Vill aðgerðir í atvinnumálum en samt ekki kísilverksmiðju Kristján Már Unnarsson skrifar 13. maí 2020 23:33 Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Bæjaryfirvöld í Reykjanesbæ kalla eftir aðgerðum ríkisvaldsins vegna gríðarlegs atvinnuleysis á Suðurnesjum og hafa boðað til íbúafundar á netinu síðdegis á morgun. Bæjarstjórinn segir þó ekki stemmningu fyrir því að kísilmálmverksmiðjan í Helguvík verði endurræst. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Vegna samkomutakmarkana verður íbúafundurinn á facebook-síðu Reykjanesbæjar en atvinnuleysi í bænum mælist nú 28 prósent. „Við höfum aldrei séð viðlíka tölur í atvinnuleysi eins og við erum að sjá núna. Við höfum oft séð það slæmt en aldrei eins og nú,“ segir Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar. Hann rekur hvað flugstarfsemin á Keflavíkurflugvelli er gríðarlega stór þáttur í atvinnulífi Suðurnesja. Áætlað sé að rekja megi um 40 prósent af efnahag svæðisins til flugvallarins. Bæjarstjórinn kallar eftir sértækum aðgerðum ríkisvaldsins. Hann nefnir framkvæmdir eins og tvöföldun Reykjanesbrautar, úrbætur á húsnæði sjúkrahússins og samgöngur innan svæðisins. Í kreppunni eftir bankahrunið fyrir áratug sögðu stjórnmálamenn að kísilver í Helguvík yrði ísbrjóturinn í atvinnumálum Suðurnesja. Sjá hér í frétt Stöðvar 2 frá árinu 2011: En þykir kísilverið núna álitlegur kostur? Eigandi þess, Stakksberg, dótturfélag Arion-banka, hefur kynnt áætlanir um að hefja þar endurbætur eftir áramót með það að markmiði að koma rekstrinum aftur í gang. „Ég held ég tali nú fyrir hönd allavega meirihluta bæjarstjórnar; að það er engin sérstök stemmning fyrir endurreisn þessarar verksmiðju,“ svarar Kjartan bæjarstjóri. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Reykjanesbær Keflavíkurflugvöllur Suðurnesjabær Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Kynnir endurbætur á kísilverinu í Helguvík Eigandi kísilversins í Helguvík, sem staðið hefur ónotað í þrjú ár, stefnir að því að hefja endurbætur á verksmiðjunni í byrjun næsta árs með það að markmiði að hún geti tekið til starfa á ný eftir tvö ár. Skýrsla um umhverfismat endurbótanna hefur verið auglýst. 11. maí 2020 20:53 Atvinnuleysi 28% í Reykjanesbæ þar sem veiran bætir gráu ofan á svart Atvinnuleysi í Reykjanesbæ nam í apríl 28 prósentum, þar af er 16,1 prósent í hlutabótaleiðinni svokölluðu. Á Suðurnesjunum nam atvinnuleysi 25,2 prósentum. 7. maí 2020 14:49 Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra að óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira
Bæjaryfirvöld í Reykjanesbæ kalla eftir aðgerðum ríkisvaldsins vegna gríðarlegs atvinnuleysis á Suðurnesjum og hafa boðað til íbúafundar á netinu síðdegis á morgun. Bæjarstjórinn segir þó ekki stemmningu fyrir því að kísilmálmverksmiðjan í Helguvík verði endurræst. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Vegna samkomutakmarkana verður íbúafundurinn á facebook-síðu Reykjanesbæjar en atvinnuleysi í bænum mælist nú 28 prósent. „Við höfum aldrei séð viðlíka tölur í atvinnuleysi eins og við erum að sjá núna. Við höfum oft séð það slæmt en aldrei eins og nú,“ segir Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar. Hann rekur hvað flugstarfsemin á Keflavíkurflugvelli er gríðarlega stór þáttur í atvinnulífi Suðurnesja. Áætlað sé að rekja megi um 40 prósent af efnahag svæðisins til flugvallarins. Bæjarstjórinn kallar eftir sértækum aðgerðum ríkisvaldsins. Hann nefnir framkvæmdir eins og tvöföldun Reykjanesbrautar, úrbætur á húsnæði sjúkrahússins og samgöngur innan svæðisins. Í kreppunni eftir bankahrunið fyrir áratug sögðu stjórnmálamenn að kísilver í Helguvík yrði ísbrjóturinn í atvinnumálum Suðurnesja. Sjá hér í frétt Stöðvar 2 frá árinu 2011: En þykir kísilverið núna álitlegur kostur? Eigandi þess, Stakksberg, dótturfélag Arion-banka, hefur kynnt áætlanir um að hefja þar endurbætur eftir áramót með það að markmiði að koma rekstrinum aftur í gang. „Ég held ég tali nú fyrir hönd allavega meirihluta bæjarstjórnar; að það er engin sérstök stemmning fyrir endurreisn þessarar verksmiðju,“ svarar Kjartan bæjarstjóri. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Reykjanesbær Keflavíkurflugvöllur Suðurnesjabær Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Kynnir endurbætur á kísilverinu í Helguvík Eigandi kísilversins í Helguvík, sem staðið hefur ónotað í þrjú ár, stefnir að því að hefja endurbætur á verksmiðjunni í byrjun næsta árs með það að markmiði að hún geti tekið til starfa á ný eftir tvö ár. Skýrsla um umhverfismat endurbótanna hefur verið auglýst. 11. maí 2020 20:53 Atvinnuleysi 28% í Reykjanesbæ þar sem veiran bætir gráu ofan á svart Atvinnuleysi í Reykjanesbæ nam í apríl 28 prósentum, þar af er 16,1 prósent í hlutabótaleiðinni svokölluðu. Á Suðurnesjunum nam atvinnuleysi 25,2 prósentum. 7. maí 2020 14:49 Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra að óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira
Kynnir endurbætur á kísilverinu í Helguvík Eigandi kísilversins í Helguvík, sem staðið hefur ónotað í þrjú ár, stefnir að því að hefja endurbætur á verksmiðjunni í byrjun næsta árs með það að markmiði að hún geti tekið til starfa á ný eftir tvö ár. Skýrsla um umhverfismat endurbótanna hefur verið auglýst. 11. maí 2020 20:53
Atvinnuleysi 28% í Reykjanesbæ þar sem veiran bætir gráu ofan á svart Atvinnuleysi í Reykjanesbæ nam í apríl 28 prósentum, þar af er 16,1 prósent í hlutabótaleiðinni svokölluðu. Á Suðurnesjunum nam atvinnuleysi 25,2 prósentum. 7. maí 2020 14:49