Viðsnúningur í nauðgunarmáli norðan heiða Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. apríl 2020 16:03 Maðurinn var dæmdur í tveggja ára fangelsi í Héraðsdómi Norðurlands eystra í fyrra. Hann áfrýjaði dómnum og var sýknaður í Landsrétti í dag. Vísir/Vilhelm Karlmaður á fertugsaldri hefur verið sýknaður í Landsrétti af ákæru um nauðgun á Akureyri í janúar 2018. Hann hafði áður verið dæmdur í tveggja ára fangelsi í Héraðsdómi Norðurlands eystra þar sem hann var dæmdur til að greiða henni 1,5 milljónir króna í miskabætur. Landsréttur taldi ekki sannað svo hafið væri yfir skynsamlegan vafa að karlmaðurinn hefði haft ásetning til að eiga samræði við tvítuga konu án hennar samþykkis. Taldi Landsréttur samskipti karlsins og konunnar, sem þau voru samhljóða um, hafa gefið karlmanninum réttmæta ástæðu til að ætla að hún væri samþykk kynmökunum. Spurði karlmaðurinn konuna eftir að samræði var hafið hvort henni líkaði það vel og hún kvað svo vera. Konan sagðist fyrir dómi hafa svarað já til að komast út úr aðstæðunum sem fyrst. Trúverðugur framburður beggja Karlmaðurinn var ákærður fyrir að hafa nauðgað konunni á baðherbergi í heimahúsi á Akureyri. Þau höfðu áður kysst að hennar frumkvæði og farið í heimahús ásamt vinkonu hennar og vini hans sem þar bjó. Þar fóru þau inn á baðherbergi og læsti hann að þeim. Landsréttur segir í niðurstöðu sinni að bæði ákærði og brotaþoli hafi verið samkvæm sjálfum sér í frásögn af atvikum. Hann sé því metinn trúverðugur í tilfelli beggja. Þau voru sammála um að við lok kynferðismaka hefði karlmaðurinn haft sáðlát á gólfið að ósk hennar. Aftur á móti standi orð hennar gegn orði hans hvort hún hafi tjáð honum í orði og verki að hún vildi ekki eiga við hann kynmök þegar hann var að eiga við buxurnar hennar eða hvort hún hafi aðstoðað hann við að færa þær niður. Jafnframt ber þeim ekki saman um hvort það hafi verið áður en samræði hófst eða eftir að það var hafið sem karlmaðurinn spurði konuna um getnaðarvarnir og hún tjáði honum að hann mætti ekki fá sáðlát inn í hana. Með áverka á spöng Áverkar fundust á spöng konunnar við skoðun á neyðarmóttöku. Áverkarnir taka að mati Landsréttar ekki af tvímæli í þeim efnum. Bæði hafi borið fyrir dómi að hún hefði verið þurr í kynfærum þegar samræði hófst. Önnur sönnunargögn, sem styðji frásögn brotaþola að þessu leyti geri það ekki heldur en þau feli einungis í sér frásagnir annarra af endursögn hennar á atburðum að mati Landsréttar. Gegn eindreginni neitun karlmannsins taldi Landsréttur ekki sannað að konan hefði tjáð karlmanninum við upphaf kynmaka að hún væri mótfallin þeim. Með sama hætti verður ekki talið sannað að orðaskipti þeirra um getnaðarvarnir og hvar ákærði mætti fá sáðlát hafi þá fyrst átt sér stað þegar samræði var hafið. Þá taldist sannað, með vísan til framburðar þeirra beggja fyrir dómi, að karlmaðurinn hefði spurt hana eftir að samræði hófst hvort henni þætti það gott og að hún hafi tjáð honum að svo væri. Sagðist hrædd og hafa gefist upp Konan sagðist fyrir dómi bæði hafa gefist upp á að neita karlmanninum við samræði þar sem hann væri miklu sterkari og hún hrædd við hann. Sömuleiðis að þegar hún hefði sagst njóta samræðisins að hún hefði verið búin að gefast upp, orðin svo hrædd að hún hefði sagt „bara já til að þetta væri fyrr búið“. Landsréttur áréttar í niðurstöðu sinni að engin ástæða sé til að efast um frásögn konunnar af upplifun sinni umrætt sinn, sem studd er gögnum um áverka á spöng og áhrif atburðanna á andlega líðan hennar. Hins vegar teldist ekki sannað að ákærða hafi á nokkrum tímapunkti verið ljóst að hún væri ekki samþykk kynmökum. Heldur ekki að honum hefði látið sér það í léttu rúmi liggja hvort svo væri. Sagði að sér hefði líkað samræðið Leit Landsréttur einkum til orðaskipta þeirra um getnaðarvarnir og sáðlát. Þau verði talin hafa gefið karlmanninum réttmæta ástæðu til að ætla að hún væri samþykk kynmökunum enda spurði hann hana eftir að samræði var hafið hvort henni líkaði það vel og hún kvað svo vera. Auk þess sem hefði hann virt þá ósk hennar að fá ekki sáðlát inn í hana. „Verður því ekki talið sannað svo að hafið sé yfir skynsamlegan vafa að ákærði hafi haft ásetning til þess að eiga samræði og önnur kynferðismök við brotaþola með ofbeldi og ólögmætri nauðung,“ segir í niðurstöðu Landsréttar. Var hann því sýknaður af ákæru héraðssaksóknara. Kynferðisofbeldi Dómsmál Mest lesið Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Erlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Fleiri fréttir Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Sjá meira
Karlmaður á fertugsaldri hefur verið sýknaður í Landsrétti af ákæru um nauðgun á Akureyri í janúar 2018. Hann hafði áður verið dæmdur í tveggja ára fangelsi í Héraðsdómi Norðurlands eystra þar sem hann var dæmdur til að greiða henni 1,5 milljónir króna í miskabætur. Landsréttur taldi ekki sannað svo hafið væri yfir skynsamlegan vafa að karlmaðurinn hefði haft ásetning til að eiga samræði við tvítuga konu án hennar samþykkis. Taldi Landsréttur samskipti karlsins og konunnar, sem þau voru samhljóða um, hafa gefið karlmanninum réttmæta ástæðu til að ætla að hún væri samþykk kynmökunum. Spurði karlmaðurinn konuna eftir að samræði var hafið hvort henni líkaði það vel og hún kvað svo vera. Konan sagðist fyrir dómi hafa svarað já til að komast út úr aðstæðunum sem fyrst. Trúverðugur framburður beggja Karlmaðurinn var ákærður fyrir að hafa nauðgað konunni á baðherbergi í heimahúsi á Akureyri. Þau höfðu áður kysst að hennar frumkvæði og farið í heimahús ásamt vinkonu hennar og vini hans sem þar bjó. Þar fóru þau inn á baðherbergi og læsti hann að þeim. Landsréttur segir í niðurstöðu sinni að bæði ákærði og brotaþoli hafi verið samkvæm sjálfum sér í frásögn af atvikum. Hann sé því metinn trúverðugur í tilfelli beggja. Þau voru sammála um að við lok kynferðismaka hefði karlmaðurinn haft sáðlát á gólfið að ósk hennar. Aftur á móti standi orð hennar gegn orði hans hvort hún hafi tjáð honum í orði og verki að hún vildi ekki eiga við hann kynmök þegar hann var að eiga við buxurnar hennar eða hvort hún hafi aðstoðað hann við að færa þær niður. Jafnframt ber þeim ekki saman um hvort það hafi verið áður en samræði hófst eða eftir að það var hafið sem karlmaðurinn spurði konuna um getnaðarvarnir og hún tjáði honum að hann mætti ekki fá sáðlát inn í hana. Með áverka á spöng Áverkar fundust á spöng konunnar við skoðun á neyðarmóttöku. Áverkarnir taka að mati Landsréttar ekki af tvímæli í þeim efnum. Bæði hafi borið fyrir dómi að hún hefði verið þurr í kynfærum þegar samræði hófst. Önnur sönnunargögn, sem styðji frásögn brotaþola að þessu leyti geri það ekki heldur en þau feli einungis í sér frásagnir annarra af endursögn hennar á atburðum að mati Landsréttar. Gegn eindreginni neitun karlmannsins taldi Landsréttur ekki sannað að konan hefði tjáð karlmanninum við upphaf kynmaka að hún væri mótfallin þeim. Með sama hætti verður ekki talið sannað að orðaskipti þeirra um getnaðarvarnir og hvar ákærði mætti fá sáðlát hafi þá fyrst átt sér stað þegar samræði var hafið. Þá taldist sannað, með vísan til framburðar þeirra beggja fyrir dómi, að karlmaðurinn hefði spurt hana eftir að samræði hófst hvort henni þætti það gott og að hún hafi tjáð honum að svo væri. Sagðist hrædd og hafa gefist upp Konan sagðist fyrir dómi bæði hafa gefist upp á að neita karlmanninum við samræði þar sem hann væri miklu sterkari og hún hrædd við hann. Sömuleiðis að þegar hún hefði sagst njóta samræðisins að hún hefði verið búin að gefast upp, orðin svo hrædd að hún hefði sagt „bara já til að þetta væri fyrr búið“. Landsréttur áréttar í niðurstöðu sinni að engin ástæða sé til að efast um frásögn konunnar af upplifun sinni umrætt sinn, sem studd er gögnum um áverka á spöng og áhrif atburðanna á andlega líðan hennar. Hins vegar teldist ekki sannað að ákærða hafi á nokkrum tímapunkti verið ljóst að hún væri ekki samþykk kynmökum. Heldur ekki að honum hefði látið sér það í léttu rúmi liggja hvort svo væri. Sagði að sér hefði líkað samræðið Leit Landsréttur einkum til orðaskipta þeirra um getnaðarvarnir og sáðlát. Þau verði talin hafa gefið karlmanninum réttmæta ástæðu til að ætla að hún væri samþykk kynmökunum enda spurði hann hana eftir að samræði var hafið hvort henni líkaði það vel og hún kvað svo vera. Auk þess sem hefði hann virt þá ósk hennar að fá ekki sáðlát inn í hana. „Verður því ekki talið sannað svo að hafið sé yfir skynsamlegan vafa að ákærði hafi haft ásetning til þess að eiga samræði og önnur kynferðismök við brotaþola með ofbeldi og ólögmætri nauðung,“ segir í niðurstöðu Landsréttar. Var hann því sýknaður af ákæru héraðssaksóknara.
Kynferðisofbeldi Dómsmál Mest lesið Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Erlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Fleiri fréttir Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Sjá meira