Vill aðgerðir í atvinnumálum en samt ekki kísilverksmiðju Kristján Már Unnarsson skrifar 13. maí 2020 23:33 Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Bæjaryfirvöld í Reykjanesbæ kalla eftir aðgerðum ríkisvaldsins vegna gríðarlegs atvinnuleysis á Suðurnesjum og hafa boðað til íbúafundar á netinu síðdegis á morgun. Bæjarstjórinn segir þó ekki stemmningu fyrir því að kísilmálmverksmiðjan í Helguvík verði endurræst. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Vegna samkomutakmarkana verður íbúafundurinn á facebook-síðu Reykjanesbæjar en atvinnuleysi í bænum mælist nú 28 prósent. „Við höfum aldrei séð viðlíka tölur í atvinnuleysi eins og við erum að sjá núna. Við höfum oft séð það slæmt en aldrei eins og nú,“ segir Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar. Hann rekur hvað flugstarfsemin á Keflavíkurflugvelli er gríðarlega stór þáttur í atvinnulífi Suðurnesja. Áætlað sé að rekja megi um 40 prósent af efnahag svæðisins til flugvallarins. Bæjarstjórinn kallar eftir sértækum aðgerðum ríkisvaldsins. Hann nefnir framkvæmdir eins og tvöföldun Reykjanesbrautar, úrbætur á húsnæði sjúkrahússins og samgöngur innan svæðisins. Í kreppunni eftir bankahrunið fyrir áratug sögðu stjórnmálamenn að kísilver í Helguvík yrði ísbrjóturinn í atvinnumálum Suðurnesja. Sjá hér í frétt Stöðvar 2 frá árinu 2011: En þykir kísilverið núna álitlegur kostur? Eigandi þess, Stakksberg, dótturfélag Arion-banka, hefur kynnt áætlanir um að hefja þar endurbætur eftir áramót með það að markmiði að koma rekstrinum aftur í gang. „Ég held ég tali nú fyrir hönd allavega meirihluta bæjarstjórnar; að það er engin sérstök stemmning fyrir endurreisn þessarar verksmiðju,“ svarar Kjartan bæjarstjóri. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Reykjanesbær Keflavíkurflugvöllur Suðurnesjabær Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Kynnir endurbætur á kísilverinu í Helguvík Eigandi kísilversins í Helguvík, sem staðið hefur ónotað í þrjú ár, stefnir að því að hefja endurbætur á verksmiðjunni í byrjun næsta árs með það að markmiði að hún geti tekið til starfa á ný eftir tvö ár. Skýrsla um umhverfismat endurbótanna hefur verið auglýst. 11. maí 2020 20:53 Atvinnuleysi 28% í Reykjanesbæ þar sem veiran bætir gráu ofan á svart Atvinnuleysi í Reykjanesbæ nam í apríl 28 prósentum, þar af er 16,1 prósent í hlutabótaleiðinni svokölluðu. Á Suðurnesjunum nam atvinnuleysi 25,2 prósentum. 7. maí 2020 14:49 Mest lesið Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Fleiri fréttir Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Sjá meira
Bæjaryfirvöld í Reykjanesbæ kalla eftir aðgerðum ríkisvaldsins vegna gríðarlegs atvinnuleysis á Suðurnesjum og hafa boðað til íbúafundar á netinu síðdegis á morgun. Bæjarstjórinn segir þó ekki stemmningu fyrir því að kísilmálmverksmiðjan í Helguvík verði endurræst. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Vegna samkomutakmarkana verður íbúafundurinn á facebook-síðu Reykjanesbæjar en atvinnuleysi í bænum mælist nú 28 prósent. „Við höfum aldrei séð viðlíka tölur í atvinnuleysi eins og við erum að sjá núna. Við höfum oft séð það slæmt en aldrei eins og nú,“ segir Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar. Hann rekur hvað flugstarfsemin á Keflavíkurflugvelli er gríðarlega stór þáttur í atvinnulífi Suðurnesja. Áætlað sé að rekja megi um 40 prósent af efnahag svæðisins til flugvallarins. Bæjarstjórinn kallar eftir sértækum aðgerðum ríkisvaldsins. Hann nefnir framkvæmdir eins og tvöföldun Reykjanesbrautar, úrbætur á húsnæði sjúkrahússins og samgöngur innan svæðisins. Í kreppunni eftir bankahrunið fyrir áratug sögðu stjórnmálamenn að kísilver í Helguvík yrði ísbrjóturinn í atvinnumálum Suðurnesja. Sjá hér í frétt Stöðvar 2 frá árinu 2011: En þykir kísilverið núna álitlegur kostur? Eigandi þess, Stakksberg, dótturfélag Arion-banka, hefur kynnt áætlanir um að hefja þar endurbætur eftir áramót með það að markmiði að koma rekstrinum aftur í gang. „Ég held ég tali nú fyrir hönd allavega meirihluta bæjarstjórnar; að það er engin sérstök stemmning fyrir endurreisn þessarar verksmiðju,“ svarar Kjartan bæjarstjóri. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Reykjanesbær Keflavíkurflugvöllur Suðurnesjabær Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Kynnir endurbætur á kísilverinu í Helguvík Eigandi kísilversins í Helguvík, sem staðið hefur ónotað í þrjú ár, stefnir að því að hefja endurbætur á verksmiðjunni í byrjun næsta árs með það að markmiði að hún geti tekið til starfa á ný eftir tvö ár. Skýrsla um umhverfismat endurbótanna hefur verið auglýst. 11. maí 2020 20:53 Atvinnuleysi 28% í Reykjanesbæ þar sem veiran bætir gráu ofan á svart Atvinnuleysi í Reykjanesbæ nam í apríl 28 prósentum, þar af er 16,1 prósent í hlutabótaleiðinni svokölluðu. Á Suðurnesjunum nam atvinnuleysi 25,2 prósentum. 7. maí 2020 14:49 Mest lesið Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Fleiri fréttir Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Sjá meira
Kynnir endurbætur á kísilverinu í Helguvík Eigandi kísilversins í Helguvík, sem staðið hefur ónotað í þrjú ár, stefnir að því að hefja endurbætur á verksmiðjunni í byrjun næsta árs með það að markmiði að hún geti tekið til starfa á ný eftir tvö ár. Skýrsla um umhverfismat endurbótanna hefur verið auglýst. 11. maí 2020 20:53
Atvinnuleysi 28% í Reykjanesbæ þar sem veiran bætir gráu ofan á svart Atvinnuleysi í Reykjanesbæ nam í apríl 28 prósentum, þar af er 16,1 prósent í hlutabótaleiðinni svokölluðu. Á Suðurnesjunum nam atvinnuleysi 25,2 prósentum. 7. maí 2020 14:49