Ekki útlit fyrir frekari viðræður Icelandair og flugfreyja Kjartan Kjartansson skrifar 13. maí 2020 19:08 Flugfreyjur fagna samninganefnd sinni við húsakynni ríkissáttasemjara. Hvorki hefur gengið né rekið í viðræðum þeirra við Icelandair. Vísir/Vilhelm Forstjóri Icelandair segir áhyggjuefni að ekki verði lengra komist í viðræðum við Flugfreyjufélag Íslands. Í yfirlýsingu frá flugfélaginu kemur fram að ekki hafi verið boðað til frekari funda og að ekki sé útlit fyrir að svo verði eftir að fundi var slitið fyrir hádegi í dag. Samningafundi Flugfreyjufélags Íslands og Icelandair lauk án niðurstöðu í hádeginu í dag. Guðlaug Líney Jóhannsdóttir, formaður Flugfreyjufélagsins, sagði þá að samninganefnd Icelandair hefði ekki séð sér fært að halda viðræðunum áfram á grundvelli tilboðs flugfreyja. Í yfirlýsingu sem Icelandair sendi frá sér í kvöld segir að niðurstaða fundarins hafi verið sú að lengra yrði ekki komist. Haft er eftir Boga Nils Bogasyni, forstjóra, að það sé áhyggjuefni. Samningur sem Icelandair hafi boðið flugfreyjum og flugþjónum hefði hvort tveggja tryggt samkeppnishæfni fyrirtækisins til lengri tíma og starfsmönnum góð kjör og starfsumhverfi. „Markmið Icelandair er að tryggja starfsmönnum sínum góð kjör sem eru samkeppnishæf við það sem sambærileg flugfélög bjóða, svo sem SAS og Finnair. Þau félög hafa á liðnum áratug gert veigamiklar breytingar á kjarasamningum í þeim tilgangi að auka samkeppnishæfni þeirra á alþjóðlegum flugmarkaði,“ segir í yfirlýsingunni. Icelandair hefur reynt að ná samningum við flugstéttir til þess að lækka launakostnað fyrir hlutafjárútboð þar sem stefnt er að því að afla allt að 29 milljarða króna til að rétta af rekstur þess sem á undir högg að sækja vegna kórónuveiruheimsfaraldursins. Flugvirkjar sömdu um kjaraskerðingu á sunnudag en ekki hafa náðst samningar við flugmenn eða flugfreyjur. Icelandair Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kjaramál Tengdar fréttir Færi frekar á bætur en að samþykkja tilboðið frá Icelandair Guðmunda Jónsdóttir, sem starfað hefur óslitið sem flugfreyja óslitið síðan 1984 og segist muna tímana tvenna, segir stöðuna í dag alls ekki góða. Icelandair og Flugfreyjufélag Íslands eiga í samningaviðræðum á erfiðum tíma flugfélagsins sem reynir að safna 29 milljörðum í hlutafé fyrir 22. maí. 13. maí 2020 17:30 Icelandair sá sér ekki fært að halda viðræðum áfram á grundvelli tilboðs flugfreyja Samningafundur Flugfreyja og Icelandair, sem hófst klukkan ellefu í morgun, stóð yfir í klukkustund áður en honum var frestað. Guðlaug Líney Jóhannsdóttir, formaður Flugfreyjufélags Íslands, segir í samtali við fréttastofu að samninganefnd Icelandair hefði ekki séð sér fært að halda viðræðum áfram á grundvelli þess tilboðs sem samninganefnd Flugfreyjufélags Íslands hefur lagt fram. 13. maí 2020 12:56 „Ótrúlega stutt“ á milli flugmanna og Icelandair Formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna segir stutt á milli í kröfum flugmanna og Icelandair. Hann segir óheppilegt að Icelandair hafi ákveðið að senda tilboð sitt á alla flugmenn Icelandair eftir að samninganefnd flugmanna hafði hafnað að bera það undir félagsmenn 13. maí 2020 11:56 Mest lesið Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira
Forstjóri Icelandair segir áhyggjuefni að ekki verði lengra komist í viðræðum við Flugfreyjufélag Íslands. Í yfirlýsingu frá flugfélaginu kemur fram að ekki hafi verið boðað til frekari funda og að ekki sé útlit fyrir að svo verði eftir að fundi var slitið fyrir hádegi í dag. Samningafundi Flugfreyjufélags Íslands og Icelandair lauk án niðurstöðu í hádeginu í dag. Guðlaug Líney Jóhannsdóttir, formaður Flugfreyjufélagsins, sagði þá að samninganefnd Icelandair hefði ekki séð sér fært að halda viðræðunum áfram á grundvelli tilboðs flugfreyja. Í yfirlýsingu sem Icelandair sendi frá sér í kvöld segir að niðurstaða fundarins hafi verið sú að lengra yrði ekki komist. Haft er eftir Boga Nils Bogasyni, forstjóra, að það sé áhyggjuefni. Samningur sem Icelandair hafi boðið flugfreyjum og flugþjónum hefði hvort tveggja tryggt samkeppnishæfni fyrirtækisins til lengri tíma og starfsmönnum góð kjör og starfsumhverfi. „Markmið Icelandair er að tryggja starfsmönnum sínum góð kjör sem eru samkeppnishæf við það sem sambærileg flugfélög bjóða, svo sem SAS og Finnair. Þau félög hafa á liðnum áratug gert veigamiklar breytingar á kjarasamningum í þeim tilgangi að auka samkeppnishæfni þeirra á alþjóðlegum flugmarkaði,“ segir í yfirlýsingunni. Icelandair hefur reynt að ná samningum við flugstéttir til þess að lækka launakostnað fyrir hlutafjárútboð þar sem stefnt er að því að afla allt að 29 milljarða króna til að rétta af rekstur þess sem á undir högg að sækja vegna kórónuveiruheimsfaraldursins. Flugvirkjar sömdu um kjaraskerðingu á sunnudag en ekki hafa náðst samningar við flugmenn eða flugfreyjur.
Icelandair Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kjaramál Tengdar fréttir Færi frekar á bætur en að samþykkja tilboðið frá Icelandair Guðmunda Jónsdóttir, sem starfað hefur óslitið sem flugfreyja óslitið síðan 1984 og segist muna tímana tvenna, segir stöðuna í dag alls ekki góða. Icelandair og Flugfreyjufélag Íslands eiga í samningaviðræðum á erfiðum tíma flugfélagsins sem reynir að safna 29 milljörðum í hlutafé fyrir 22. maí. 13. maí 2020 17:30 Icelandair sá sér ekki fært að halda viðræðum áfram á grundvelli tilboðs flugfreyja Samningafundur Flugfreyja og Icelandair, sem hófst klukkan ellefu í morgun, stóð yfir í klukkustund áður en honum var frestað. Guðlaug Líney Jóhannsdóttir, formaður Flugfreyjufélags Íslands, segir í samtali við fréttastofu að samninganefnd Icelandair hefði ekki séð sér fært að halda viðræðum áfram á grundvelli þess tilboðs sem samninganefnd Flugfreyjufélags Íslands hefur lagt fram. 13. maí 2020 12:56 „Ótrúlega stutt“ á milli flugmanna og Icelandair Formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna segir stutt á milli í kröfum flugmanna og Icelandair. Hann segir óheppilegt að Icelandair hafi ákveðið að senda tilboð sitt á alla flugmenn Icelandair eftir að samninganefnd flugmanna hafði hafnað að bera það undir félagsmenn 13. maí 2020 11:56 Mest lesið Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira
Færi frekar á bætur en að samþykkja tilboðið frá Icelandair Guðmunda Jónsdóttir, sem starfað hefur óslitið sem flugfreyja óslitið síðan 1984 og segist muna tímana tvenna, segir stöðuna í dag alls ekki góða. Icelandair og Flugfreyjufélag Íslands eiga í samningaviðræðum á erfiðum tíma flugfélagsins sem reynir að safna 29 milljörðum í hlutafé fyrir 22. maí. 13. maí 2020 17:30
Icelandair sá sér ekki fært að halda viðræðum áfram á grundvelli tilboðs flugfreyja Samningafundur Flugfreyja og Icelandair, sem hófst klukkan ellefu í morgun, stóð yfir í klukkustund áður en honum var frestað. Guðlaug Líney Jóhannsdóttir, formaður Flugfreyjufélags Íslands, segir í samtali við fréttastofu að samninganefnd Icelandair hefði ekki séð sér fært að halda viðræðum áfram á grundvelli þess tilboðs sem samninganefnd Flugfreyjufélags Íslands hefur lagt fram. 13. maí 2020 12:56
„Ótrúlega stutt“ á milli flugmanna og Icelandair Formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna segir stutt á milli í kröfum flugmanna og Icelandair. Hann segir óheppilegt að Icelandair hafi ákveðið að senda tilboð sitt á alla flugmenn Icelandair eftir að samninganefnd flugmanna hafði hafnað að bera það undir félagsmenn 13. maí 2020 11:56