Fleiri bókuðu sumarbústaði VR nú í mars en árin áður Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 4. apríl 2020 12:25 Stéttarfélögin hafa flest orlofshús til útleigu á sínum vegum. BHM Nokkuð er um afbókanir á orlofshúsum á vegum Bandalags háskólamanna vegna faraldurs kórónuveirunnar. Annað er uppi á teningnum hjá VR en bókun þar var meiri í marsmánuði en árin áður. Félögin tvö munu þó að öllum líkindum loka fyrir bókanir yfir páskana vegna faraldursins. Yfirvöld hafa hvatt landsmenn til þess að ferðast innanhúss í stað innanlands yfir páskana í næstu viku til að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar. Víðir Reynisson hefur lýst yfir áhyggjum af því að ferðalög fólks yfir páskana geti valdið auknu álagi á heilbrigðiskerfi sem sé þegar á þönum vegna kórónuveirufaraldursins. „Ef að fólk hópast saman í þessar sumarbústaðarbyggðir sem eru mjög víða þá erum við að safna saman jafnvel þúsundum á heilbrigðissvæði sem eru mjög veik,“ sagði Viðir Reynisson, yfirlögreglujónn. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, á upplýsingafundi almannavarna föstudaginn 3. apríl 2020.Lögreglan Stéttarfélögin hafa flest orlofshús til útleigu á sínum vegum. Gissur Kolbeinsson, fjármála- og rekstrarstjóri Bandalags háskólamanna segir nokkuð um afbókanir. „Páskarnir eru alltaf háannatímabil hjá orlofssjóðum og í venjulegu árferði þá eru orlofskostirnir þétt settnir og fullbókaðir á þessum tíma. Í gærmorgun var það þannig að við höfðum fengið inn 29 afbókanir vegna þeirra 45 kosta sem eru í boði núna um páskana,“ sagði Gissur Kolbeinsson, fjármála- og rekstrarstjóri Bandalags háskólamanna. Segir hann líklegast að afbókanir sé tilkomnar vegna þess að sjóðurinn hafi slakað verulega á verklagi um endurgreiðslur. Sjóðsmenn geti nú fengið orlofskostnað endurgreiddan að fullu með litlum fyrirvara. Bókunarstaðan er önnur hjá VR. „Páskarnir hafa alltaf verið uppbókaðir hjá okkur og tímabilið í kringum páska, en við höfum aldrei séð eins miklar bókanir núna í mars eins og hefur verið. Það hefur nánast allt verið uppbókað hjá okkur bæði á virkum dögum og um helgar frá miðjum mars og það hefur aldrei gerst áður þannig þetta er mjög sérstök staða,“ sagði Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. Bæði félög taka áhyggjum almannavarna alvarlega og nýta helgina til að endurmeta stöðuna. Til greina kemur að loka fyrir bókanir yfir páskana. „Já það hefur komið til tals, stjórn sjóðsins hefur funað mjög títt vegna ástandsins. Ég geri ráð fyrir því að hún hittist núna um helgina og endurmeti stöðuna og taki ákvörðun um það hvort tilefni sé til að fara í umfangsmeiri lokanir en nú hefur ríkt,“ sagði Gissur. „Við munum fara eftir þeim tilmælum sem sóttvarnarteymið setur og að sjálfsögðu taka virkan þátt í að leggja okkar að mörkum til að virða þær reglur og þau tilmæli sem sett eru fram, ég á von á því að VR muni loka orlofshúsum um páskana,“ sagði Ragnar. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kjaramál Mest lesið Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Innlent Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Erlent Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Innlent Áreitið hafði mikil áhrif Innlent Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Erlent 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Innlent Hótað með hníf og rændur í miðbænum Innlent Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Erlent Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma Erlent Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent Fleiri fréttir Hótað með hníf og rændur í miðbænum Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Áreitið hafði mikil áhrif 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Verulega dregið úr jarðskjálftahrinunni Mikið slegist í miðbænum „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Sjá meira
Nokkuð er um afbókanir á orlofshúsum á vegum Bandalags háskólamanna vegna faraldurs kórónuveirunnar. Annað er uppi á teningnum hjá VR en bókun þar var meiri í marsmánuði en árin áður. Félögin tvö munu þó að öllum líkindum loka fyrir bókanir yfir páskana vegna faraldursins. Yfirvöld hafa hvatt landsmenn til þess að ferðast innanhúss í stað innanlands yfir páskana í næstu viku til að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar. Víðir Reynisson hefur lýst yfir áhyggjum af því að ferðalög fólks yfir páskana geti valdið auknu álagi á heilbrigðiskerfi sem sé þegar á þönum vegna kórónuveirufaraldursins. „Ef að fólk hópast saman í þessar sumarbústaðarbyggðir sem eru mjög víða þá erum við að safna saman jafnvel þúsundum á heilbrigðissvæði sem eru mjög veik,“ sagði Viðir Reynisson, yfirlögreglujónn. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, á upplýsingafundi almannavarna föstudaginn 3. apríl 2020.Lögreglan Stéttarfélögin hafa flest orlofshús til útleigu á sínum vegum. Gissur Kolbeinsson, fjármála- og rekstrarstjóri Bandalags háskólamanna segir nokkuð um afbókanir. „Páskarnir eru alltaf háannatímabil hjá orlofssjóðum og í venjulegu árferði þá eru orlofskostirnir þétt settnir og fullbókaðir á þessum tíma. Í gærmorgun var það þannig að við höfðum fengið inn 29 afbókanir vegna þeirra 45 kosta sem eru í boði núna um páskana,“ sagði Gissur Kolbeinsson, fjármála- og rekstrarstjóri Bandalags háskólamanna. Segir hann líklegast að afbókanir sé tilkomnar vegna þess að sjóðurinn hafi slakað verulega á verklagi um endurgreiðslur. Sjóðsmenn geti nú fengið orlofskostnað endurgreiddan að fullu með litlum fyrirvara. Bókunarstaðan er önnur hjá VR. „Páskarnir hafa alltaf verið uppbókaðir hjá okkur og tímabilið í kringum páska, en við höfum aldrei séð eins miklar bókanir núna í mars eins og hefur verið. Það hefur nánast allt verið uppbókað hjá okkur bæði á virkum dögum og um helgar frá miðjum mars og það hefur aldrei gerst áður þannig þetta er mjög sérstök staða,“ sagði Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. Bæði félög taka áhyggjum almannavarna alvarlega og nýta helgina til að endurmeta stöðuna. Til greina kemur að loka fyrir bókanir yfir páskana. „Já það hefur komið til tals, stjórn sjóðsins hefur funað mjög títt vegna ástandsins. Ég geri ráð fyrir því að hún hittist núna um helgina og endurmeti stöðuna og taki ákvörðun um það hvort tilefni sé til að fara í umfangsmeiri lokanir en nú hefur ríkt,“ sagði Gissur. „Við munum fara eftir þeim tilmælum sem sóttvarnarteymið setur og að sjálfsögðu taka virkan þátt í að leggja okkar að mörkum til að virða þær reglur og þau tilmæli sem sett eru fram, ég á von á því að VR muni loka orlofshúsum um páskana,“ sagði Ragnar.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kjaramál Mest lesið Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Innlent Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Erlent Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Innlent Áreitið hafði mikil áhrif Innlent Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Erlent 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Innlent Hótað með hníf og rændur í miðbænum Innlent Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Erlent Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma Erlent Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent Fleiri fréttir Hótað með hníf og rændur í miðbænum Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Áreitið hafði mikil áhrif 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Verulega dregið úr jarðskjálftahrinunni Mikið slegist í miðbænum „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Sjá meira