„Lífsnauðsynlegt fyrir íslenskt samfélag að hjúkrunarfræðingar hafi viðunandi kjarasamninga“ Stefán Ó. Jónsson skrifar 3. apríl 2020 14:00 Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, við ráðherrabústaðinn. vísir/arnar Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, segist leggja áherslu á það á hverjum degi að samið verði við hjúkrunarfræðinga. Það sé í raun „lífsnauðsynlegt fyrir íslenskt samfélag“ að stéttin búi við kjarasamning sem hún geti unað við. Jafnframt séu rök, sóttvarnalegs eðlis, sem styðji það að fresta afléttingu samkomubanns fram yfir verkalýðsdaginn. Þetta sagði Svandís við fréttastofu eftir að hafa gert ríkisstjórninni grein fyrir nýrri auglýsingu, sem byggir á tillögum sóttvarnalæknis um að framlengja núverandi samkomubann til 4. maí. Heilbrigðisráðherra segist fallast þannig á rök sóttvarnalæknis að bíða með að aflétta takmörkununum fram yfir helgi - „frekar en fyrir helgi þegar vænt er að margir komi saman,“ segir Svandís. Það hafi því ekki komið til tals að aflétta hömlunum sérstaklega fyrir hátíðahöldin 1. maí, verkalýðsdaginn, sem fellur á föstudag í ár. „Þannig að það eru rökin. Þau eru sóttvarnalegs eðlis og snúast ekki um 1. maí.“ Hátíðahöldin verði því að taka mið af áframhaldandi samkomubanni og segist Svandís heyra á verkalýðsforystunni að hún sé með slíkt í undirbúningi. „Mér finnst það bara ánægjulegt.“ Aðspurð um hvort hún geti hugsað sér að endurskoða afturköllun vaktaálagsauka fyrir hjúkrunarfræðinga, sem hefur verið til mikillar umfjöllunar frá mánaðamótum og landlæknir hefur óskað eftir að verði dregið til baka vegna faraldursins, segir Svandís að ákvörðunin sé ekki á hennar borði. Forstjóri Landspítalans þyrfti að taka þá ákvörðun. Sjá einnig: Hjúkrunarfræðingar ósáttir við kjaraskerðingu og vilja álagsgreiðslu í faraldrinum Í minnisblaði sem Alma Möller, landlæknir, sendi heilbirgðisráðherra í gær eru færð rök fyrir því að þessi kjaraskerðing hjúkrunarfræðinga kunni að hafa áhrif á mönnun í heilbirgðiskerfinu. Mönnunin sé í dag „á gulu“ eins og Svandís lýsir því, heilbrigðiskerfið sé undir miklu álagi og þurfi á bakvarðasveit að halda. „Það er það sem hún [Alma] er að vekja athygli á í þessu minnisblaði, að nú sé mikilvægara en nokkru sinni fyrr að ná samningum og ég er bara sammála því,“ segir Svandís sem segjast beita sér fyrir því „á hverjum einasta degi“ að deiluaðilar nái saman. „Vegna þess að það er lífsnauðsynlegt fyrir íslenskt samfélag að hjúkrunarfræðingar hafi viðunandi kjarasamninga.“ Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kjaramál Landspítalinn Tengdar fréttir Hjúkrunarfræðingar ósáttir við kjaraskerðingu og vilja álagsgreiðslu í faraldrinum Hjúkrunarfræðingar á Landspítalanum eru afar ósáttir við að fá ekki vaktaálagsauka lengur. Á sumum deildum hafi aldrei verið eins mikið álag. Þeir vilja fá sérstaka álagsgreiðslu í faraldrinum. 2. apríl 2020 19:00 Landlæknir óttast að kjaradeila hafi áhrif á mönnun í faraldrinum Kjaradeila hjúkrunarfræðinga og ríkisins getur haft áhrif á mönnum í heilbrigðiskerfinu á næstu vikum, að mati Ölmu Möller, landlæknis, sem biðlar til samningsaðila um leysa deiluna. Forstjóri Landspítalans sagði til skoðunar hvernig væri hægt að umbuna heilbrigðisstarfsfólki vegna álags á tímum kórónuveirufaraldursins. 2. apríl 2020 15:14 Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent Fleiri fréttir Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Sjá meira
Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, segist leggja áherslu á það á hverjum degi að samið verði við hjúkrunarfræðinga. Það sé í raun „lífsnauðsynlegt fyrir íslenskt samfélag“ að stéttin búi við kjarasamning sem hún geti unað við. Jafnframt séu rök, sóttvarnalegs eðlis, sem styðji það að fresta afléttingu samkomubanns fram yfir verkalýðsdaginn. Þetta sagði Svandís við fréttastofu eftir að hafa gert ríkisstjórninni grein fyrir nýrri auglýsingu, sem byggir á tillögum sóttvarnalæknis um að framlengja núverandi samkomubann til 4. maí. Heilbrigðisráðherra segist fallast þannig á rök sóttvarnalæknis að bíða með að aflétta takmörkununum fram yfir helgi - „frekar en fyrir helgi þegar vænt er að margir komi saman,“ segir Svandís. Það hafi því ekki komið til tals að aflétta hömlunum sérstaklega fyrir hátíðahöldin 1. maí, verkalýðsdaginn, sem fellur á föstudag í ár. „Þannig að það eru rökin. Þau eru sóttvarnalegs eðlis og snúast ekki um 1. maí.“ Hátíðahöldin verði því að taka mið af áframhaldandi samkomubanni og segist Svandís heyra á verkalýðsforystunni að hún sé með slíkt í undirbúningi. „Mér finnst það bara ánægjulegt.“ Aðspurð um hvort hún geti hugsað sér að endurskoða afturköllun vaktaálagsauka fyrir hjúkrunarfræðinga, sem hefur verið til mikillar umfjöllunar frá mánaðamótum og landlæknir hefur óskað eftir að verði dregið til baka vegna faraldursins, segir Svandís að ákvörðunin sé ekki á hennar borði. Forstjóri Landspítalans þyrfti að taka þá ákvörðun. Sjá einnig: Hjúkrunarfræðingar ósáttir við kjaraskerðingu og vilja álagsgreiðslu í faraldrinum Í minnisblaði sem Alma Möller, landlæknir, sendi heilbirgðisráðherra í gær eru færð rök fyrir því að þessi kjaraskerðing hjúkrunarfræðinga kunni að hafa áhrif á mönnun í heilbirgðiskerfinu. Mönnunin sé í dag „á gulu“ eins og Svandís lýsir því, heilbrigðiskerfið sé undir miklu álagi og þurfi á bakvarðasveit að halda. „Það er það sem hún [Alma] er að vekja athygli á í þessu minnisblaði, að nú sé mikilvægara en nokkru sinni fyrr að ná samningum og ég er bara sammála því,“ segir Svandís sem segjast beita sér fyrir því „á hverjum einasta degi“ að deiluaðilar nái saman. „Vegna þess að það er lífsnauðsynlegt fyrir íslenskt samfélag að hjúkrunarfræðingar hafi viðunandi kjarasamninga.“
Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kjaramál Landspítalinn Tengdar fréttir Hjúkrunarfræðingar ósáttir við kjaraskerðingu og vilja álagsgreiðslu í faraldrinum Hjúkrunarfræðingar á Landspítalanum eru afar ósáttir við að fá ekki vaktaálagsauka lengur. Á sumum deildum hafi aldrei verið eins mikið álag. Þeir vilja fá sérstaka álagsgreiðslu í faraldrinum. 2. apríl 2020 19:00 Landlæknir óttast að kjaradeila hafi áhrif á mönnun í faraldrinum Kjaradeila hjúkrunarfræðinga og ríkisins getur haft áhrif á mönnum í heilbrigðiskerfinu á næstu vikum, að mati Ölmu Möller, landlæknis, sem biðlar til samningsaðila um leysa deiluna. Forstjóri Landspítalans sagði til skoðunar hvernig væri hægt að umbuna heilbrigðisstarfsfólki vegna álags á tímum kórónuveirufaraldursins. 2. apríl 2020 15:14 Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent Fleiri fréttir Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Sjá meira
Hjúkrunarfræðingar ósáttir við kjaraskerðingu og vilja álagsgreiðslu í faraldrinum Hjúkrunarfræðingar á Landspítalanum eru afar ósáttir við að fá ekki vaktaálagsauka lengur. Á sumum deildum hafi aldrei verið eins mikið álag. Þeir vilja fá sérstaka álagsgreiðslu í faraldrinum. 2. apríl 2020 19:00
Landlæknir óttast að kjaradeila hafi áhrif á mönnun í faraldrinum Kjaradeila hjúkrunarfræðinga og ríkisins getur haft áhrif á mönnum í heilbrigðiskerfinu á næstu vikum, að mati Ölmu Möller, landlæknis, sem biðlar til samningsaðila um leysa deiluna. Forstjóri Landspítalans sagði til skoðunar hvernig væri hægt að umbuna heilbrigðisstarfsfólki vegna álags á tímum kórónuveirufaraldursins. 2. apríl 2020 15:14