Segir félög vanáætla eða ljúga um launakostnað: „Þá værum við bara í mansali“ Sindri Sverrisson skrifar 13. maí 2020 20:00 Grímur Atlason mætti í heimsókn til Kjartans Atla og Henrys Birgis í Sportinu í dag. MYND/STÖÐ 2 SPORT Hluti körfuknattleiksfélaga á Íslandi vanáætlar stórlega launakostnað vegna leikmanna, svindlar á þeim eða vill halda kostnaðinum leyndum. Þetta segir Grímur Atlason, stjórnarmaður í körfuknattleiksdeild Vals, í Sportinu í dag. Hann skrifaði MBA-ritgerð sem fjallar um rekstrarumhverfið í íslenskum körfubolta og vann úr svörum frá helmingi þeirra 12 félaga sem áttu lið í Domino‘s-deild karla, og fimm af átta liðum í Domino‘s-deild kvenna. Samkvæmt svörunum, sem Grímur segir að standist ekki skoðun, áætla tvö félög í úrvalsdeild kvenna að heildarlaunakostnaður leikmanna sé aðeins á bilinu 1-3 milljónir króna, og tvö félög í úrvalsdeild karla áætla að heildarlaunakostnaður sé 1-8 milljónir króna. Til samanburðar sögðu tvö félög heildarlaunakostnað vegna karlaliðs nema 22-29 milljónum króna. „Ég reiknaði þetta sjálfur því ég veit nokkurn veginn hvernig þetta umhverfi er. Ég vissi að þetta gæti orðið mjög tricky spurning, sem hún vissulega er því þarna koma svör sem standast ekki. Kostnaðurinn getur ekki verið svona lágur því öll liðin voru með erlendan leikmann frá löndum utan EES-svæðisins. Ef þú ert með slíkan leikmann þá þarftu að borga lágmarkslaun til að hann fái atvinnuleyfi. Annað hvort eru menn að segja ósatt viljandi eða vita ekki betur,“ sagði Grímur. En af hverju veigra menn sér við því að segja satt um launakostnaðinn? Ótti við að veita réttar upplýsingar „Ég held að þetta sé ótti. Það segja allir „nei, nei, nei, við erum að borga miklu minna fyrir hana en Valur gerði, eða KR eða Stjarnan“. Þetta snýst alltaf um að gera bestu dílana. Ég gerði þessa rannsókn, sem ég helgaði líf mitt í sex mánuði, út af því að mér finnst ákvarðanir okkar sem störfum í þessum körfubolta vera oft byggðar á svo veikum forsendum. Við könnum ekkert áhrifin. Það er svo mikilvægt að gera það til að geta tekið skynsamar ákvarðanir, með það fyrir augum að við erum öll að vinna eftir reglum og lögum ÍSÍ. Svo er KKÍ okkar samband og í sambandi við KKÍ viljum við efla körfubolta og dreifa honum um landið. Með því að vera með hlutina á hreinu þá ætti maður að geta tekið betri ákvarðanir,“ sagði Grímur. Áætluð laun og hlunnindi erlendra leikmanna. Grímur segir að þarna sé um lágmarkskostnað að ræða. Grímur áætlar að kostnaður við tvo erlenda leikmenn nemi samtals að lágmarki rúmlega 7,5 milljónum króna, en í þeirri upphæð eru laun, flugferðir og leiga á íbúð og bíl. „Ef að kostnaðurinn væri 1-8 milljónir króna þá myndi enginn íslenskur leikmaður fá pening, sem er heldur ekki rétt. Það eru þó örugglega leikmenn sem að taka ekki pening og ég veit um nokkra. En þegar liðin eru eins og á síðustu leiktíð í úrvalsdeildinni, með samtals 50 erlenda leikmenn, þá eru þeir ekki á þessum kjörum. Þá værum við bara í mansali og ég veit ekki hverju,“ sagði Grímur. Svörin sem hann óskaði eftir voru órekjanleg en það virðist ekki hafa dugað til að hann fengi nákvæm svör. Staða hans í stjórn Vals gæti spilað þar inn í: „Ég gæti trúað að það sé vegna þess að þetta er ég. En ég gerði bara könnun og þetta eru órekjanlegar upplýsingar. Ég þekki liðið mitt og það sagði satt og rétt frá, og það eru fleiri lið sem svara rétt, en stærsti hlutinn svarar vitlaust. Annað hvort vona menn að þetta sé betra, eða vilja ekki að ég viti það, eða bara eitthvað.“ Klippa: Sportið í dag - Grímur um vanáætlaðan launakostnað í körfuboltanum Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Dominos-deild kvenna Dominos-deild karla Körfubolti Sportið í dag Mest lesið Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Handbolti Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Enski boltinn Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Handbolti Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Fótbolti Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Fótbolti Newcastle lét draum Víkings rætast Enski boltinn Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Enski boltinn Jimmy Butler endaði hjá Golden State Körfubolti Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Dagskráin: Nær Tottenham að slá út Liverpool? Sport Fleiri fréttir GAZ-leikur kvöldsins: Síðasti séns Hauka á atlögu að björgun? Agravanis bræður ætla með Íslandsmeistaratitilinn í Síkið Jimmy Butler endaði hjá Golden State Durant vill ekki fara til Golden State Sonur Jordans handtekinn með kókaín Lebron segir komu Doncic súrealíska: „Verða mörg augu á okkur“ Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík „Vita allir að þetta er ömurlegt trade fyrir Dallas“ Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Keflavík bætti Callum Lawson við á síðustu stundu Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Sjá meira
Hluti körfuknattleiksfélaga á Íslandi vanáætlar stórlega launakostnað vegna leikmanna, svindlar á þeim eða vill halda kostnaðinum leyndum. Þetta segir Grímur Atlason, stjórnarmaður í körfuknattleiksdeild Vals, í Sportinu í dag. Hann skrifaði MBA-ritgerð sem fjallar um rekstrarumhverfið í íslenskum körfubolta og vann úr svörum frá helmingi þeirra 12 félaga sem áttu lið í Domino‘s-deild karla, og fimm af átta liðum í Domino‘s-deild kvenna. Samkvæmt svörunum, sem Grímur segir að standist ekki skoðun, áætla tvö félög í úrvalsdeild kvenna að heildarlaunakostnaður leikmanna sé aðeins á bilinu 1-3 milljónir króna, og tvö félög í úrvalsdeild karla áætla að heildarlaunakostnaður sé 1-8 milljónir króna. Til samanburðar sögðu tvö félög heildarlaunakostnað vegna karlaliðs nema 22-29 milljónum króna. „Ég reiknaði þetta sjálfur því ég veit nokkurn veginn hvernig þetta umhverfi er. Ég vissi að þetta gæti orðið mjög tricky spurning, sem hún vissulega er því þarna koma svör sem standast ekki. Kostnaðurinn getur ekki verið svona lágur því öll liðin voru með erlendan leikmann frá löndum utan EES-svæðisins. Ef þú ert með slíkan leikmann þá þarftu að borga lágmarkslaun til að hann fái atvinnuleyfi. Annað hvort eru menn að segja ósatt viljandi eða vita ekki betur,“ sagði Grímur. En af hverju veigra menn sér við því að segja satt um launakostnaðinn? Ótti við að veita réttar upplýsingar „Ég held að þetta sé ótti. Það segja allir „nei, nei, nei, við erum að borga miklu minna fyrir hana en Valur gerði, eða KR eða Stjarnan“. Þetta snýst alltaf um að gera bestu dílana. Ég gerði þessa rannsókn, sem ég helgaði líf mitt í sex mánuði, út af því að mér finnst ákvarðanir okkar sem störfum í þessum körfubolta vera oft byggðar á svo veikum forsendum. Við könnum ekkert áhrifin. Það er svo mikilvægt að gera það til að geta tekið skynsamar ákvarðanir, með það fyrir augum að við erum öll að vinna eftir reglum og lögum ÍSÍ. Svo er KKÍ okkar samband og í sambandi við KKÍ viljum við efla körfubolta og dreifa honum um landið. Með því að vera með hlutina á hreinu þá ætti maður að geta tekið betri ákvarðanir,“ sagði Grímur. Áætluð laun og hlunnindi erlendra leikmanna. Grímur segir að þarna sé um lágmarkskostnað að ræða. Grímur áætlar að kostnaður við tvo erlenda leikmenn nemi samtals að lágmarki rúmlega 7,5 milljónum króna, en í þeirri upphæð eru laun, flugferðir og leiga á íbúð og bíl. „Ef að kostnaðurinn væri 1-8 milljónir króna þá myndi enginn íslenskur leikmaður fá pening, sem er heldur ekki rétt. Það eru þó örugglega leikmenn sem að taka ekki pening og ég veit um nokkra. En þegar liðin eru eins og á síðustu leiktíð í úrvalsdeildinni, með samtals 50 erlenda leikmenn, þá eru þeir ekki á þessum kjörum. Þá værum við bara í mansali og ég veit ekki hverju,“ sagði Grímur. Svörin sem hann óskaði eftir voru órekjanleg en það virðist ekki hafa dugað til að hann fengi nákvæm svör. Staða hans í stjórn Vals gæti spilað þar inn í: „Ég gæti trúað að það sé vegna þess að þetta er ég. En ég gerði bara könnun og þetta eru órekjanlegar upplýsingar. Ég þekki liðið mitt og það sagði satt og rétt frá, og það eru fleiri lið sem svara rétt, en stærsti hlutinn svarar vitlaust. Annað hvort vona menn að þetta sé betra, eða vilja ekki að ég viti það, eða bara eitthvað.“ Klippa: Sportið í dag - Grímur um vanáætlaðan launakostnað í körfuboltanum Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Dominos-deild kvenna Dominos-deild karla Körfubolti Sportið í dag Mest lesið Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Handbolti Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Enski boltinn Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Handbolti Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Fótbolti Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Fótbolti Newcastle lét draum Víkings rætast Enski boltinn Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Enski boltinn Jimmy Butler endaði hjá Golden State Körfubolti Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Dagskráin: Nær Tottenham að slá út Liverpool? Sport Fleiri fréttir GAZ-leikur kvöldsins: Síðasti séns Hauka á atlögu að björgun? Agravanis bræður ætla með Íslandsmeistaratitilinn í Síkið Jimmy Butler endaði hjá Golden State Durant vill ekki fara til Golden State Sonur Jordans handtekinn með kókaín Lebron segir komu Doncic súrealíska: „Verða mörg augu á okkur“ Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík „Vita allir að þetta er ömurlegt trade fyrir Dallas“ Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Keflavík bætti Callum Lawson við á síðustu stundu Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Sjá meira