Tryggja vaktaálagsauka hjúkrunarfræðinga til næstu mánaða Sylvía Hall skrifar 3. apríl 2020 17:44 Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir aðstæður í samfélaginu sýna að allar ráðstafanir sem skerða kjör hjúkrunarfræðinga séu fráleitar. Vísir/Vilhelm Vaktaálagsauki sem hjúkrunarfræðingar á Landspítala hafa fengið vegna tilraunaverkefnis spítalans verður framlengdur til næstu mánaða og nauðsynlegar fjárveitingar verða tryggðar. Þetta kemur fram í bréfi sem fjármála- og efnahagsráðherra og heilbrigðisráðherra hafa sent forstjóra Landspítalans. Vaktaálagsaukinn var tilraunaverkefni sem sett var af stað árið 2017 á Landspítalanum og var tilgangur verkefnisins að auka hvata hjúkrunarfræðinga til þess að sinna vinnuskyldu sinni utan dagvinnumarka. Upphaflega átti verkefnið að standa í sex mánuði en hefur verið framlengt þrisvar sinnum. Verkefninu átti að ljúka um síðustu áramót en á vef Stjórnarráðsins segir að vegna þeirra sérstöku aðstæðna sem nú eru uppi sé mikilvægt að Landspítalinn framlengi greiðslur samkvæmt verkefninu næstu mánuði, eða allt að 1. október. Þá er haft eftir Bjarna Benediktssyni fjármála- og efnahagsráðherra að fyrirhugaðar séu grundvallarbreytingar í þeim samningum vegna vaktavinnufyrirkomulagsins. „Vonandi hjálpar framlenging á greiðslum fyrir álag vegna vakta til að ljúka kjaraviðræðum samninganefndar ríkisins og hjúkrunarfræðinga farsællega. Ég vil trúa því," segir Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir aðstæður í samfélaginu sýna að allar ráðstafanir sem skerða kjör hjúkrunarfræðinga séu fráleitar. Álagið á heilbrigðisstéttir hafi aldrei verið meira en nú vegna kórónuveirufaraldursins. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Heilbrigðismál Tengdar fréttir Hjúkrunarfræðingar ósáttir við kjaraskerðingu og vilja álagsgreiðslu í faraldrinum Hjúkrunarfræðingar á Landspítalanum eru afar ósáttir við að fá ekki vaktaálagsauka lengur. Á sumum deildum hafi aldrei verið eins mikið álag. Þeir vilja fá sérstaka álagsgreiðslu í faraldrinum. 2. apríl 2020 19:00 Reiknar með stórflótta úr stétt hjúkrunarfræðinga eftir Covid-19 Formaður hjúkrunarráðs Landspítalans óttast flótta úr stéttinni eftir kórónuveirufaraldurinn verði kjör hjúkrunarfræðinga ekki bætt. 2. apríl 2020 12:54 Hjúkrunarfræðingur vildi óska að lægri laun í dag en í gær væri aprílgabb Vegna uppsagnar á vaktaálagsgreiðslum hjúkrunarfræðinga hafa laun hjá sumum hjúkrunarfræðingum Landspítalans lækkað um tugi þúsunda milli mánaða. 1. apríl 2020 23:10 Ríkissáttasemjari boðar til fundar í kjaradeildu hjúkrunarfræðinga Ríkissáttasemjari hefur ákveðið að kalla samninganefndir ríkisins og hjúkrunarfræðinga til fundar á mánudaginn. Tíu dagar eru síðan aðilar funduðu síðast. 3. apríl 2020 14:58 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Sjá meira
Vaktaálagsauki sem hjúkrunarfræðingar á Landspítala hafa fengið vegna tilraunaverkefnis spítalans verður framlengdur til næstu mánaða og nauðsynlegar fjárveitingar verða tryggðar. Þetta kemur fram í bréfi sem fjármála- og efnahagsráðherra og heilbrigðisráðherra hafa sent forstjóra Landspítalans. Vaktaálagsaukinn var tilraunaverkefni sem sett var af stað árið 2017 á Landspítalanum og var tilgangur verkefnisins að auka hvata hjúkrunarfræðinga til þess að sinna vinnuskyldu sinni utan dagvinnumarka. Upphaflega átti verkefnið að standa í sex mánuði en hefur verið framlengt þrisvar sinnum. Verkefninu átti að ljúka um síðustu áramót en á vef Stjórnarráðsins segir að vegna þeirra sérstöku aðstæðna sem nú eru uppi sé mikilvægt að Landspítalinn framlengi greiðslur samkvæmt verkefninu næstu mánuði, eða allt að 1. október. Þá er haft eftir Bjarna Benediktssyni fjármála- og efnahagsráðherra að fyrirhugaðar séu grundvallarbreytingar í þeim samningum vegna vaktavinnufyrirkomulagsins. „Vonandi hjálpar framlenging á greiðslum fyrir álag vegna vakta til að ljúka kjaraviðræðum samninganefndar ríkisins og hjúkrunarfræðinga farsællega. Ég vil trúa því," segir Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir aðstæður í samfélaginu sýna að allar ráðstafanir sem skerða kjör hjúkrunarfræðinga séu fráleitar. Álagið á heilbrigðisstéttir hafi aldrei verið meira en nú vegna kórónuveirufaraldursins.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Heilbrigðismál Tengdar fréttir Hjúkrunarfræðingar ósáttir við kjaraskerðingu og vilja álagsgreiðslu í faraldrinum Hjúkrunarfræðingar á Landspítalanum eru afar ósáttir við að fá ekki vaktaálagsauka lengur. Á sumum deildum hafi aldrei verið eins mikið álag. Þeir vilja fá sérstaka álagsgreiðslu í faraldrinum. 2. apríl 2020 19:00 Reiknar með stórflótta úr stétt hjúkrunarfræðinga eftir Covid-19 Formaður hjúkrunarráðs Landspítalans óttast flótta úr stéttinni eftir kórónuveirufaraldurinn verði kjör hjúkrunarfræðinga ekki bætt. 2. apríl 2020 12:54 Hjúkrunarfræðingur vildi óska að lægri laun í dag en í gær væri aprílgabb Vegna uppsagnar á vaktaálagsgreiðslum hjúkrunarfræðinga hafa laun hjá sumum hjúkrunarfræðingum Landspítalans lækkað um tugi þúsunda milli mánaða. 1. apríl 2020 23:10 Ríkissáttasemjari boðar til fundar í kjaradeildu hjúkrunarfræðinga Ríkissáttasemjari hefur ákveðið að kalla samninganefndir ríkisins og hjúkrunarfræðinga til fundar á mánudaginn. Tíu dagar eru síðan aðilar funduðu síðast. 3. apríl 2020 14:58 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Sjá meira
Hjúkrunarfræðingar ósáttir við kjaraskerðingu og vilja álagsgreiðslu í faraldrinum Hjúkrunarfræðingar á Landspítalanum eru afar ósáttir við að fá ekki vaktaálagsauka lengur. Á sumum deildum hafi aldrei verið eins mikið álag. Þeir vilja fá sérstaka álagsgreiðslu í faraldrinum. 2. apríl 2020 19:00
Reiknar með stórflótta úr stétt hjúkrunarfræðinga eftir Covid-19 Formaður hjúkrunarráðs Landspítalans óttast flótta úr stéttinni eftir kórónuveirufaraldurinn verði kjör hjúkrunarfræðinga ekki bætt. 2. apríl 2020 12:54
Hjúkrunarfræðingur vildi óska að lægri laun í dag en í gær væri aprílgabb Vegna uppsagnar á vaktaálagsgreiðslum hjúkrunarfræðinga hafa laun hjá sumum hjúkrunarfræðingum Landspítalans lækkað um tugi þúsunda milli mánaða. 1. apríl 2020 23:10
Ríkissáttasemjari boðar til fundar í kjaradeildu hjúkrunarfræðinga Ríkissáttasemjari hefur ákveðið að kalla samninganefndir ríkisins og hjúkrunarfræðinga til fundar á mánudaginn. Tíu dagar eru síðan aðilar funduðu síðast. 3. apríl 2020 14:58