Levi Kelly heldur úti YouTube-rás þar sem hann ferðast um og skoðar mismunandi eignir. Á dögunum birti hann myndband af smáhýsi í Tennessee í Bandaríkjunum.
Um er að ræða þrettán fermetra einbýlishús sem er á sama tíma smáhýsi. Hægt er að leigja húsið á vefsíðu Airbnb.
Í þessu litla húsi er í raun allt til alls. Alveg frá eldhúsi, stofu, baðherbergi og svefnloft.
Virkilega athyglisverð umfjöllun sem sjá má hér að neðan.