Börkur hótaði að fljúga til Portúgals til að semja við Willum Anton Ingi Leifsson skrifar 14. maí 2020 09:30 Willum fór yfir þjálfaraferilinn í gær. vísir/s2s Willum Þór Þórsson segir að Börkur Edvardsson, formaður knattspyrnudeildar Vals, hafi gengið ansi langt til þess að sannfæra Willum um að taka við Vals-liðinu í lok árs 2004. Börkur á meira segja að hótað að fljúga til Portúgals og skrifa undir samninginn við Willum. Willum gerði flotta hluti hjá KR og varð Íslandsmeistari bæði 2002 og 2003 en samningurinn við hann var ekki framlengdur eftir tímabilið 2004. Því leitaði Willum á nýtt lið. Hann var á Portúgal þegar hann fékk hringingu frá Berki. „Börkur er mjög ákveðinn og fylginn í sér í öllu sem hann gerir og það er kannski ástæðan fyrir því að Valur hefur verið með jafn öflugt lið og raun ber vitni í langan tíma Hann hefur samband þegar ég er með fjölskyldunni í Portúgal að hausti að hvíla mig og velta fyrir mér hvað ég ætti að fara gera,“ sagði Willum sem gerði upp þjálfaraferilinn, hingað til, í Sportinu í kvöld. Hann segist hafa verið þreyttur eftir erfitt tímabil hjá KR 2004 en liðið endaði í 6. sæti það tímabilið. „Ég lauk þessu tímabili, 2004 sem var mjög erfitt, og vinir mínir í Vesturbænum ákváðu að sækja á ný mið. Keppnismaðurinn á alltaf erfitt með að sætta sig við svoleiðis.“ Börkur gafst ekki svo auðveldlega upp og gaf lítið fyrir skýringar Willums að hann ætlaði að taka þessu rólega. „Börkur hafði samband og ég sagðist ekki vera tilbúinn í að taka neinar ákvarðanir. Ég ætlaði að klára þetta frí og vildi ekki tala um fótbolta en hann gaf sig ekkert og sagðist vera á leiðinni og vildi klára málin. Hann hótaði að fljúga út. Ég varðist allra skuldbindinga í þessu en hann náði mér helvíti langt áður en ég kom svo heim og við kláruðum dæmið og ég tók við Val.“ Willum var svo ráðinn þjálfari Vals og varð bikarmeistari með liðinu 2005 og Íslandsmeistari tveimur árum síðar. Klippa: Sportið í kvöld - Willum um Val Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Íslenski boltinn Sportið í kvöld Valur Mest lesið Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Fótbolti „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Körfubolti Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Fótbolti Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Handbolti Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Fótbolti Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú Fótbolti Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka Sjá meira
Willum Þór Þórsson segir að Börkur Edvardsson, formaður knattspyrnudeildar Vals, hafi gengið ansi langt til þess að sannfæra Willum um að taka við Vals-liðinu í lok árs 2004. Börkur á meira segja að hótað að fljúga til Portúgals og skrifa undir samninginn við Willum. Willum gerði flotta hluti hjá KR og varð Íslandsmeistari bæði 2002 og 2003 en samningurinn við hann var ekki framlengdur eftir tímabilið 2004. Því leitaði Willum á nýtt lið. Hann var á Portúgal þegar hann fékk hringingu frá Berki. „Börkur er mjög ákveðinn og fylginn í sér í öllu sem hann gerir og það er kannski ástæðan fyrir því að Valur hefur verið með jafn öflugt lið og raun ber vitni í langan tíma Hann hefur samband þegar ég er með fjölskyldunni í Portúgal að hausti að hvíla mig og velta fyrir mér hvað ég ætti að fara gera,“ sagði Willum sem gerði upp þjálfaraferilinn, hingað til, í Sportinu í kvöld. Hann segist hafa verið þreyttur eftir erfitt tímabil hjá KR 2004 en liðið endaði í 6. sæti það tímabilið. „Ég lauk þessu tímabili, 2004 sem var mjög erfitt, og vinir mínir í Vesturbænum ákváðu að sækja á ný mið. Keppnismaðurinn á alltaf erfitt með að sætta sig við svoleiðis.“ Börkur gafst ekki svo auðveldlega upp og gaf lítið fyrir skýringar Willums að hann ætlaði að taka þessu rólega. „Börkur hafði samband og ég sagðist ekki vera tilbúinn í að taka neinar ákvarðanir. Ég ætlaði að klára þetta frí og vildi ekki tala um fótbolta en hann gaf sig ekkert og sagðist vera á leiðinni og vildi klára málin. Hann hótaði að fljúga út. Ég varðist allra skuldbindinga í þessu en hann náði mér helvíti langt áður en ég kom svo heim og við kláruðum dæmið og ég tók við Val.“ Willum var svo ráðinn þjálfari Vals og varð bikarmeistari með liðinu 2005 og Íslandsmeistari tveimur árum síðar. Klippa: Sportið í kvöld - Willum um Val Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Íslenski boltinn Sportið í kvöld Valur Mest lesið Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Fótbolti „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Körfubolti Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Fótbolti Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Handbolti Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Fótbolti Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú Fótbolti Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka Sjá meira