Haukur Ingi vill rannsaka séreinkenni íslensks íþróttafólks Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 3. apríl 2020 19:30 Haukur Ingi mætti til þeirra Kjartans Atla og Henry Birgis í dag. Skjáskot/Sportið í dag Haukur Ingi Guðnason mætti í Sportið í dag og ræddi við Kjartan Atla Kjartansson og Henry Birgi Gunnarsson um séreinkenni íslensks íþróttafólks. Haukur Ingi kennir í dag íþróttasálfræði við Háskóla Íslands en á árum áður lék hann knattspyrnu við góðan orðstír hjá Keflavík, Grindavík og Fylki eftir að hafa farið til Liverpool ungur að árum. „Við vitum það ekki alveg fyrir víst og þetta er eitthvað sem væri mjög gaman að rannsaka. Ég hef svo sem rætt við mína kollega að fara bara í rannsóknir á þessu,“ sagði Haukur Ingi er Kjartan Atli spurði hann út í það hvort íslenskt íþróttafólk væri með einhver séreinkenni. Haukur hélt svo áfram. „Maður heyrir víða erlendis frá að þjálfarar sem eru með íslenska leikmenn tala um þetta íslenska hugarfar. Ég get nefnt dæmi; Stig Inge Bjørnebye, framkvæmdastjóri Rosenborg, var að vinna fyrir norska knattspyrnusambandið og kom hingað til lands að skoða hvað við Íslendingar værum að gera og af hverju við værum að ná svona góðum árangri.“ „Hann var á leiðinni upp á Skaga þegar hann hringir í mig og segir að það sé ófært, hann spyr því hvort við getum hist í spjall. Við mælum okkur mót og hann segir að bara það að hann hafi ekki komist upp á Skaga sýni hvað sker á milli Íslendinga og Norðmanna.“ „Hann segir að þetta sé fyrst og fremst hugarfar. Þegar hann var kominn upp í Mosfellsbæ og þurfti að snúa við þá keyrði hann framhjá tveimur völlum þar sem var æfing í gangi. Þetta hefði aldrei gerst í Noregi. Þegar það er brjálað veður og fólk kemst ekki ferða sinna þá er það bara inni.“ Þessa skemmtilegu sögu ásamt frekari umræðum má hlusta á og sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Haukur Ingi um séreinkenni Íslendinga Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Sportið í dag Fótbolti Íþróttir Tengdar fréttir Henry Birgir og Kjartan Atli sýndu danshæfileikana Stórsöngvarinn Geir Ólafsson tók lagið í Sportið í dag. Þar er þó ekki öll sagan sögð en Geir fékk þá Kjartan Atla Kjartansson og Henry Birgi Gunnarssin, umsjónarmenn þáttarins, til að stíga nokkur spor í stúdíóinu. 3. apríl 2020 22:00 Kári Kristján fer yfir mögnuð fyrstu kynni síns og Kjartans Atla Kári Kristján Kristjánsson, landsliðsmaður í handbolta, hefur verið í einangrun undanfarið eftir að hafa greinst með COVID-19. Hann lætur það ekki á sig fá og hefur verið reglulegur gestur í Sportið í dag. 3. apríl 2020 21:00 Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Fótbolti Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Enski boltinn Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fótbolti Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Handbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Sport Fleiri fréttir Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Vann Ólympíusilfur en ætlar núna að keppa á Steraleikunum Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Yankees heiðruðu Charlie Kirk Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Ómar Ingi fór áfram hamförum Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Álftanes mætir stórliði Benfica „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ Finnar afgreiddu Georgíu með stæl „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Sjá meira
Haukur Ingi Guðnason mætti í Sportið í dag og ræddi við Kjartan Atla Kjartansson og Henry Birgi Gunnarsson um séreinkenni íslensks íþróttafólks. Haukur Ingi kennir í dag íþróttasálfræði við Háskóla Íslands en á árum áður lék hann knattspyrnu við góðan orðstír hjá Keflavík, Grindavík og Fylki eftir að hafa farið til Liverpool ungur að árum. „Við vitum það ekki alveg fyrir víst og þetta er eitthvað sem væri mjög gaman að rannsaka. Ég hef svo sem rætt við mína kollega að fara bara í rannsóknir á þessu,“ sagði Haukur Ingi er Kjartan Atli spurði hann út í það hvort íslenskt íþróttafólk væri með einhver séreinkenni. Haukur hélt svo áfram. „Maður heyrir víða erlendis frá að þjálfarar sem eru með íslenska leikmenn tala um þetta íslenska hugarfar. Ég get nefnt dæmi; Stig Inge Bjørnebye, framkvæmdastjóri Rosenborg, var að vinna fyrir norska knattspyrnusambandið og kom hingað til lands að skoða hvað við Íslendingar værum að gera og af hverju við værum að ná svona góðum árangri.“ „Hann var á leiðinni upp á Skaga þegar hann hringir í mig og segir að það sé ófært, hann spyr því hvort við getum hist í spjall. Við mælum okkur mót og hann segir að bara það að hann hafi ekki komist upp á Skaga sýni hvað sker á milli Íslendinga og Norðmanna.“ „Hann segir að þetta sé fyrst og fremst hugarfar. Þegar hann var kominn upp í Mosfellsbæ og þurfti að snúa við þá keyrði hann framhjá tveimur völlum þar sem var æfing í gangi. Þetta hefði aldrei gerst í Noregi. Þegar það er brjálað veður og fólk kemst ekki ferða sinna þá er það bara inni.“ Þessa skemmtilegu sögu ásamt frekari umræðum má hlusta á og sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Haukur Ingi um séreinkenni Íslendinga Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag Fótbolti Íþróttir Tengdar fréttir Henry Birgir og Kjartan Atli sýndu danshæfileikana Stórsöngvarinn Geir Ólafsson tók lagið í Sportið í dag. Þar er þó ekki öll sagan sögð en Geir fékk þá Kjartan Atla Kjartansson og Henry Birgi Gunnarssin, umsjónarmenn þáttarins, til að stíga nokkur spor í stúdíóinu. 3. apríl 2020 22:00 Kári Kristján fer yfir mögnuð fyrstu kynni síns og Kjartans Atla Kári Kristján Kristjánsson, landsliðsmaður í handbolta, hefur verið í einangrun undanfarið eftir að hafa greinst með COVID-19. Hann lætur það ekki á sig fá og hefur verið reglulegur gestur í Sportið í dag. 3. apríl 2020 21:00 Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Fótbolti Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Enski boltinn Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fótbolti Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Handbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Sport Fleiri fréttir Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Vann Ólympíusilfur en ætlar núna að keppa á Steraleikunum Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Yankees heiðruðu Charlie Kirk Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Ómar Ingi fór áfram hamförum Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Álftanes mætir stórliði Benfica „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ Finnar afgreiddu Georgíu með stæl „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Sjá meira
Henry Birgir og Kjartan Atli sýndu danshæfileikana Stórsöngvarinn Geir Ólafsson tók lagið í Sportið í dag. Þar er þó ekki öll sagan sögð en Geir fékk þá Kjartan Atla Kjartansson og Henry Birgi Gunnarssin, umsjónarmenn þáttarins, til að stíga nokkur spor í stúdíóinu. 3. apríl 2020 22:00
Kári Kristján fer yfir mögnuð fyrstu kynni síns og Kjartans Atla Kári Kristján Kristjánsson, landsliðsmaður í handbolta, hefur verið í einangrun undanfarið eftir að hafa greinst með COVID-19. Hann lætur það ekki á sig fá og hefur verið reglulegur gestur í Sportið í dag. 3. apríl 2020 21:00