Þúsundir Zoom-funda rata á netið Samúel Karl Ólason skrifar 4. apríl 2020 09:15 Vinsældir forritsins hafa aukist til muna á undanförnum vikum og mánuðum. EPA/MATTIA SEDDA Hægt er að finna þúsundir myndbanda af samtölum og fundum fólks í gegnum fjarfundaforritið Zoom. Mörg þessara myndbanda innihalda persónuupplýsingar eins og nöfn og símanúmer, eru af einkasamtölum eða innihalda jafnvel nekt, svo eitthvað sé nefnt. Myndböndin eru upptökur af fundum og samtölum sem eru vistuð á netinu. Vandann má að miklu leyti rekja til vanþekkingar notenda en einnig til þess að forritið nefnir öll vistuð samtöl sama nafninu svo auðvelt er að finna þau á netinu. Blaðamenn Washington Post hafa horft á þó nokkur myndbönd og hafa starfsmenn Zoom verið látnir vita af vandanum. Vinsældir forritsins hafa aukist til muna á undanförnum vikum og mánuðum. Í mars voru um 200 milljónir manna að nota forritið á dag en í desember voru um tíu milljónir að nota það í mánuði. Þessi aukna notkun hefur einnig leitt til þess að öryggissérfræðingar hafa farið að skoða Zoom nánar og hefur fyrirtækið sætt harðri gagnrýni vegna öryggisgalla og fullyrðingar um dulkóðun sem stenst ekki skoðun. Sjá einnig: Zoom lofar bót og betrun Blaðamenn Washington Post ræddu við fimm aðila sem komu að myndböndum sem höfðu ratað á netið og höfðu þau ekki hugmynd um hvernig það hafði gerst. Vandinn snýr að miklu leyti að því hvernig fólkið sjálft vistar myndböndin á netsvæðum sem eru opin en það að Zoom nefni öll vistuð myndbönd með sama nafninu gerir aðilum mjög auðvelt að leita að þeim og jafnvel niðurhala þeim. Ein leit með ókeypis leitartóli sem finna má á netinu gaf meira en fimmtán þúsund niðurstöður. Áhugasamir geta fundið góðar leiðbeiningar um hvernig tryggja má öryggi í Zoom hér í grein ArsTechnica. Netöryggi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Vextir og kosningar í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Sjá meira
Hægt er að finna þúsundir myndbanda af samtölum og fundum fólks í gegnum fjarfundaforritið Zoom. Mörg þessara myndbanda innihalda persónuupplýsingar eins og nöfn og símanúmer, eru af einkasamtölum eða innihalda jafnvel nekt, svo eitthvað sé nefnt. Myndböndin eru upptökur af fundum og samtölum sem eru vistuð á netinu. Vandann má að miklu leyti rekja til vanþekkingar notenda en einnig til þess að forritið nefnir öll vistuð samtöl sama nafninu svo auðvelt er að finna þau á netinu. Blaðamenn Washington Post hafa horft á þó nokkur myndbönd og hafa starfsmenn Zoom verið látnir vita af vandanum. Vinsældir forritsins hafa aukist til muna á undanförnum vikum og mánuðum. Í mars voru um 200 milljónir manna að nota forritið á dag en í desember voru um tíu milljónir að nota það í mánuði. Þessi aukna notkun hefur einnig leitt til þess að öryggissérfræðingar hafa farið að skoða Zoom nánar og hefur fyrirtækið sætt harðri gagnrýni vegna öryggisgalla og fullyrðingar um dulkóðun sem stenst ekki skoðun. Sjá einnig: Zoom lofar bót og betrun Blaðamenn Washington Post ræddu við fimm aðila sem komu að myndböndum sem höfðu ratað á netið og höfðu þau ekki hugmynd um hvernig það hafði gerst. Vandinn snýr að miklu leyti að því hvernig fólkið sjálft vistar myndböndin á netsvæðum sem eru opin en það að Zoom nefni öll vistuð myndbönd með sama nafninu gerir aðilum mjög auðvelt að leita að þeim og jafnvel niðurhala þeim. Ein leit með ókeypis leitartóli sem finna má á netinu gaf meira en fimmtán þúsund niðurstöður. Áhugasamir geta fundið góðar leiðbeiningar um hvernig tryggja má öryggi í Zoom hér í grein ArsTechnica.
Netöryggi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Vextir og kosningar í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Sjá meira