Samherji endurgreiðir ríkinu hlutabætur Kjartan Kjartansson skrifar 13. maí 2020 20:32 Starfsmenn í vinnslu á Akureyri og Dalvík voru tímabundið í hálfu starfi vegna sóttvarnaráðstafana í faraldrinum. Samherji ætlar að endurgreiða ríkinu hlutabætur sem þeir fengu þar sem reksturinn gekk betur en útlit var fyrir. Vísir/Egill Stjórnendur Samherja Íslands og Útgerðarfélag Akureyringa hafa ákveðið að endurgreiða ríkinu hlutabætur sem það greiddi starfsmönnum. Félög Samherja muni í staðinn sjálf bera allan kostnað af skertu starfshlutfalli starfsmanna sinna. Í tilkynningu frá Samherja sem á bæði félögin kemur fram að þegar hafi verið gripið til ráðstafana til þess að endurgreiða ríkissjóða hlutabæturnar sem starfsmönnum í skertu starfshlutfalli vegna kórónuveirufaraldursins voru greiddar. Starfsmenn í vinnslu á Akureyri og Dalvík voru um tíma í 50% starfshlutfalli eftir að kórónuveirufaraldurinn hófst og gripið var til sóttvarnaráðstafana til að hefta útbreiðslu hans. Stjórnendur Samherja töldu sjálfsagt að nýta hlutastarfaleið stjórnvalda þegar fyrirtæki voru hvött til að nýta sér hana frekar en að segja fólki upp störfum. Að sama skapi hafi stjórnendur talið eðlilegt að bera sjálf kostnaðinn af röskun á starfseminni þegar ljóst var að reksturinn gekk betur en útlit var fyrir í upphafi faraldursins. Ýmis fyrirtæki hafa undanfarið greint frá því að þau ætli að endurgreiða ríkissjóði hlutabætur sem starfsmönnum þeirra voru greidd. Sum þeirra höfðu sætt gagnrýni fyrir að greiða eigendum sínum arð eða kaupa upp eigin hlutabréf á sama tíma og þau nutu aðstoðar ríkisins í faraldrinum. Þannig hafa fyrirtæki eins og Festi og Össur sagst ætla að endurgreiða hlutabæturnar. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sjávarútvegur Hlutabótaleiðin Tengdar fréttir Persónuverndarlög stoppa ekki birtingu fyrirtækjalistans Þetta er mat Persónuverndar, sem þó undirstrikar að hún sker ekki úr um lögmæti birtingarinnar sem stofnunin telur að fari eftir upplýsingalögum. 13. maí 2020 11:40 Festi hefur haft samband við Vinnumálastofnun vegna endurgreiðslu hlutabótaleiðarinnar Eignarhaldsfélagið Festi hefur haft samband við Vinnumálastofnun með það að markmiði að endurgreiða þá upphæð sem fyrirtækið sparaði sér með aðgerðunum. 12. maí 2020 18:55 Össur endurgreiðir Vinnumálastofnun Össur hf. hefur tekið ákvörðun um að endurgreiða Vinnumálastofnun það fé sem runnið hefur til 165 starfsmanna félagsins á meðan þeir voru í hlutastarfi vegna COVID-19 faraldursins og hætta að nota úrræðið hér á landi. 12. maí 2020 16:16 KS endurgreiðir sautján milljóna hlutabótagreiðslu Kjötvinnslan Esja Gæðafæði ehf. í Reykjavík, dótturfélag Kaupfélags Skagfirðinga, mun endurgreiða u.þ.b. 17 milljónir króna sem fyrirtækið fékk frá Vinnumálastofnun í hlutabótagreiðslur. 11. maí 2020 15:49 Mest lesið Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Neytendur 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Stytta skammarkrókinn til muna Neytendur Gjaldþrota meðhöndlari Viðskipti innlent Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Viðskipti innlent Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Semja um fjögurra milljarða króna lán Viðskipti innlent Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Viðskipti innlent E. coli í frönskum osti Neytendur Fleiri fréttir Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Sjá meira
Stjórnendur Samherja Íslands og Útgerðarfélag Akureyringa hafa ákveðið að endurgreiða ríkinu hlutabætur sem það greiddi starfsmönnum. Félög Samherja muni í staðinn sjálf bera allan kostnað af skertu starfshlutfalli starfsmanna sinna. Í tilkynningu frá Samherja sem á bæði félögin kemur fram að þegar hafi verið gripið til ráðstafana til þess að endurgreiða ríkissjóða hlutabæturnar sem starfsmönnum í skertu starfshlutfalli vegna kórónuveirufaraldursins voru greiddar. Starfsmenn í vinnslu á Akureyri og Dalvík voru um tíma í 50% starfshlutfalli eftir að kórónuveirufaraldurinn hófst og gripið var til sóttvarnaráðstafana til að hefta útbreiðslu hans. Stjórnendur Samherja töldu sjálfsagt að nýta hlutastarfaleið stjórnvalda þegar fyrirtæki voru hvött til að nýta sér hana frekar en að segja fólki upp störfum. Að sama skapi hafi stjórnendur talið eðlilegt að bera sjálf kostnaðinn af röskun á starfseminni þegar ljóst var að reksturinn gekk betur en útlit var fyrir í upphafi faraldursins. Ýmis fyrirtæki hafa undanfarið greint frá því að þau ætli að endurgreiða ríkissjóði hlutabætur sem starfsmönnum þeirra voru greidd. Sum þeirra höfðu sætt gagnrýni fyrir að greiða eigendum sínum arð eða kaupa upp eigin hlutabréf á sama tíma og þau nutu aðstoðar ríkisins í faraldrinum. Þannig hafa fyrirtæki eins og Festi og Össur sagst ætla að endurgreiða hlutabæturnar.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sjávarútvegur Hlutabótaleiðin Tengdar fréttir Persónuverndarlög stoppa ekki birtingu fyrirtækjalistans Þetta er mat Persónuverndar, sem þó undirstrikar að hún sker ekki úr um lögmæti birtingarinnar sem stofnunin telur að fari eftir upplýsingalögum. 13. maí 2020 11:40 Festi hefur haft samband við Vinnumálastofnun vegna endurgreiðslu hlutabótaleiðarinnar Eignarhaldsfélagið Festi hefur haft samband við Vinnumálastofnun með það að markmiði að endurgreiða þá upphæð sem fyrirtækið sparaði sér með aðgerðunum. 12. maí 2020 18:55 Össur endurgreiðir Vinnumálastofnun Össur hf. hefur tekið ákvörðun um að endurgreiða Vinnumálastofnun það fé sem runnið hefur til 165 starfsmanna félagsins á meðan þeir voru í hlutastarfi vegna COVID-19 faraldursins og hætta að nota úrræðið hér á landi. 12. maí 2020 16:16 KS endurgreiðir sautján milljóna hlutabótagreiðslu Kjötvinnslan Esja Gæðafæði ehf. í Reykjavík, dótturfélag Kaupfélags Skagfirðinga, mun endurgreiða u.þ.b. 17 milljónir króna sem fyrirtækið fékk frá Vinnumálastofnun í hlutabótagreiðslur. 11. maí 2020 15:49 Mest lesið Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Neytendur 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Stytta skammarkrókinn til muna Neytendur Gjaldþrota meðhöndlari Viðskipti innlent Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Viðskipti innlent Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Semja um fjögurra milljarða króna lán Viðskipti innlent Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Viðskipti innlent E. coli í frönskum osti Neytendur Fleiri fréttir Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Sjá meira
Persónuverndarlög stoppa ekki birtingu fyrirtækjalistans Þetta er mat Persónuverndar, sem þó undirstrikar að hún sker ekki úr um lögmæti birtingarinnar sem stofnunin telur að fari eftir upplýsingalögum. 13. maí 2020 11:40
Festi hefur haft samband við Vinnumálastofnun vegna endurgreiðslu hlutabótaleiðarinnar Eignarhaldsfélagið Festi hefur haft samband við Vinnumálastofnun með það að markmiði að endurgreiða þá upphæð sem fyrirtækið sparaði sér með aðgerðunum. 12. maí 2020 18:55
Össur endurgreiðir Vinnumálastofnun Össur hf. hefur tekið ákvörðun um að endurgreiða Vinnumálastofnun það fé sem runnið hefur til 165 starfsmanna félagsins á meðan þeir voru í hlutastarfi vegna COVID-19 faraldursins og hætta að nota úrræðið hér á landi. 12. maí 2020 16:16
KS endurgreiðir sautján milljóna hlutabótagreiðslu Kjötvinnslan Esja Gæðafæði ehf. í Reykjavík, dótturfélag Kaupfélags Skagfirðinga, mun endurgreiða u.þ.b. 17 milljónir króna sem fyrirtækið fékk frá Vinnumálastofnun í hlutabótagreiðslur. 11. maí 2020 15:49