunnar á rafmynt kviknaði snemma í rannsókninni á hvarfi Anne-Elisabeth eftir að kröfubréf meintra mannræningja fannst á heimili Hagen-hjónanna. Krafan hljóðaði upp á milljónir evra í Monero, órekjanlegri rafmynt. Tom Hagen var handtekinn grunaður um morðið á eiginkonu sinni í lok apríl. Hann neitar sök og var í síðustu viku látinn laus úr gæsluvarðhaldi. Maðurinn sem hér um ræðir, rafmyntarsérfræðingur á fertugsaldri, var handtekinn 7. maí, grunaður um að hafa banað Anne-Elisabeth eða átt aðild að morðinu á henni. Tveimur dögum síðar var staðfestum gruni hins vegar breytt og er maðurinn nú grunaður um aðild að grófri frelsissviptingu. Maðurinn neitar sök, segir handtökuna fáránlega og er laus úr haldi. Í frétt VG segir að rannsókn lögreglu snúi nú að stórum hluta að því að varpa ljósi á samskipti Hagen og mannsins. Þeir hafi kynnst í gegnum sameiginlegan vin fyrir nokkrum árum og hafi rætt sín á milli um að fjárfesta í rafmynt eða fyrirtæki á því sviði. Þeir hafi þannig bæði hist á skrifstofu Hagen og átt símafundi, þó að þeir hafi aldrei ráðist saman í eiginleg viðskipti. Lögregla gengur nú út frá því að Anne-Elisabeth hafi verið myrt á heimili hjónanna við Sloraveien í Lorenskógi þann 31. október 2018. Ekkert hefur spurst til hennar síðan hún hvarf þennan dag.
Anne-Elisabeth Hagen Noregur Tengdar fréttir Hagen sleppt úr gæsluvarðhaldi Tom Hagen hefur verið sleppt úr gæsluvarðhaldi eftir að Hæstiréttur Noregs úrskurðaði gegn lögreglunni um framlengingu. 8. maí 2020 15:36 Lögmannsréttur vill sleppa Hagen úr gæsluvarðhaldi Lögregla hefur nú áfrýjað úrskurði lögmannsréttarins sem þýðir að Hagen verður áfram í varðhaldi þar til að Hæstiréttur landsins hefur tekið málið til meðferðar. 7. maí 2020 13:34 Lögregla rannsakar fjallakofa Tom Hagen Fjöldi lögreglumanna mættu í morgun að fjallakofa norska auðjöfursins Tom Hagen við Kvitfjell. 7. maí 2020 10:57 Mest lesið Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Innlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Fleiri fréttir Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sjá meira
Hagen sleppt úr gæsluvarðhaldi Tom Hagen hefur verið sleppt úr gæsluvarðhaldi eftir að Hæstiréttur Noregs úrskurðaði gegn lögreglunni um framlengingu. 8. maí 2020 15:36
Lögmannsréttur vill sleppa Hagen úr gæsluvarðhaldi Lögregla hefur nú áfrýjað úrskurði lögmannsréttarins sem þýðir að Hagen verður áfram í varðhaldi þar til að Hæstiréttur landsins hefur tekið málið til meðferðar. 7. maí 2020 13:34
Lögregla rannsakar fjallakofa Tom Hagen Fjöldi lögreglumanna mættu í morgun að fjallakofa norska auðjöfursins Tom Hagen við Kvitfjell. 7. maí 2020 10:57