Færi frekar á bætur en að samþykkja tilboðið frá Icelandair Birgir Olgeirsson skrifar 13. maí 2020 17:30 Guðmunda Jónsdóttir, sem starfað hefur óslitið sem flugfreyja óslitið síðan 1984 og segist muna tímana tvenna, segir stöðuna í dag alls ekki góða. Icelandair og Flugfreyjufélag Íslands eiga í samningaviðræðum á erfiðum tíma flugfélagsins sem reynir að safna 29 milljörðum í hlutafé fyrir 22. maí. „Mér finnst ömurlegt hvernig þessi aðför að okkar stétt er orðin, Maður hefur upplifað það að hafa þurft að berjast fyrir hlutunum í mörg ár. Kannski ekki ég prívat og persónulega en þær sem voru á undan okkur í þessu stéttarfélagi. Það liggur við að krafan sé orðin sú að við megum ekki eiga börn og giftast eins og það var 1960. Þetta er bara fáránlegt.“ Segir lækkun um helming Guðmunda segir boð flugfreyja til Icelandair um tímabundna kjaraskerðingu gott. Fáránlegt sé að fara fram á frekari skerðingu á launum til frambúðar, „um meira en helming“ eins og Guðmunda kemst að orði. Flugvélar Icelandair við Leifsstöð í síðustu viku.Vísir/Vilhelm „Þetta er náttúrulega engin hemja og ég tek undir allt sem forystumenn stóru stéttarfélaganna hafa sagt, þetta er fásinna.“ Hún telur rosalega marga telja að flugfreyjur séu hálaunastétt og tekur fram að það sé algjör fyrra. Icelandair svaraði fyrirspurnum fjölmiðla um launakjör í vikunni og þar kom fram að yfirflugfreyjur væru að meðaltali með 740 þúsund krónur í heildarlaun. Heildarlaun flugfreyja væru svo að meðaltali 520 þúsund krónur. Oft hjálpað félaginu upp úr öldudal „Ég er í hæsta skala sem hægt er. Það hljóta að vera inni í þessu desemberuppbót og ómæld eftirvinna. Þetta er ekki rétt tala. Grunnlaun flugfreyja eru fáránlega lág. Auðvitað fáum við vaktavinnuálag enda er mest megnis af vinnutímanum okkar unnin utan níu til fimm.“ Flugfreyjur séu tilbúnar til að gera ýmislegt, en samninganefndin þurfi að svara því betur. Samningarnefnd SA og Icelandair kemur til fundar hjá Ríkissáttasemjara. Flugfreyjur fjölmenntu og studdu við bakið á samninganefnd sinni.Vísir/Vilhelm „Við höfum oft gert ýmislegt til þess að hjálpa þessu félagi upp úr öldudölum. Í hruninu, í Eyjafjallajökulsgosinu. Við erum búnar að gera fullt af hlutum sem við höfum ekki fengið neitt fyrir. Við erum alveg tilbúnar að hjálpa þeim upp úr þessu núna en ekki með þessum afarkjörum.“ Hún segir hiklaust að það verði flótti úr stéttinni. Einstök samstaða „Ég hef aldrei í þau 36 ár sem ég hef verið hérna, upplifað aðra eins rosalega samstöðu. Fólk er reitt. Ég sé fyrir mér flótta.“ Hún spyrji sig, í ljósi þess að gengið hafi vel hjá Icelandair: „Ekki vorum við að setja fyrirtækið á hausinn með þessum „ofurlaunum“?“ Betri tíð sé fram undan með blóm í haga. „Við erum að opna landið, það hlýtur að fara að vænkast hagurinn,“ segir Guðmunda sem ætlar ekki að láta bjóða sér neitt. „Ég prívat og persónulega myndi frekar fara á atvinnuleysisbætur heldur en að láta bjóða mér þetta sem var uppi á borðinu síðan.“ Icelandair Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kjaramál Mest lesið Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Sjá meira
Guðmunda Jónsdóttir, sem starfað hefur óslitið sem flugfreyja óslitið síðan 1984 og segist muna tímana tvenna, segir stöðuna í dag alls ekki góða. Icelandair og Flugfreyjufélag Íslands eiga í samningaviðræðum á erfiðum tíma flugfélagsins sem reynir að safna 29 milljörðum í hlutafé fyrir 22. maí. „Mér finnst ömurlegt hvernig þessi aðför að okkar stétt er orðin, Maður hefur upplifað það að hafa þurft að berjast fyrir hlutunum í mörg ár. Kannski ekki ég prívat og persónulega en þær sem voru á undan okkur í þessu stéttarfélagi. Það liggur við að krafan sé orðin sú að við megum ekki eiga börn og giftast eins og það var 1960. Þetta er bara fáránlegt.“ Segir lækkun um helming Guðmunda segir boð flugfreyja til Icelandair um tímabundna kjaraskerðingu gott. Fáránlegt sé að fara fram á frekari skerðingu á launum til frambúðar, „um meira en helming“ eins og Guðmunda kemst að orði. Flugvélar Icelandair við Leifsstöð í síðustu viku.Vísir/Vilhelm „Þetta er náttúrulega engin hemja og ég tek undir allt sem forystumenn stóru stéttarfélaganna hafa sagt, þetta er fásinna.“ Hún telur rosalega marga telja að flugfreyjur séu hálaunastétt og tekur fram að það sé algjör fyrra. Icelandair svaraði fyrirspurnum fjölmiðla um launakjör í vikunni og þar kom fram að yfirflugfreyjur væru að meðaltali með 740 þúsund krónur í heildarlaun. Heildarlaun flugfreyja væru svo að meðaltali 520 þúsund krónur. Oft hjálpað félaginu upp úr öldudal „Ég er í hæsta skala sem hægt er. Það hljóta að vera inni í þessu desemberuppbót og ómæld eftirvinna. Þetta er ekki rétt tala. Grunnlaun flugfreyja eru fáránlega lág. Auðvitað fáum við vaktavinnuálag enda er mest megnis af vinnutímanum okkar unnin utan níu til fimm.“ Flugfreyjur séu tilbúnar til að gera ýmislegt, en samninganefndin þurfi að svara því betur. Samningarnefnd SA og Icelandair kemur til fundar hjá Ríkissáttasemjara. Flugfreyjur fjölmenntu og studdu við bakið á samninganefnd sinni.Vísir/Vilhelm „Við höfum oft gert ýmislegt til þess að hjálpa þessu félagi upp úr öldudölum. Í hruninu, í Eyjafjallajökulsgosinu. Við erum búnar að gera fullt af hlutum sem við höfum ekki fengið neitt fyrir. Við erum alveg tilbúnar að hjálpa þeim upp úr þessu núna en ekki með þessum afarkjörum.“ Hún segir hiklaust að það verði flótti úr stéttinni. Einstök samstaða „Ég hef aldrei í þau 36 ár sem ég hef verið hérna, upplifað aðra eins rosalega samstöðu. Fólk er reitt. Ég sé fyrir mér flótta.“ Hún spyrji sig, í ljósi þess að gengið hafi vel hjá Icelandair: „Ekki vorum við að setja fyrirtækið á hausinn með þessum „ofurlaunum“?“ Betri tíð sé fram undan með blóm í haga. „Við erum að opna landið, það hlýtur að fara að vænkast hagurinn,“ segir Guðmunda sem ætlar ekki að láta bjóða sér neitt. „Ég prívat og persónulega myndi frekar fara á atvinnuleysisbætur heldur en að láta bjóða mér þetta sem var uppi á borðinu síðan.“
Icelandair Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kjaramál Mest lesið Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Sjá meira
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent